EKKI EF IMF ER VIÐ STÝRIÐ.
12.5.2009 | 15:00
Sagan segir okkur að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) hugsar um hagsmuni fjármagnseigenda í þeim ríkjum sem ráða mestu í sjóðnum, einkum Bandaríkjanna. En hvað vilja erlendir fjármagnseigendur með Ísland?
Ætli að það sé tilviljun að hávaxtastefnan sem IMF krefst hér á landi geri erlendum fjármagnseigendum kleyft að komast yfir efnahag og auðlindir Íslands á sem ódýrastan hátt?
Háir stýrivextir, sem er fyrsti dómínókubburinn, eru að gera fyrirtækin í landinu gjaldþrota með víðtækara efnahagshruni, atvinnuleysi og flótta úr krónunni.
Þetta hefur í för með sér minni skattheimtu og aukin útgjöld ríkissjóðs sem mun ekki geta greitt IMF lánið án þess að selja eignir ríkisins og auðlindir Íslendinga.
Þegar dómínókubbarnir falla hver á fætur öðrum geta erlendir fjármagnseigendur (m.a. fjölþjóðafyrirtæki) gert dúndur dýla á auðlindum og skroppið á nokkrar brunaútsölur í leiðinni með kreppukrónurnar sem þeir fengu fyrir lítið sem ekkert.
Krefjum stjórnvöld um að lækka stýrivexti með lagabreytingu ef til þarf og upplýsa okkur um skilmála IMF lánsins STRAX!!!
Það versta mögulega afstaðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:14 | Facebook
Athugasemdir
Það er ekki gæfulegt að fljóta sofandi að feigðarósi - enn og aftur eru varnarorðin hunsuð - ég vona að SJS sýni að hann gleypi ekki hrátt þá bábilju að við fáum sérmeðferð hjá IMF. Mikilvægt er að almenningur skilji hve mikil hætta er á ferðum eins og þú setur upp á skýran hátt með þessari færslu.
Birgitta Jónsdóttir, 12.5.2009 kl. 16:43
Skrýtið hvað það gengur illa að koma þessu til skila! Mér finnst þær staðreyndir sem þú setur svo skýrt fram hér liggja svo í augum uppi að ég skil ekki að nokkur geti neitað að horfast í augu við þær
Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.5.2009 kl. 01:20
Spurningin er alltaf, eru stjórnmálamenn spilltir og að selja landið í hendur útlendinga gegn greiðslum eða greiðum, eða eru þeir svo auðtrúa og einfaldir að þeir skilji þetta ekki?
Hvort sem rétt er, valda þeir ekki starfinu.
Villi Asgeirsson, 10.11.2009 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.