Þú ert það sem þú borðar.
13.11.2007 | 10:37
Ég veit að sykurneysla hjá mörgum veldur alvarlegum athyglisbrest. Þegar ég hætta að mestu leiti að borða sykur fyrir 11 árum varð ég allt annar.
Svo sá ég grein í Fréttablaðinu fyrir nokkru um nokkur E-efni sem eru í matvælum og sælgæti sem valda óróleika í fullorðnum og ofvirkni í börnum. Þetta voru um sex efni, m.a. E-211 sem er rotvarnarefn og finnst meira að segja í sumu sódavatni hér á landi.
Breytt mataræði hefur ótrúleg áhrif. Til að byrja með skydi forðast sykur og auka efni (m.a. E-efni) og borða sem ferskast og sem fjölbreyttast. Þetta tekur tíma, en heilbrigði og hamingja barnanna okkar er að veði.
Þessi síða hefur gjörbreytt mínum matarvenjum: mercola.com. Ég mæli með að skrá sig á póstlistann og fá sendar greinar og video sem hægt og rólega breyta matarvenjum þínum.
Segja lyfjagjöf við ofvirkni gagnslausa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:18 | Facebook
Athugasemdir
Ég get alveg fullyrt það að foreldrar sem þurfa að taka þá ákvörðun að gefa börnunum sínum lyf, eru ekki með það að markmiði að gera þau að Rítalín-fíklum. Það gera þetta flestir að vel hugsuðu máli, og þegar þau sjá enga aðra leið.
Þekki þetta sjálf,,og þetta var ein af þessum mjög erfiðu ákvörðunum sem ég hef þurft að taka um æfina.
Í dag veit ég sem betur fer meira og upplýsingarnar eru miklu auðfengnari, og er að vinna í því að breyta mataræði hjá okkur báðum (mér og syni mínum), með hjálp góðs hóps kvenna, sem eru í sömu stöðu og ég.
En að heyra fólk segja (skrifa) svona eins og þú,,það særir, þannig að ef það var markmiðið hjá þér,,þá tókst það.
Lifðu heill.
Ásgerður , 13.11.2007 kl. 11:54
Þetta er rétt hjá þér Ásgerður. Þetta var tillitslaust af mér. Ég skal breyta tilmælim mínum í bloginu og í framtíðinni.
Takk kærlega fyrir ábendinguna!
Jón Þór Ólafsson, 13.11.2007 kl. 12:18
Mér viðrist að hegðun sem leiðir til ADHD greiningar byrji oftast í skóla. Mér skilst líka að ADHD tilfelli séu sjaldgæf á leikskólum en svo byrji vandamálin þegar komið er í skólann.
Væri þá ekki rétt að leita orsakanna þar?
Mér finnst ekkert skrítið að börn eigi við einbeitingarskort að stríða og líði illa í skóla, ekki frekar en að maður sem situr í fangelsi sé þunglyndur.
Vandinn er sá að skólakerfið er svo heilagt að það þykir betra að gefa börnum sterk lyf frá vafasömum lyfjaframleiðendum en að taka þau úr skóla eða breyta skólakerfinu.
Að taka barn úr skóla yrði lagt að jöfnu við að skera af því annan fótinn því að það myndi takmarka möguleika þeirra í framtíðinni. Samt vitum við vel að listamenn, bissnessnenn, og snillingar eins og Einstein voru tossar í skóla.
Ég vill árétta að ég geri mér grein fyrir að ADHD er til og er alverlegt. Mér sýnist bara að skólavist sé stór áhættuþáttur í að vera ranglega greindur með röskunina.
P.S með orðinu "skóli" í þessu innslagi á ég við skólakerfið eins og við þekkjum það.
Sjá umræðu hér
Kári Magnússon, 14.11.2007 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.