Lærdómsmenning skref 2: "Hvað viljum við?"

- Að finna sameiginlega sýn og hagsmuni -

Taka höndum saman -

 Að hafa skýra sýn á framtíð sem við viljum skapa gefur okkur stefnu, orku og úthald til að framkvæma. En hvernig vekjum við áhuga annarra á því að taka þátt?

Það er auðveldara en þig grunar:

1. Byrjaðu að komast að því hvernig framtíð aðrir vilja skapa sér með því að spyrja þá spurninganna úr skrefi 1 og hlusta vel!

2. Deildu svo með þeim myndum af framtíðinni sem þú vilt geta skapað.

3. Skoðaðu með þeim hvernig þessar sýnir ykkar fara saman.

Við að finna sameiginlega sýn sér fólk sameiginlega hagsmuni af því að byggja hvort annað upp og hjálpast við að skapa sér framtíð. Sameiginleg framtíðarsýn vekur samkennd sem eykur samheldni og skapar traust. Slíkt andrúmsloft er hlaðið sköpunargleði og velvilja, og ótrúlegt hvað fólk getur skapað saman í slíku umhverfi. 

Ég vill lifa í svona samfélagi og er því byrjaður að hjálpa fólki að finna hvað það raunverulega vill og deila með þeim minni framtíðarsýn. Það magnaða er að síðan ég byrjaði að spyrja fólk spurninganna í skrefi 1, hafa allir í kjarnann sömu þrá, að lifa sátt og starfa í samfélagi við velviljað fólk. Þetta eru skrefin til að skapa slíkt sam-félag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband