Faðir kapítalismans var Samsæriskenninga Klikkhaus

Don't criticiseÞað er ómögulegt að skilja viðskiptalífið, alþjóða stjórnmál og stjórnmál yfirleitt, án þess að skoða hverjir séu á leynilegan hátt að koma sér saman um að vinna að sínum hagsmunum á kostnað annarra. Í viðskiptum heitir þetta "samráð" og hefur kostað okkur neytendur gríðarlegar fjárhæðir. Í pólitík heitir þetta "samsæri" og er stórmerkilegt hugtak.

Er það ekki merkilegt að í dag er fólk hrætt við að tala um hvernig valdamiklir aðilar gætu verið að eiga samráð um að hagnast á kostnað annarra? Faðir kapítalismans, Adam Smith, var alls óhræddur við að benda á þetta í ritverki sínu Auðlegð Þjóðanna:

"Allt fyrir okkur, og ekkert fyrir annað fólk, virðist, á hverri öld heimsins hafa verið hin ógeðfelda regla valdhafa mankyns (the masters of mankind)." Bók I, kafli IX. og "Hver sem ímyndar sér að valdhafar (masters) koma sér sjaldan saman um hlutina er eins fáfróður um heiminn og um umræðuefnið." Bók I, kafli VIII.

Orðið samsæriskenning hefur svo sterk áhrif á fólk í dag að það stöðvar sig jafnvel í að hugsa að valdamenn gætu átt samráð um sína hagsmuni á kostnað annarra. Svona sjálfsritskoðun kallaði George Orwell "Crimestop" í bók sinni 1984:

Crimestop er það þegar hugurinn býr til blindan blett og losar sig sjálfkrafa við hugsanir sem eru óæskilegar fyrir valdhafa.

Auðvitað fremja valdhafar samsæri og það er heilbrigð og ábyrg hegðun allra borgara sem annt er um samfélag sitt að rannsaka og ræða um hvaða valdhafar hafi hugsanlega átt samráð um sína hagsmuni á kostnað borgaranna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir kommentið. :) 

Gaman að minna á það að Adam Smith lét einnig þau orð falla að sjaldan kæmu atvinnurekendur úr sömu atvinnugrein saman, jafnvel þótt að það ætti að heita til afþreyingar eða skemmtunar, án þess að samtalið endaði í samsæri gegn almenningi eða ráðagerðum um að hækka verð. :)

Birgir Örn Birgisson (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 10:58

2 identicon

Góðir punktar hjá þér, Hollywood (holly - wood er viðurinn sem notaður er í svona hókus-pókus prik) og fjölmiðlar hafa gert þá sem tala um samsæri hlægilega, en þeir hlægilegu eru þeir sem kunna að lesa, hafa möguleika á að mennta sig, ....

... en nota þessa gjöf til að lesa um nærbuxur Paris Hilton, íþróttir eða annað álíka tilgangslaust.

Bush: "Let us never tolerate outrageous conspiracy theories"

Gullvagninn: "Við eigum aldrei að þola ógeðsleg samsæri gegn almenningi"

Gullvagninn (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 11:18

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Adam Smith var í besta falli ráðvilltur hagfræðingur, en hann hafði samt rétt fyrir sér með að vitaskuld kíkja viðskiptamenn á þau kaup og kjör sem aðrir bjóða og haga seglum eftir vindi, jafnvel með því að tala saman.

Goðsögnin um hið alvitra ríkisvald sem þekkir "rétt verð" og "rétt samskipti" og getur notað alvitneskju sína til að "stuðla að samkeppni" er hins vegar enn ein arfavitleysan sem fæddist á uppgangstímum sameignarsinna í kringum heimsstyrjaldirnar tvær og hefur ekki dáið enn þrátt fyrir gríðarlegan skort á sönnunum þess að samkeppni aukist í skjóli öflugs verðlagseftirlits (nú kallað samkeppniseftirlit) miðað við það sem áður var. Þvert á móti.

Geir Ágústsson, 5.11.2007 kl. 12:10

4 Smámynd: Alfreð Símonarson

Vá, maður er heldur betur farinn að lykta af morgunnkafinu hérna á moggablogginu. Flott grein og þú ert nú bara nokkuð góður penni

Alfreð Símonarson, 5.11.2007 kl. 12:39

5 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Takk fyrir commentin strákar.

Birgir. Ég var einmitt að leita að þessari tilvitnun í Adam Smith. Manstu nákvæmlega hvar þetta stóð? Flott innlegg!

Gullvagninn.  Mikið er ég sammála: "Við eigum aldrei að þola ógeðsleg samsæri gegn almenningi." Ég ætla að nota þetta quote. Er það eftir þig?

Geir. Hann er auðvitað ekki bara að tala um viðskiptamenn þegar hann talar um Masters of mankind. Innan þess hóps falla allir valdhafar.  Og hver er að tala um alvitneskju ríkisvaldsins til að stuðla að samkeppni. Við vitum að undirboð Flugleiða á ferðum til London og Köben knúði eigendur Iceland Express til að selja reskturinn í hendur eiganda Icelandair. Með svona vitneskju er hægt að setja reglur til að stöðva undirboð og verda samkeppni. Eða hvað?

Alfreð. Takk fyrir hólið og fyrir að vekja fólk af svefninum.

Jón Þór Ólafsson, 5.11.2007 kl. 15:16

6 Smámynd: Kári Magnússon

Ég held að þetta sé líka tilfinningalegt atriði fyrir fólki. Það vill ekki trúa því að valdamenn fremji samsæri gegn almenningi.

Margir virðast líka trúa því að heimurinn sé eins og í ævintýri fyrir börn, það er að segja að góði kallinn og vondi kallinn takist á. Fólk ver svo þessa heimssýn með því að hafna rökstuddum fullyrðingum sem ganga gegn þessar trú. Hugtök eins og samsæriskenning eru mjög hjálpleg til þess.

Eitthver góður maður sagði eitt sinn: "aldrei trúa neinu fyrr en því hefur verið opinberlega neitað" 

Kári Magnússon, 5.11.2007 kl. 16:27

7 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Er sammála Kára að tilfinningar fólks spili líka inní. Mörgum er illa við að það sé verið að hrófla við þeirri heimsmynd sem það er búið að koma sér upp og afneitun á óþægilegum staðreyndum regla frekar en undantekning ef fólk fæst þá til að líta á gögnin yfirleitt. 

Sjálfur áttaði ég mig á þessum hlutum strax 1981 eftir að hafa unnið það sumarið með Jóhannesi Birni, höfundi bókarinnar Falið Vald sem þá var nýútkominn. Sá í hendi mér eftir lesturinn að líklega væri þetta meira og minna réttar upplýsingar sem koma þar fram og hef haft það í huga alla tíð síðan og aðeins styrkst í þeirri trú með árunum og alltaf eru meiri upplýsingar að koma fram sem renna stoðum undir það. Gott þó að vita að sífelt fleiri eru að vakna af værum blundi.

Georg P Sveinbjörnsson, 5.11.2007 kl. 18:09

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Jón,

Ég lýsi hér með eftir skjalfestingu á því að verðlagsstjórnun ríkisvaldsins (í dag: samkeppniseftirlit sem skiptir sér af verðlagi í nafni samkeppni) bæti hag neytandans þegar til lengri tíma er litið. Hef sjálfur leitað að slíkri skjalfestingu en ekki fundið eina örðu.

Geir Ágústsson, 5.11.2007 kl. 19:30

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Frábær pistil hjá þér Jón Þór..

Ég held að stór hluti heimsins gangi í svefni og vilji sem minst vita hverjir stórni pólitískum leikbrúðum á bak við tjöldin. Flestir kjósa að leita ekki lengra en nefið nær og trúa í blindni á poltískan sýndarveruleikan. Leynimakk hjartað í eðli valdsins og í raun sinn hátt eðlilegt eins og dæmi Björns Inga sem kaus að ganga til liðs við félagshyggjuöflin til að tryggja sínum flokki valdastöðu í borginni. 

Brynjar Jóhannsson, 5.11.2007 kl. 20:02

10 identicon

Fólk sem stundar sömu atvinnugrein fer sjaldan hvert á annars fund, jafnvel sér til skemmtunar og afþreyingar, svo að samræður þess endi ekki í samsæri gegn almenningi eða einhverju ráðabruggi að hækka verð. Ógerlegt er að koma í veg fyrir slíka fundi með neinum lögum sem unnt væri að framfylgja eða samrýma frelsi og réttlæti. En þótt lögin geti ekki hindrað fólk úr sömu grein í því að safnast stundum saman, ættu þau ekki að auðvelda slík fundahöld og enn síður að gera þau nauðsynleg.

Svona er textinn nákvæmlega, þetta má ábyggilega finna einhverstaðar á netinu eða á næsta bókasafni.

Birgir Örn Birgisson (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 23:21

11 Smámynd: halkatla

halkatla, 6.11.2007 kl. 09:46

12 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Kári. Já þetta hefur mikið að gera með tilfinningar fólks. Það hefur byggt sína hugarró á ákveðnum hugmyndum um heiminn svo það býr sjálfkrafa til blindan blett til að sjá ekki neitt sem getur haggað þeirri heimsmynd og rænt það hugarrónni.

Georg. Þú ert búinn að vera lengi að. Hvernig kemstu hjá því að brenna út? :). Það eru allir að tala um Falið Vald, ég þarf að kíkja á hana. Er hún til á tölvutæku formi eða bara á bókasafninu?

Ólafur. Já skuldsettur launaþræll hefur ekki tíma og orku í að vernda frelsi sitt. Er þetta ekki nýtt lénsveldi?

Geir. já það er áhugavert. Hvað segir þú um það Birgir.

Brynjar. Eins og þú segir er þetta mjög eðlilegt. Hinn aldagamli "leikur", Pólitík, að beita áhrifum sínum til að ná og halda völdum yfir öðrum, hefur verið leikinn frá upphafi.

Birgir. Takk fyrir tilvitnunina. Getur þú svarað Geir?

Anna. Hókus Pókus - Er þetta svona Holly Wood prik sem Gullvagninn talaði um?

Jón Þór Ólafsson, 6.11.2007 kl. 10:15

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það ætti að skylda verslunareigendur til að birta helstu niðurstöðutölur úr ársreikningum opinberlega, vörukaup, vörusölu, laun og aðra kostnaðarliði. Þannig væri hægt að sjá hver álagningin er á vörurnar.

Theódór Norðkvist, 7.11.2007 kl. 14:45

14 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Hef svo sem ekki verið með þessi mál neitt á heilanum þó hugleykin séu. En vissulega hef ég reynt öðru hverju að benda fólki á þessa mikilvægu bók og hinar bækur Jóhannesar, hef fengið marga til að kynna sér allavegana málið og dæma fyrir sjálfan sig, hvað sem svo fólk síðan gerir með það.

Líklega er ég ekki útbrunninn vegna sérlega mikils jafnaðargeðs og frekar léttrar lundar...sem er nú kannski ekki það fyrsta sem fólki sem rekst inn á bloggið mitt fær á tilfinninguna...en ég hef fengið aukinn áhuga á þessum málum aftur eftir að ég gerðist moggabloggari og sé sífellt fleiri sem eru með meðvitund og eru að hugsa sjálfstætt. En ansi oft hef ég lítið uppskorið í gegnum tíðina annað en skammir og reiði firir að vera að hræra í fólki og hræða.

Falið Vald og hinar bækur Jóhannesar eru í tölvutæku formi á vefnum VALD.ORG, Skákað í skjóli Hitlers er ekki síður athyglisverð.

Georg P Sveinbjörnsson, 8.11.2007 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband