Upphaf Lærdómsstjórnunar

Lærdómsstjórnun sem sérstakt svið þekkingar verður til sem svar við áskorun, sem Peter Drucker faðir nútíma stjórnunarfræða kallar mestu stjórnunar áskorun 21st aldarinnar, að auka framleiðni þekkingarstarfsmanna. 

sproti

Í kjölfarið verður lærdómsstjórnun til sem samansafn aðferða til að skapa teimi sem læra að skapa saman hvað eina sem þau einbeita sér að.

Fljótlega ráku menn sig á að til að virkja þekkingarafl teimisfélaga til fulls, og kveikja raunverulega löngun til að skapa og miðla þekkingu, urðu teimisfélagar að hafa sameiginlega sýn sem væri sprottin af persónulegum framtíðarsýnum hvers og eins þeirra. Fyrsta skrefið var því að finna aðferðir til að hjálpa teimisfélögum að gera sýnar eigin sýnir skýrari og finna sameiginlega fleti á sýnum þeirra allra. 

Þessi nálgun gafst mjög vel en þrátt fyrir mikinn árangur í fyrstu virtist erfitt að viðhalda viðvarandi árangri, sem reyndist við athugun stafa af takmarkandi hugmyndarömmum, þ.e. djúpstæðum hugmyndum og alhæfingum sem ákvarða hegðun fólks. Eftir að taka til notkunar aðferðir til að endurskoða þessar skilyrðingar, og uppræta þær sem voru takmarkandi, gátu teimin leyst úr læðingi viðvarandi sköpunarkrafta.

Í næsta bloggi mun ég fjalla um hvernig hægt sé að rækta lærdómsmenningu með lærdómsstjórnun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband