Borgarahreyfingin rýfur 5% múrinn.

xocfcwj.pngÞrátt fyrir að fjórflokkurinn sé vel innmúraður með 5% reglunni og þrátt fyrir að hann sé vel múraður af skattfé almennings til að auglýsa sig (fjórflokkurinn skammtar sér hátt í hálfan milljarð af okkar skattfé), er Borgarahreyfingin búin að brjótast í gegnum hræðsluáróðurinn upp í 7% fylgi.

Borgarahreyfingin spratt upp úr Búsáhaldabyltingunni sem tókst að koma Fjármálaeftirlitinu, ríkisstjórninni og Seðlabankastjórninni frá. Til að geta byggt hér upp heilbrigt samfélag eftir hrunið stefnir Borgarahreyfingin inn á þing sem þrýstihópur með þrjár megin áherslur:

1. GERA UPP VIÐ SPILLTA FORTÍÐ:

Hvers Vegna?
Ef við byggjum á spilltum grunni verður öllu stolið af okkur aftur.

Hvernig?
Óháð rannsókn undir stjórn erlendra sérfræðinga skal rannsaka bankahrunið sem sakamál og þeir ábyrgu verða dregnir til ábyrgðar. Þeir sem liggja undir grun verður gefið stöðu sakbornings og eignir þeirra frystar samstundis. Samkvæmt ráðleggingu Evu Joly ráðum við 20 til 30 manna hóp sérfræðinga í alþjóðlegum efnahagsbrotarannsóknum.

Hvenær?
Raunveruleg rannsókn bankahrunsins að ráðleggingum Evu Joly hefst innan fjórtán daga frá því við komumst í stjórn. Við munum upplýsa þjóðina hverjir reyna að hindra slíka rannsókn. - Stefna XO -
 

2. LEIÐRÉTTA SKULDASTÖÐU HEIMILANNA NÚNA STRAX:

Hvers Vegna?
Heimilin eiga rétt á því að stjórnvöld leiðrétti stöðu þeirra strax, því að í janúar 2008 vissu stjórnvöld að hrunið væri handan við hornið en héldu því leyndu fyrir almenningi. Heimilin í landinu báru ekki ábyrgð á bankahruninu og það er siðlaust að láta þau bera skuldirnar sem af því hlutust.

Hvernig?
Til að leiðrétta stöðu heimilanna verður vísitala verðtryggingar færð handvirkt fram fyrir hrunið til janúar 2008 þegar heimilin hefðu sjálf getað leiðrétt sína stöðu hefðu stjórnvöld ekki haldið hruninu leyndu.

Hvenær?
Þetta leiðréttum við fyrstu fjórtán dagana í stjórn. Verðtryggingin verðu svo afnumin á sex til tólf mánuðum. - Stefna XO -

3. LÝÐRÆÐISUMBÆTUR TIL FRAMTÍÐAR:

Hvers Vegna?
Almanna vald verður áfram notað í þágu sérhagsmuna ef það starfar í skjóli leyndar og við litla ábyrgð. Lýðræði þrífst við upplýsingar og pólitíska ábyrgð. Valdhafar þurfa að taka ábyrgð á gjörðum sínu oftar en á fjögurra ára fresti. Almenningur þarf önnur úrræði til að reka vanhæfa ríkisstjórn en að berja saman búsáhöldum.

Hvernig?
Stjórnlagaþing 600 borgara úr þjóðskrá sem tryggir þverskurð af þjóðinni eins og Ragnar Aðalsteinsson mælir með kemur saman í haust. Við treystum landsmönnum til að festa í nýja stjórnarskrá ákvæði um að ráðherrar sitji ekki á þingi, þingmenn og ráðherrar sitji ekki lengur en í tvö kjörtímabil og að þjóðin geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslna, m.a. um vantraust á vanhæfa ríkisstjórn.
Leyndinni verður aflétt. Leyndinni yfir fjármálum stjórnmálamanna og flokka, leyndinni yfir orkuverð til álfyrirtækja og leyndinni yfir skilyrðum Alþjóðgjaldeyrissjóðsins um háa stýrivexti og niðurskurð.

Hvenær?
Leyndinni afléttum við um leið og við finnum upplýsingarnar. Við munum upplýsa þjóðina á fjórtán daga fresti um hvernig sú leit gengur og hverjir standa í vegi fyrir henni.
Stjórnlaga þing þjóðarinnar fyrir þjóðina verður í haust ef við fáum umboð frá ykkur til að koma því á. - Stefna XO -

 

- ÞEIR ÁBYRGU VERÐI DREGNIR TIL ÁBYRGÐAR -
- RÉTTLÁT LEIÐRÉTTING Á SKULDUM HEIMILANNA -
- ÞJÓÐIN BOÐAR TIL ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLNA -

- KOMUM BORGARAHREYFINGUNNI Á ÞING - XO -

 

 

 


mbl.is O-listi fengi fjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Kannski 5% rof Borgarahreyfingar hafi meiri og betri áhrif fyrir Ísland en rof Berlínarmúrsins hafði fyrir heiminn, sem voru þó góð.   

Ef svo færi að Borgarahreyfingin næði sex til sjö mönnum á þing og kæmist í aðstöðu til að hafa áhrif á "stjórnarmyndun" þá færi nú fyrst að "fara um" Jóhönnu og Steingrím ekkert síður en aðra formenn.  Ef Borgarahreyfingin "stendur undir nafni" þá verður hægt að rannsaka hvert skúmaskot í spillingarbæli þjóðarinnar.  Ég á hins vegar eftir að sjá hvort þeir "standa undir nafni" frekar en önnur sérframboð í gegnum síðustu áratugi. 

Páll A. Þorgeirsson, 21.4.2009 kl. 11:08

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

nákvæmlega Jón Þór:)

heimurinn fylgist með úrslitum kosninga hér - við erum fyrsta þjóðin sem hrakti burt vanhæfa ríkisstjórn vegna efnahagshrunsins og við erum fyrst til að kjósa - og niðurstaða þeirra mun án efa hafa áhrif á heimsbyggðina ef við sýnum valdhöfum að við ætlum ekki að lepja dauðann úr skel án þess að hér fari fram alvöru breytingar - það verður að leiðrétta lýðræðishallan sem hér ríkir - það verður ekki gert með núverandi valdablokkum.

Birgitta Jónsdóttir, 21.4.2009 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband