Svona gætum við endað okrið á matvöru

Gróðasjónarmið í rekstri matvöruverslanna á litla íslenska fákeppnis-markaðinum er ávísun á okur. Þegar markmið fyrirtækisins er að græða sem mest gera stjórnendur það sem þeir geta til að græða.

ódýr matvaraVæri ekki hægt að koma á laggirnar matvörubúð sem væri ekki rekin með gróðasjónarmiðinu (Not for Profit) og hefði einungis það markmið að selja neytendum alltaf matvöru á sem lægsta verði mögulegt? Stjórnendur yrðu verðlaunaðir fyrir lægra vöruverð og hagnaðurinn færi í að opna nýjar búðir og verja sig fyrir ólöglegu undirboði stóru matvörukeðjanna (því Samkeppniseftirlitið er svo svifaseint).

Fyrsta búðin gæti verið með endinga góðar vörur eins og instant kaffi, dósamat og þess háttar. Það þarf bara að finna leið til að fjármagna fyrstu verslunina. Er ekki einhver velviljaður auðmaður eða uppgjafar smábúðareigandi sem myndi vilja eiga stað í íslensku þjóðarsálinni fyrir að gefa íslenskum fjölskyldum mestu kjarabótina í upphafi 21stu aldarinnar? Og svo gerir náttúrulega margt smátt eitt stórt!

Endilega komið með hugmyndir og ræðið þetta við fólkið í kringum ykkur. Nú er komið nóg af Okrinu! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega hvenær koma búðirnar með Not for Profit á markaðinn ? 

Takk fyrir ljóðin á síðunni ;)

Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 17:24

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hjördís, um leið og einhver lætur verk fylgja væli.

Geir Ágústsson, 3.11.2007 kl. 19:54

3 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Hehehe...vissulega Geir. Skemmtinlega hrokafullur punktur

Ert þú ekki orðinn þreyttur á okrinu? Og sem frjálshyggjumaður ertu þá ekki hlynntur hvaða rekstararfyrikomulagi sem fólk ákveður sjálf að nota?

Jón Þór Ólafsson, 4.11.2007 kl. 12:56

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Jón Þór, já við báðum punktum. Það sem vantar hins vegar í staðinn fyrir gróðahvatninguna er einhver önnur hvatning. Hver á sú að vera? Já og þegar gróðinn er skorinn af verðmiðanum hvar kemur þá fjárhagslegt rými til að útvíkka starfsemina? Eða er verið að tala um að lækka ávöxtunarkröfuna en ekki fjarlægja?

Hagnaður Bónusar af matvöruverslun er í besta falli hverfandi og hagnaður Baugs er alls ekki borinn uppi af matvöruverslun. Ég held að menn ættu að líta á aðrar leiðir, t.d. afnám allra skatta á fyrirtæki og varning. 

Geir Ágústsson, 4.11.2007 kl. 17:25

5 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Verslunin mun vissulega vera rekin með hagnaði eða gróða og starfsmenn munu fá borguð laun, en þar sem start capitalið gæti komið frá einstaklingum sem vilja frekar verja hluta peninganna sinna í gott málefni en að fá af þeim fjárhagslegan gróða getur gróði verslunarinnar farið óskiptur í að stækka reksturinn.

Ég styrki Amnesty um 1100kr mánaðarlega því ég tel mig græða á því að verja mannréttindi annarra. Það er annar hvati en fjárgróðahvatinn. Er það ekki? 



Jón Þór Ólafsson, 4.11.2007 kl. 18:31

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Vissulega, og finnir þú duglegan viðskiptamann sem vill eyða tíma sínum og orku í fyrirtæki sem á ekki að skila gróða í hefðbundnum skilningi þá er þér í lófa lagt að kasta peningum á eftir honum. Ekki dettur mér í hug að reyna stöðva þau viðskipti enda frjáls með öllu.

Ef þetta yrði til þess að verslunin gæti boðið lægra verð en aðrar þá munu viðskiptavinir troðast í hana til að kaupa heilu kerrurnar af matvælum. 

Geir Ágústsson, 4.11.2007 kl. 21:37

7 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Viðskiptamaðurinn mun ekki vera að eyða tíma sínum og orku enda mun hann fá góð laun fyrir vinnu sína, svo og aðrir starfsmenn. En til að borga þau í fyrstu þarf að höfða til fólks sem er að leita eftir öðru en fjárgróða fyrir framlag sitt eins og ég bendi á í greininni.

Það þarf bara fjármagn og kláran viðskiptamann til að fá boltan til að rúlla og um leið og verslunin stendur undir sér heldur boltinn afram að rúlla.

Jón Þór Ólafsson, 4.11.2007 kl. 22:57

8 Smámynd: Halla Rut

Ég skal vera með í þessu verkefni, ekki málið.  Við fáum lán í banka setjum hugmyndina fyrir alla banka og opinberum þegar og ef þeir segja NEI.

Halla Rut , 5.11.2007 kl. 21:17

9 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Halla. Hehe...Líkurnar flíkurnar að bankarnir styrki verkefni sem miðar að því að sniðganga gróðasjónarmiðið og vera óháð utan að komandi fjármagni. En kannski er auðmaður sem vill heldur gefa íslensku þjóðinni þessa gjöf en að taka auðinn með í gröfina, eða kannski væri hægt að stofna félagasamtök í kringum þessa hugmynd og safna hægt og rólega svona 20 millum til að starta.

Jón Þór Ólafsson, 6.11.2007 kl. 11:11

10 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Álfhildur. Takk fyrir. ég þarf að gera tenginguna skýrari við blaðagreinnina...en þetta mun leggjast ofan á okrið og verður bókað notað sem rettlæting á meira okri

Jón Þór Ólafsson, 7.11.2007 kl. 09:45

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það á að skylda verslunareigendur til að birta opinberlega niðurstöðutölur úr rekstrarreikningum, vörukaup, vörusölu, laun og aðra kostnaðarliði. Þannig væri hægt að sjá hvort álagningin væri hófleg.

Theódór Norðkvist, 7.11.2007 kl. 15:10

12 Smámynd: Villi Asgeirsson

Var það ekki þannig sem Bónus byrjaði? Ekki kannski not-for-frofit, en restin hljómar kunnuglega.

Villi Asgeirsson, 7.11.2007 kl. 19:00

13 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Theódór: Það væri ein leið. Önnur væri að bjóða neytendum upp á valmöguleikann að versla í verslun sem ég er að nefna og sniðganga okrarana.

Villi: Jú gott ef ekki. En svo fór gróðavonin sem vissulega sat líka við stýrið að einoka það. Svo best er hleypa þeim hvata ekki nálægt stýrinu, þó hann sé góður drifkraftur útaf fyrir sig.

Jón Þór Ólafsson, 8.11.2007 kl. 16:48

14 Smámynd: Geir Ágústsson

Vegna færslu 12. nóv. 2007:

Ég veit ekki hvaðan þú hefur þær upplýsingar að hagnaður af matvöruverslun sé svona mikill að orðið "okur" skýtur upp kollinum aftur og aftur, en ég mundi gjarnan vilja einhverja sönnun á því áður en ég hugleiði að fara út í þessa að-því-er-virðist arðbæru grein! Já, til að græða vissulega, en bara aðeins minna en keppinautarnir og krækja í markaðshlutdeild.

Fyrir einhverjum árum minnir mig að ég hafi séð að velta Bónusar var í kringum 13 milljarða en hagnaðurinn hljóp bara á örfáum tugum, sem sagt langt undir því að kallast eðlileg ávöxtunarkrafa. Þú hefur sennilega nýrri gögn undir höndum?

Þú nefndir í punkti 2 að láta skattgreiðendur niðurgreiða starfsemi matvöruverslunar sem þeim er síðan sagt að sé sérlega hagkvæm fyrir innkaupakörfuna. Eitthvað lýst mér illa á það! Er ekki verið að reyna fækka verkefnum og stjórnarsetum stjórnmálamanna en ekki fjölga?

Geir Ágústsson, 12.11.2007 kl. 17:41

15 identicon

Not for profit verslanir eru þá kaupfélög, sparisjóðir eða bara hreinlega ríkisverslanir, samanber átvr.

Allt getur þetta gengið vel, meðan stjórnendur hafa markmiðin á hreinu, það er, að fólkið sem á verslanirnar / stofnanir (almenningur) njóti góðs af rekstrinum með lágum verðum, markmiðið er ekki að safna gullhaug.

Allt getur þetta spillst og orðið jafn rotið og fákeppni og einokunarverslanir, samanber sparisjóðir og orkuveitur. 

Finnst að við eigum að byrja á að leiðrétta stefnu þeirra not-for-profit stofnana sem við nú þegar höfum, sanna kenninguna með því að banka uppá hjá orkuveitunni og segja - við óskum eftir því að kaupa rafmagn og hita á lægra verði heldur en hjá þeim sem framleiða þetta með kjarnorku eða kolum

Gullvagninn (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 23:08

16 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Geir. Þótt ég geti ekki sannað okur þá veit ég að það er lítið mál að fela hagnað í stórfyrirtæki eins og Bónus á löglegan hátt. Og ég hef verslað í nágranna löndunum. Og ég hef hlustað á virta hagfræðinga tala um okur á matvörumarkaði á Íslandi. Það bendir sterklega til þess að okrað sé á matvöru á íslandi.

Skattgreiðendur greiða atvinnusköpunarstyrki sem ríkið úthlutar. Ef ríkið myndi veita startfé í gegnum atvinnusköpunarsjóð í þetta verkefni svo það gæti þar eftir staðið undir sér og skapað störf finnst mér það fínnt mál.

Gullvagninn. Góðir punktar.  Þetta væri frábært að gera samhliða.

Jón Þór Ólafsson, 13.11.2007 kl. 14:52

17 Smámynd: Geir Ágústsson

Jón Þór,

"Sterkar vísbendingar" um okur = einhver stormar inn á markaðinn og reynir að krækja í sneið af honum, að því gefnu að aðrir markaðir bjóði ekki upp á betri ávöxtunarkröfu, eða að viðkomandi geti séð á eftir ávöxtunarkröfu (jafnvel núllað hana, sé hann nógu efnaður að eigin mati) en samt haldið velli. 

Skattgreiðendur eru alltaf að "skapa störf", t.d. með því að eyða launum sínum sjálfir í þjónustu og varning sem einhver sannfærir þá um að sé eyðslunnar virði að greiða fyrir. Það að láta kjörna stjórnmálamenn um að taka slíkar ákvarðanir á reikning annarra og án hættu á tapi á eigin fé er bara til að láta störf verða til sem enginn kærði sig sjálfviljugur um að standa undir (nema auðvitað þriðji aðilinn; stjórnmálamaðurinn, og skíbentar sem fíla hann).

Eða skiptir þetta með að vilja eitthvað sjálfur minna máli en að ákveðin störf í ákveðnum greinum sem þú hefur tilfinningar til verði til? 

Geir Ágústsson, 13.11.2007 kl. 20:15

18 Smámynd: Geir Ágústsson

Úff, það tekur á að verja vasa sína fyrir stjórnmálamönnum sem sigað er á mann til að fjármagna eigin viðskiptatækifæri.

Geir Ágústsson, 13.11.2007 kl. 20:17

19 Smámynd: Geir Ágústsson

...viðskiptahugmyndir, átti þetta að vera. Um tækifærin er ekkert hægt að segja ef ófrjálsu skattfé er blandað saman við óreynda draumóra um hagkvæman/arðbæran/sjálfbæran rekstur.

Geir Ágústsson, 13.11.2007 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband