Ekki gefast upp á Bandaríkjunum alveg strax!
31.1.2008 | 00:39
Bandarískir Borgarar eru að vakna upp við vondan draum. Frelsi þeirra er ógnað heima fyrir og efnahagur þeirra er í hættu.
Forsetinn hefur tekið sér völd til að grafa undan grundvallar réttindi borgaranna, og fleiri og fleiri eru að verða fyrir barðinu á honum, með ólöglegum njósnum, innbrotum, flugbanns listum o.s.frv.
Dollarinn er í frjálsu falli því ofprenntun einkarekna seðlabankans hefur veikt traust á honum og rýrt verðmæti hans, og þannig ýtt miðstéttinni undir fátækrar mörkin. Og dollarinn og miðstættin munu halda áfram að falla.
En ekki gefast upp á Bandarísku Þjóðinni alveg strax! Það er einn forseta frambjóðandi sem er að vekja gríðarlegan áhuga fólks með byltingarkendum hugmyndum sínum um að fylgja stjórnarskránni og vernda réttindi borgaranna. Þetta eru hans skilaboð:
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.2.2008 kl. 20:19 | Facebook
Athugasemdir
Hvernig er seðlabanki Bandaríkjanna eitthvað einkareknari en t.d. seðlabanki ESB, Íslands og Kína? Bandaríkjaforseti tilnefnir t.d. bankastjórann.
En að öðru leyti sammála þér.
Hef annars samúð fyrir pólitíkusum sem styðja við einokun ríkisvaldsins á peningaútgáfu. Sú aðferð til tekjuöflunar er mun verr skilin af almenningi er beinar skattahækkanir. Verðbólga er talin óumflýjanleg á meðan skattar eru taldir vera ástæða til að ráða endurskoðanda til að forðast þá. Bæði er samt bara ríkið að rýra þig til að styrkja sig.
Geir Ágústsson, 7.2.2008 kl. 23:30
Ég hef fylgst mikið með Ron Paul og líst ákaflega vel á kauða, enda ekta frjálshyggjumaður, hann var áður í framboði fyrir þann flokk í BNA. Eina sem truflar mig við hann er að hann er læknir og afneitar þróunarkenningu Darwins, sem er verulega öfugsnúið einhvernveginn. Eins hefur hann talað fyrir því að banna fóstureyðingar algerlega, sem er reyndar eitt af stóru þrætueplum frjálshyggjumanna.
Sigurður Karl Lúðvíksson, 12.4.2008 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.