Að njóta augnabliksins.

Hvert erum við eiginlega að drífa okkur? Er grasið virkilega grænna hinum megin? Erum við kannski orðin svo vön því að flýta okkur að þegar við loksins komumst yfir á hinn bakkann getum við ekki setið kyrr í grasinu og notið augnabliksins?

Hér eru tvær útgáfur af ljóði sem lýsir sömu aðstæðum.

orchard2

Sitjandi hljóður
án strits.
Vorið er komið
og grasið grær af sjálfu sér.
 - Gamalt Taóískt ljóð

Ég sat um daginn
og hafði ekkert að gera.
Ég sá að vorið væri brátt búið
og ég þyrfti fljótlega að slá grasið.
 - Nútíma Tímafókusar ljóð -

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband