Mun ríkisstjórnin fleygja góðu fé á eftir slæmu?

litlir_banki.jpgKaup ríkisstjórnarinnar á 84 milljarða hlut í Glitni mun fleyta bankanum eitthvað áfram. En hvað gerist næstu sjö mánuði þegar endurfjármögnunarþörf bankans verða 230 milljarðar króna á lokagengi í gær. Ef Glitnir getur ekki gengið frá eigin fjármögnun og fleytt sér sjálfur mun ríkið þá halda áfram að fleyta bankanum og fleygja góðu fé á eftir því slæma?

Í grein sem birtist í 24stundum í byrjun apríl síðastliðinn spáði ég því að ríkisstjórnin myndi bjarga bönkunum eins og við sáum á dögunum (sjá grein).

Hve miklu fé þeir munu fleygja munum við sjá á næstunni og svo fynna í meiri skattheimtu þegar fram líða stundir .


mbl.is Fjárþörfin 230 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og nú á, eins og bent er á í forystugrein Moggans í dag, að fara að eyða lífeyrissjóðunum upp í þessa hít með því að láta þá flytja erlendar eignir sínar yfir í íslensku handónýtu krónuna. Lífeyrissjóðunum ber, og FME ber að hafa eftirlit með því að þeir geri það, að dreifa áhættu sinni sem allra mest, EKKI hafa öll eggin í sömu körfunni. Flytji þeir allar sínar eignir yfir í ISK eru þau öll komin í sömu körfuna. Hvað þýðir það? Jú, ekkert annað en skerðingu lífeyris. Verðfelling ISK, bara sú sem þegar er orðin, er búin að skerða afkomu lífeyrisþega - eins og annarra - um 30 - 40% að því talið er. Ef það er verið að flytja allar eignir sjóðanna erlendis, til að borga fyrir sukkið og svínaríið hjá þotuliðinu, þá er ekkert framundan annað en stórskerðing réttinda. 15% - 20% skerðing réttinda hjá flestum sjóðum í lok næsta árs í síðasta lagi. Það myndi bætast við afkomuskerðingu sem verður vegna verðlagsþróunar innanlands.

Sveitamaður (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 13:01

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Það væri glæpsamlegt að ef forstjórar lífeyrirsjóðanna gera þetta og þeir munu þurfa að svara til saka. Hitt er verra að peningaprentun seðlabanka heimsins úr engu er ekki ólögleg þótt siðlaus sé.

Ríki og bankaauðhringir heimsins eru ekki alveg tilbúnir að afsala sér þeim gríðarlegu völdum til eignatilfærslu sem seðlabankar eru svo við munum eftir þessa kreppu upplifa nýtt tímabil peninga prentunar sem blæs upp bólur með verðbólgu og kreppu í kjölfarið, nema mógu margir kynna sér Austurríska hagfræði. 

Ef það tekst ekki verða þeir ofan á sem kunna að verja verðmæti sín fyrir verðbólgu og kreppu. Austurríska hagfræði sýnir hvernig. Smellið hér fyrir hljóðfællinn.

Jón Þór Ólafsson, 2.10.2008 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband