Eru geðlækningar læknavísindi?
13.11.2007 | 13:03
Án þess að hafa læknisfræðilegar sannanir fyrir tilgátum sínum um orsakir athyglisbrest og ofvirkni mæla geðlæknar með lyfjum, sem þeir vita lítið um, til að "lækna" fólk.
Hugsaðu aðeins út í það. Með engar læknisfræðilegar sannanir fyrir tilgátum sínu um orsakir athyglisbrests og ofvirkni ákvað Geðlæknaráð Bandaríkjanna (American Psychiatric Association - APA):
- Að segja að þessi einkenni séu orsökuð af efnaójafnvægi í heilanum.
- Að mæla með að "efnaójafnvægið" skuli jafna með rótsterkum geðlyfjum.
Ábyrgir læknar skoða einkennin og leita vísindalega að orsökum fyrir þeim. Svo mæla þeir með skaðlausustu aðferðunum til að uppræta orsökina eða slá á einkennin, ef ekki er til lækning. Geðlyf eru kannski gagnleg til að slá á einkenni þegar allt annað bregst en alltof algengt er að það fyrsta sem geðlæknar mæla með er geðlyfjagjöf.
Hérna eru meðlimir geðlæknaráðsins spurðir hvort geðlæknar hafi test til að sannreyna sjúkdómsgreiningar sínar og hvort þeir hafi læknað einhvern:
Og hér er magnaður trailer fyrir kvikmynd um hvaða áhrif geðlyf hafa á börn og samfélagið í heild:
Myndin í heild er hér á google videos
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:48 | Facebook
Athugasemdir
Virkni ýmissa efna á heilann uppgvötast oft fyrri tilviljun án þess að orsakir vandamálsins séu þekktar.
Og ekki ruga saman "Disease" og "Disorder"
Fransman (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 13:28
Nákvæmlega. Þeir eru að skjóta í myrkrinu í heilanum á sjúklingum sínum.
Það er rétt að sumir geð"læknar" kalla ákveðin einkenni "disorder" en sumir kalla þá geðsjúkdóma (disease).
Til að fyrirbyggja missklining hef ég einfaldað textan. Takk.
Jón Þór Ólafsson, 13.11.2007 kl. 13:43
Mér finnst það ekki mjög vísindalegt (eins og ég skil vísindi) að halda því fram án læknisfræðilegra sannanna að orsakir hegðunarvandamála á borð við athyglisbrest og ofvirkni stafi af efnaójafnvægi í heilanum.
Og læknisfræði eru vísindi lækninga, en geð"læknar" í videoinu sem fyldir bloginu viðurkenna margir að þeir geti ekki læknað.
Jón Þór Ólafsson, 13.11.2007 kl. 17:17
Thomas Szasz er held ég tengdur Vísindakirkjunni sem mér finnst líka vafasöm. En það er samt merkilegt það sem fram kemur í vidíóinu.
Þrátt fyrir að þeir telji sig sjá efnaójafnvægi í heilanum eru rótsterk lyf sem menn vita lítið um ekki næsta skref til að hjálpa fólki. Og ég veit að það var næsta skref hjá mörgum sem ég þekki. Einn vinur minn var látinn borða fleiri og fleiri geðlyf uns hann var farinn að slefa...já í orðsins fyllstu merkingu að slefa...og þá sagði geð"læknirinn": Núna miðar okkur áfram.
Kannski stafa ýmiss hegðunarvandamál af efnaójafnvægi, ég er ekki að segja að svo sé ekki. En þeir vita það bara ekki. Og verum bara heiðarleg að rítalín gjöf er skot í myrkri sem róar suma krakka. En ætti ekki fyrst að skoða mataræði krakkanna og umhverfisþætti. Ég veit að það er ekki alltaf gert.
Þegar þú segir að lyfjafyrirtæki hafa svarað sönnunarbyrðinni með því að gera kerfisbundnar rannsóknir, og öll tölfræðileg úrvinnsla styður notkun þeirra. Þá skaltu skoða það að fyrirtækið sem framleiddi Prósak gerði sínar eigin rannsóknir og liggur undir grun fyrir að stinga undir stól þegar í ljós kom að Prósak jók líkur á sjálfsmorðum og árásarhneigð. Sjá grein á CNN hér.
Ef það sem geðlæknar hafa fyrir sér eru kenningar, þá eiga þeir að segja það. Og ef þeir vilja kalla sig lækna, þá eiga þeir að gera meira en mæla með lyfjagjöf. Miklu meira. En það er oft ekki raunin. Það eru eflaust til geðlæknar sem uppfylla þessi skilyrði, en ég hef ekki heyrt af þeim. Skaðinn sem hinir gera er ástæðan fyrir að ég skrifa þessa grein.
Jón Þór Ólafsson, 13.11.2007 kl. 18:46
Ég er búinn að endur skoða það sem ég set fram í greininni. Takk fyrir ábendingarnar.
Ég tala ekki um að halda skuli fólki frá rítaíni. Geðlyf eru kannski gagnleg til að slá á einkenni þegar allt annað bregst en alltof algengt er að það fyrsta sem geðlæknar mæla með er geðlyfjagjöf.
Ég mæli ekki með róttækum aðgerðum. En aftur segi ég að geðlæknar eru of ákafir að greina fólk ofvirkt og að með lyfjagjöf, það er nú einusinni þeirra fag, þegar minna intrúsívar meðferðir virka á marga.
Ég vona að þessi stétt sé farin að mæla fyrst með breyttu mataræði, aukinni hreyfingu og atferlismeðferðum fyrst áður en börnin eru sett á geðlyf. Ég þekki bara slæmu sögurnar og þær eru of margar, bara ein ný núna um daginn um dreng skúringarkonunnar í vinnunni. Þess vegna skrifa ég.
Jón Þór Ólafsson, 13.11.2007 kl. 20:39
Það sem mér finnst athugavert við rítalílækningar á börnum er sú hugsun að einstaklingurinn sé ruglaður en umhverfið fullkomið, og því sé rétt að stilla einstaklinginn af svo að hann passi. Ég afplánaði sjálfur 10 ára skólaskyldu og tala því af reynslu í þessum málum. Mér finnst ekkert skrítið að börn eigi erfitt með að sitja á rassgatinu og góna á eitthverja töflu allan daginn.
Ég veit ekki betur en að allar rannsóknir á þessum málum miðist við börn sem hírast í skólakerfinu og að árangurinn sé metinn út frá frammistöðu í því sama kerfi.
Kári Magnússon, 13.11.2007 kl. 20:51
Þetta var skemmtinleg rimma..hehe..og ég læraði af þessu.
En segðu mér hvað þú veist um það sem ég fann á öðru blogi um þessi mál:
Þetta er þess vert að rannsaka.
Jón Þór Ólafsson, 13.11.2007 kl. 22:03
Vil aðeins leggja orð í belg um geðlæknana og lyfjaávísanagleði þeirra eins og ég skil þig. Mín reynsla af barna- og unglingageðlæknum er held ég bara undantekningalaust þannig að þeir mæla með mörgum samverkandi þáttum. Ég starfa í skólageiranum og hef oft verið í tengslum við b-u.geðlækna vegna nemenda, þeir halda t.d. oft teymisfundi vegna ákveðinna barna yfir x langt tímabil og þá er ekkert verið að fjalla endilega um lyfjainntöku barnsins,- heldur einmitt þessa heildarhugsun í kringum barnið,- uppeldisaðferðir foreldranna ( þeir sitja fundina líka), agakerfi skólanna og í raun allt er skólann varðar,- félagsleg mál, námsleg mál, hvernig skólinn er að mæta þessum nemenda o.s.frv. Meira að segja rætt um svefnvenjur o.fl.
