Sameinuðu Þjóðirnar: "Notkun stuðbyssa geta verið pyntingar"
28.11.2007 | 09:08
Nefnd Sameinuðuþjóðanna sagði á föstudaginn að notkun stuðvopna geti verið pyntingar, og brjóti þar með sáttmála S.Þ. gegn pyntingum.
Stuðbyssur hart gagnrýndar eftir sjötta dauðsfall af þeirra völdum þessa vikuna
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:09 | Facebook
Athugasemdir
Hvað með Water-Boarding? Það er viðurkennd yfirheyrslutækni sem notuð er af bandaríkjamönnum, fangi, bundinn á höndum og búk á planka, er látinn síga (haus á undan) ofan í vantsbað þar til hann er nánast drukknaður.
En ég er sammála, stuðbyssur eru pyntingatæki, þeir kalla þetta "pain-compliance" í bandaríkjunum, og þykir afar hentugt, frekar en að vera að röfla í fullu eða hálf geðveiku fólki, bara stuða það þar til það hlýðir.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 13:35
Þetta með að treysta á óþvingaðar játningar hefur heldur ekki verið að virka sérstaklega vel. Eða hvað fjallar nánast önnur hver blaðagrein í dag um? Nauðgara og morðingja sem ganga lausir vegna skorts á játningum og sönnunargögnum!
Annars hef ég sosem enga lausn á einu né neinu hér. Málið er flókið svo ekki sé meira sagt. Kannski forn-íslensk lög um að níu kviðbúa þurfi til að dæma málflutning hins ákærða réttan sé skref í rétta átt?
Geir Ágústsson, 29.11.2007 kl. 21:19
Fyrst umræðan hér er farin að snúast um upplýsingaöflun með pyntingum þá vil ég benda á að bæði yfirheyrslu sérfræðingar innan merkasta herforingja skóla Bandaríkjanna (West Point) og innan CIA hafa harðlega gagnrýnt notkun pyntinga við upplýsinga öflun.Ekki vegna þess að það er ósiðlegt heldur vegna óáreiðanleika upplýsinganna.
Þessir menn sem hafa reynsluna benda á að langvarandi yfirheyrsla þar sem fylgst er með samkvæmni o.s.frv. gefur áreiðanlegustu upplýsingarnar, en pyntigar mjög óáreiðanlegar.
Jón Þór Ólafsson, 30.11.2007 kl. 09:49
Hnífur og rafbyssur .. eru ekki barnaverkfæri og hvað þá lögreglu..
Brynjar Jóhannsson, 30.11.2007 kl. 16:22
Ég legg til að sameinuðu þjóðinar noti frekar STUÐBOLTA eins og SÆMA ROKK í stað stuðbyssa...Ég legg til að við myndum undirskriftalista
STUÐBOLTA Í LÖGREGLUNA..
eða
HERBERT GUÐMUNDSSON Í LÖGREGLUNA
Brynjar Jóhannsson, 2.12.2007 kl. 14:06
Ætlaru ekki að fara að skrifa um eitthvað meira en "SVAKA" STUÐBYSSUR LÖGREGLUNAR ?
Brynjar Jóhannsson, 10.12.2007 kl. 00:43
Lokaorð mín til þín á þessu ári kæri bloggvinur eru frá Nelson Mandela sem setur sig yfir eigin þarfir og hugsar sig sem heildina. Boðskapur inn í hið nýja ár sem á erindi til okkar allra.
Steina
Okkar dýpsti ótti er ekki að við séum vanmáttug.Okkar dýpsti ótti er að við erum óendanlega máttug.
Það er ljósið innra með okkur ekki myrkrið sem við hræðumst mest.Við spyrjum sjálf okkur hvað á ég með að vera frábær, yndisfögur, hæfileikarík og mikilfengleg manneskja.
Enn í raun hvað átt þú með að vera það ekki?
Þú ert barn Guðs.
Það þjónar ekki heiminum að gera lítið úr sjálfum sér.
Það er ekkert uppljómað við það að gera lítið úr sjálfum sér til þess að annað fólk verði ekki óöruggt í kringum þig.
Við fæddumst til að staðfesta dýrð guðs innra með okkur, það er ekki bara í sumum okkar, heldur í hverju einasta mannsbarni.Og þegar við leyfum ljósinu okkar að skína, gefum við öðrum, ómeðvitað, leyfi til að gera slíkt hið sama.Um leið og við erum frjáls undan eigin ótta mun nærvera okkar ósjálfrátt frelsa aðra.
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.12.2007 kl. 16:06
Ég er bara að kasta jólakveðju á þig kæri bloggvinur.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár!
Kv Sigríður
Sigríður Jónsdóttir, 23.12.2007 kl. 15:31
Gleðileg jól
Gunnlaugur B Ólafsson, 24.12.2007 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.