Að njóta augnabliksins.
28.10.2007 | 15:24
Hvert erum við eiginlega að drífa okkur? Er grasið virkilega grænna hinum megin? Erum við kannski orðin svo vön því að flýta okkur að þegar við loksins komumst yfir á hinn bakkann getum við ekki setið kyrr í grasinu og notið augnabliksins?
Hér eru tvær útgáfur af ljóði sem lýsir sömu aðstæðum.
Sitjandi hljóður
án strits.
Vorið er komið
og grasið grær af sjálfu sér.
- Gamalt Taóískt ljóð -
Ég sat um daginn
og hafði ekkert að gera.
Ég sá að vorið væri brátt búið
og ég þyrfti fljótlega að slá grasið.
- Nútíma Tímafókusar ljóð -
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.