Lögreglumaður barinn til bana um hábjartan dag.
20.1.2009 | 22:17
"Fyrir mörgum árum var lögreglumaður í Svíþjóð barinn til bana um hábjartan dag fyrir utan stórverslun. Fólkið stóð aðgerðalaust á meðan á þessu stóð og sum vitni sögðu einhverja hafa haft gaman af. Eftir þennan skelfilega atburð endurskoðaði sænska lögreglan öll samskipti embættisins við almenning. Íslenska eiturúðalögreglan og andlitslausa víkingasveitin ættu líka að hugsa sinn gang."
Þetta er útdráttur úr blogfærslu Jóhannes Björn Lúðvíksson (höfundur: "Falið Vald") þar sem hann spáir: "Hvað gerist 2009?" sjá færslu hér.
"Þar spáði hann meðal annars að ef leynipukur varðandi afskriftir og kosningaótti ríkistjórnarinnar taka ekki enda þá sitjum við brátt uppi með tvær stríðandi fylkingar sem mætast í götubardögum. Stærri hópurinn verði þjóðin en minni hópurinn, valdaklíkan og hagsmunaaðilar, verða þá að beita fyrir sig lögreglu og hvítliðum. Væri ekki æskilegra að boða til kosninga heldur en að lama landið á þennan hátt?"
Ríkisstjórnin veit vel að hennar sinnuleysi gagnvart spyllingu og skeytingarleysi gagnvart þjóðinni, leiðir til ofbeldis. Ríkisstjórnin er ábyrg fyrir áframhaldandi ofbeldi gagnvart Íslendingum, hvort sem þeir eru almennir borgarar eða lögreglumenn.
Svæði við þinghúsið rýmt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.