Áður en minn sonur var greindur með adhd og mótþróaþroskaröskun lét læknirinn okkur t.d. gera algjörlega nýtt plan með svefninn hjá stráksa,- gerðum svefnsúlurit og ég veit ekki hvað. Sá barna- og unglingageðlæknir sagði okkur foreldrunum að oft hefðu hegðunarvandamál leysts með réttum svefni,- það væri hans reynsla og við fórum ekki út í lyfjagjöf fyrr en að mjög vel athuguðu máli þegar ekkert annað gekk. Atferlismeðferðin gekk engan veginn fyrr en eftir að lyfjameðferð kom með. En ég vildi heldur ekki vera án atferlismeðferðarinnar !! Lyfin hefðu sjálfsagt ekki virkað heldur ein og sér. Við megum heldur ekki gleyma því að á bak við þessar umræður okkar er fullt af börnum, börnum sem þakka betra líf sitt lyfjum og atferlismeðferð ( og sjálfsagt e-hverju fleiru). Held það hafi ekki verið gaman fyrir 10 ára son minn að sjá forsíðuna á 24 stundum í dag. Hann hefur að vísu ekki rætt það við mig en ég þarf að setjast niður með honum á morgunn því ég veit hann sá þetta. Er verið að segja honum að það sé ímyndun í honum hvað honum ( þetta er nú meira honumið...) líði betur en áður en hann fór að taka concerta !! Að hann eigi auðveldara með að eignast vini og halda þeim, að hann komi ekki gargandi heim úr skólanum á svotil hverjum degi. Að hann geti eirt við langar bækur og notið þess að lesa þær,- að hann eigi gott samband við litlu systur sína, að hann missi ekki stjórn á sér og berji hvað sem fyrir verður þegar e-hvað smávægilegt ber í móti...að hann,- að hann....
( vá þetta var meiri ræðan,- sorrý en varð að koma þessu frá mér;)
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 13.11.2007 kl. 23:44
Takk fyrir þetta Jón Þór, gaman að sjá þessi myndbönd og mér finnst alltaf gaman þegar fólk setur spurningarmerki við þessar greiningar allar. Í fáfræði minni hélt ég að flestir væru hlynntir þessu.
Ég get sagt það að mín reynsla af börnum á geðlyfjum er sú að í þessum tilvikum hefði átt að líta inn á heimili barnanna, því þar er vandamálið. þetta er það sem ég hef persónulega séð. Á heimilunum ríkti mikill alkóhólismi og stjórnleysi og börnin voru vandamálið ekki umhverfið. En það má ekki tala um þetta, það má ekki tala á móti þessu, fólk vill ekki líta í eigin barm og sjá að það sé sjálft vandamálið og fá aðstoð við því.
Ég þakka guði fyrir að ég hafi verið fædd fyrir þetta greiningar æði, annars væri ég sjálfsagt að díla við það í dag.
jóna björg (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 08:35
Þórhildur. Takk kærlega fyrir þetta. Ég skil þau ykkar sem hafið reynt allt annað og farið varlega í lyfjagjöfina eruð sár yfir því að vera for-dæmd um að dópa börnin ykkar af vanrækslu. Nú veit ég ekki hverjir eru að gefa börnum rótsterk geðlyf sem þau þurfa ekki, en það er gert í skuggalega miklu mæli. Á öðru blogi segir Þórhildur Helga sem tekur börnum sem greind hafa verið ofvirk í vist í sveit á sumrin að 58% barnanna þurfa ekki lyfin í sveitinni.
Ég vona að þið ábyrgu og fróðu getið horfst í augu við það að alltof mörg heilbrigð börn eru greind ofvirk og gefið lyf sem þau þurfa ekki.
Ekki fordæma mig fyrir að benda á þetta, rannsakið það og ef rétt reynist vona ég að þið takið af skarið og stöðvið slíka misnotkun á þessum aðferðum sem reyst hafa ykkur vel.
Jóna Björg. Já þessi vísindi eru mjög skammt á veg kominn og það sem mér finnst verst er að margt heilbrigt fólk er greint ofvirkt, þunglynt, og hvað heita allar þessar svokölluðu geðbrenglanir og gefið rótsterk og stór hættuleg geðlyf. Vægast sagt ógeðslegt.
Jón Þór Ólafsson, 14.11.2007 kl. 09:38
Baldur. Ætli nýja lyfið sé ekki Concerta. Og þá komum við að nýjum lyfjum og lyfjafyrirtækjunum. Ef maður skoðar geðlyfja iðnaðinn sér maður fljótt að þessi iðnaður er gróðavel, til góðs og ills, sem veltir 12 földum íslenskum fjárlögum á ári eða 4560 milljörðum króna. Og eins og komið hafa upp efasemdir að framleiðendur Prozac leyndu gögum að aukan sjálfsmorðs tilhneigingu og ofbeldishneigð neytenda þá skal engan undra að svona gróðamaskínur hagræði niðurstöðum og feli til að græða.
Og til að skoða áhrif geðlyfjaiðnaðarsins á þessa grein, geðlækningar, og þá meðferð sem geðlæknar eru líklegir til að ráðleggja, horfum á þá staðreynd að ríkið niðurgreiðir geðlyf en ekki líkamsrækt sem vísindalega hefur verið sínt fram á að bætir geðheilsu fólks.
Jón Þór Ólafsson, 14.11.2007 kl. 10:06
Gróða business hefur sína kosti og galla, og er varhugaverður þegar kemur að heilsu fólks því þá hafa ákveðnir aðilar hagsmuni að því að fólk sé óheilbrigt, og að heilbrigt fólk sé meðhöndlað sem sjúklingar. Það er hættulegt að hafa gróðafyrirtæki með gríðarlega hagsmuna af því að fólk sé óheilbrigt sama hvað reglurnar eru strangar. Þetta er einföld hagsmunagreining sem ég skil nokkuð vel og ber að hafa í huga til að skilja stærra samhengi þessa máls.
Nei það ætti ekki að leggja lyfjafyrirtæki niður. En eins og með fangelsi, hergagnaframleiðslu og heilbrigðiskerfið í heild, finnst mér að enginn ætti að græða á samfélagsvandamálum sem skapa eftirspurn eftir þessum vörum og þjónustu. Gróðabusiness mun alltaf leita leiða til að skapa eftirspurn eftir sínum vörum og þjónustu. Líka siðlausra og ólöglegra leiða. Það er hættan.
Jón Þór Ólafsson, 14.11.2007 kl. 12:43
Ég horfði á myndina sem Jón Þór linkar á með greininni. Í ölum tilfellum um ADHD sem talað er um í myndinni byrja vandamálin í skóla og það sama virðist vera uppi á teningnum hér. Mér skilst líka að ADHD tilfelli séu sjaldgæf á leikskólum en svo byrji vandamálin þegar komið er í skólann.
Væri þá ekki rétt að leita orsakanna þar?
Mér finnst ekkert skrítið að börn eigi við einbeitingarskort að stríða og líði illa í skóla, ekki frekar en að maður sem situr í fangelsi sé þunglyndur.
Vandinn er sá að skólakerfið er svo heilagt að það þykir betra að gefa börnum sterk lyf frá vafasömum lyfjaframleiðendum en að taka þau úr skóla eða breyta skólakerfinu.
Að taka barn úr skóla yrði lagt að jöfnu við að skera af því annan fótinn því að það myndi takmarka möguleika þeirra í framtíðinni. Samt vitum við vel að listamenn, bissnessnenn, og snillingar eins og Einstein voru tossar í skóla.
P.S með orðinu "skóli" í þessu innslagi á ég við skólakerfið eins og við þekkjum það
Kári Magnússon, 14.11.2007 kl. 15:08
Ég vill árétta að ég geri mér grein fyrir að ADHD er til og er alverlegt. Mér sýnist bara að skólavist sé stór áhættuþáttur í að vera ranglega greindur með röskunina.
Kári Magnússon, 14.11.2007 kl. 15:13
Jón Þór,- ég sagði aldrei neitt um börnin í sveitinni heldur var það hún Ragna vinkona mín sem tekur börn í sveit sem setti þetta í athugasemdir á blogginu mínu,- ekki mín eigin orð, takk fyrir.
Þó svo að auðvitað skipti umhverfið þessi börn gríðarlegu miklu máli,- og Kári, já skólakerfið skiptir mjög miklu máli og þarf að taka þessum börnum eins og þau eru,- eins og öllum börnum og aðlaga starfið að þeim en ekki þau að skólastarfinu. Þessi börn hafa alltaf verið,- munið þið ekki eftir þeim frá ykkar skólagöngu,- villingarnir sem fengu enga aðstoð og var bara hent út úr tíma. Sem betur fer er þetta að breytast mjög mikið í dag og margir skólar farnir að líta til þessa stóra hóps,- hvort sem við köllum hann adhd eða börn með hegðunarörðugleika. Ég tel ekki að besta lausnin sé að taka þessi börn út,- heldur mæta þeim á þeirra forsendum. Reglur, rammi, fastur agi, vinna með þeim í því sem þau eru fær í og hafa hæfileika til. Fíflagangur getur orðið að atvinnu eins og Jón Gnarr hefur svo skemmtilega ( en þó sorglega) sagt frá. Ekki má gleyma að uppeldisaðferðir/kennsluaðferðir/umhverfi sem hentar þessum börnum hentar öllum börnum mjög vel. Sumir segja að uppeldisaðferðir/kennsluaðferðir/umhverfi sem sé lífsnauðsynlegt adhd-börnum sé mjög hollt öðrum börnum rétt eins og mataræðí sem sé lífsnauðsynlegt fyrir sykursjúk börn sem mjög hollt fyrir öll börn,
Meira hvað ég fer alltaf út í pistlana hér ;)
Góðar stundir.
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 14.11.2007 kl. 18:20
Ég sé þetta svona eins og kemur fram í söguni sem ég skrifaði í byrjun þessa árs sjá hér:
http://sirrycoach.blog.is/blog/sirrycoach/entry/359068/
og hér:
http://sirrycoach.blog.is/blog/sirrycoach/entry/237334/
Ég vil hvetja ykkur líka til að skoða reynslusögu þessarar móður um mataræði og ADHD sem kaus að nota ekki lyf:
http://sirrycoach.blog.is/blog/sirrycoach/entry/343183/
Sigríður Jónsdóttir, 14.11.2007 kl. 18:31
Verð að taka undir með Jón Þór og hans áhyggjum.
Fyrir hvern þann sem vill kynna sér aðeins uppgang geðlæknastéttarinnar er ÞETTA efni með mörgum merkilegum staðreyndum, sem gott er að lesa til að glöggva sig aðeins.
Georg P Sveinbjörnsson, 15.11.2007 kl. 00:09
Takk fyrir svörin Baldur, ég geri mér að sjálfsögðu grein fyrir ýmsum breytingum sem hafa orðið síðan 1983, og því miður þá er það sem Jóhannes varar við í þessari bók og þó sérstaklega Falið Vald, að koma betur og betur í ljós með hverju árinu og ég haft annað augað á athöfnum þessara gaura og sumra afkomenda þeirra síðan á áttunda ártatugnum, bara til að sjá skýrar og skýrar hvernig Þessir menn voru bara rétt að byrja þarna og ekki séð fyrir endan á því hvað langt það veldi sem þeir þarna lögðu grunninn að á eftir að komast. Og enginn skyldi fara í grafgötur með það að lækna sjúkdóma endanlega er ekki stóra marmiðið þó að hinn almenni starfsmaður fyrirtækjanna haldi það og flestallir sem grípa skyndilausnir fegins hendi, þó að vissulega geti þær verið það eina í stöðunni og mörg lyf eru svo sannarlega gríðalega mikilvæg, en stór haugur drasl og verri en ekki og halda stundum fólki frá gagnlegri meðölum. Vissuð þið að áætlað er að 40% allra lyfja endi í klósettinu eða renna út og er hent eða fargað?
Ég þekki geðsjúkdóma vel, móðir mín er manic/depressive og sambýliskonan með geðklofa, en ADHD þekki ég ekki persónulega, aðeins lesið töluvert um það og skoðað skiptar skoðanir lærðra sem leikra á málinu án þess að kafa djúpt í það, hinir sjúkdómarnir standa mér nær...en það er löng saga og frekar leiðinleg, samt rétt að taka fram þó að ég viti að einstök tilfelli segja ekki mikið að eftir mikið lyfjarugl fannst heppilegt lyf sem virkaði fyrir sambýliskonuna, Seroquel sem gerði kragtaverk fyrir hana og hún hefur ekki þurft að leggjast inn á geðdeild í 6 ár þar sem hún hafði þurft að vera meira og minna þrjú ár á undan...en það breytir ekki þeirri skoðun minni að sjúkdómar eru gríðarleg gróðalind sem eigendur stærstu lyfjarisana vilja ekki fyrir nokkurn mun að hætti að mala þeim gull...sporin hræða verulega.
Georg P Sveinbjörnsson, 16.11.2007 kl. 05:41
Þakka ykkur öllum kærlega fyrir líflega og málefnalega umræðu
Já það var víst hún Ragna Popparadóttir sem skrifaði þetta Þórhildur Helga. Afsakið :) En , ef barnið er heilbrigt og hamingusamt án lyfja í heilbrigðu umhverfi en virkt og ómögulegt annars, hvernig er hægt að segja að barnið sé sjúkt? Er það ekki ljóst að það er umhverfi barnsins sem er óheilsusamlegt?
Ef hef ég þá sjúkdóm inn í mér sem orsakast af efnabrenglun í heilanum eða eru það þessar ytri aðstæður sem valda brenglun á efnabúskapinum í heilanum á mér?
Ég held ég hafi enga innri eðlisgall í taugakerfinu þótt það gerir mig þunglyndan þegar ég neyðist til að umgangast stressað og dómhart fólk dag eftir dag. Taugakerfið mitt bregst bara við umhverfinu eins og það var hannað til að gera. Neikvætt mannlegt umhverfi hefur neikvæð áhrif á sálarlíf heilbrigðs fólks og það hefur verið eitt helsta umfjöllunarefni í ritum manna frá því við lærðum að skrifa.
Það er heilbrigt taugakerfi sem gerir mann þungan þegar maður neyðist til að umgangast m.a. stressað og dómhart fólk dag eftir dag. Ef ég gæti valið myndi ég vilja upplifa hugarró við allar kringumstæður og það hefur verið leit mannsins frá upphafi. En að verða þungur í þrúgandi umhverfi er heilbrigt.
Það þarf að skoða skaðsemi þessa Prússneska skólakerfis sem við höfum á Íslandi í dag eins og Kári bendir á. Skoðið það hér.
Og hér eru Fimm vísbendingar að barnið þitt þurfi nýtt menntaumhverfi.
Takk Sigríður ég ætla að skoða þetta. Frábært!!!
Georg og Baldur. Alltaf flottir!
Jón Þór Ólafsson, 16.11.2007 kl. 12:37
Ef að ég væri unglingur í dag hefði verið reynt að koma mér á Rítalín þar sem ég var alltaf að springa úr orku og gat illa setið kyrr eða auðum höndum. Ég þakka mikið fyrir það að ég skyldi ekki skemmdur með þessu eiturlyfi, heldur fékk alla þá útrás sem ég þurfti í sveitinn þar sem ég ólst upp og fólkið var það víðsýnt og skyldi að ég var einfaldlega sélega orkumikill og þyrfti mikla útrás og þá var ekki mikið vandmál að hafa mig góðan í skólastofu ef að ég fékk hana. Ég má ekki til þess hugsa hvernig ástandið væri á mér í dag ef að mér hefði verið haldið niðri með lyfjum í staðinn fyrir að heilbrigða útrás fyrir alla orkuna í æsku.
Georg P Sveinbjörnsson, 16.11.2007 kl. 17:22
Baldur. Ef barnið er heilbrigt og hamingjusamt án lyfja í umhverfi eins eðlilegu manninum og sveit þá er barnið heilbrigt.
Til að skilja viðskiptalífið og stjórnmál þarf að skoða hverjir séu á leynilegan hátt að koma sér saman um að vinna að sínum hagsmunum á kostnað annarra. Í viðskiptum heitir þetta m.a. "samráð" og hefur kostað okkur neytendur gríðarlegar fjárhæðir. Í pólitík heitir þetta "samsæri" en það hugtak má líka nota um aðferðir stórfyrirtækja gegn almenningi. Dæmin eru mýmörg þar sem stórfyrirtæki setja líf almenningis í hættu fyrir gróða, það vitum við báðir. Þegar stórir hagsmunir liggja við þarf upplýst umræða að varpa fram hugsanlegum kenningum um hvort og þá hverjir gætu hugsanlega verið að stunda samsæri gegn almenningi.
En hér þurfum við ekki að skoða samsæriskenningar því í Bandaríkjunum er það lögbundin skylda stjórnenda að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að auka hagnað fyrirtækja sinna, svo framarlega sem það er löglegt. Það þarf ekki að vera siðlegt. Svo ef stjórnandi getur aukið hagnað með því að stækka markað fyrirtækisins þá er hann lagalega skuldbundinn til þess, þrátt fyrir að það stækki heildarfjölda neytenda sem ekki raunverulega þurfa lyfin.
Þess vegna er hættulegt heilsu manna og samfélagsins þegar gróðafyrirtæki hafa gríðarlega hagsmuna af því að fólk sé óheilbrigt sama hvað reglurnar eru strangar. Það má alltaf finna leiðir framhjá reglunum þó þær séu ekki brotnar.
Jón Þór Ólafsson, 19.11.2007 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.