Hvað er Lærdómssamfélag?
25.7.2007 | 13:25
Lærdómssamfélag er samfélag með menningu sem leggur megin áherslu á að - 1 - fólk læri að finna hvað það raunverulega vill og - 2 - hvað hindri það í að uppfylla það, - 3 - læri að hlusta á hvað aðrir vilja og finna svo sameiginlega fleti á þessum framtíðarsýnum til að sjá kosti þess að - 4 - læra í sameiningu að skapa þær.
Innan lærdómsmenningar þarf að ríkja umhverfi trausts, heiðarleika og samvinnu sem hvetur til, og skapar frjóan jarðveg fyrir, sköpun og miðlun þekkingar, því fólk vill frekar skapa og deila þekkingu með þeim sem það treystir, og er vel við, en hið gagnstæða. Slíkt umhverfi getur reynst erfitt að skapa. Nokkrum skipulagsheildum hefur þó tekist að skapa slíka lærdómsmenningu, m.a. ein sú vinsælasta í dag, Apple, og fleiri og fleiri eru að reyna það sama. Því, að sögn stjórnunar gúrúsins Peter Drucker, er framleiðni aukning þekkingarstarfsmanna mesta stjórnunar áskorun 21st aldarinnar, og þeim sem best tekst til munu tryggja sér langvarandi samkeppnisyfirburði. Þetta á ekki aðeins við fyrirtæki, heldur allar skipulagsheildir - skóla, stofnanir, stjórnmálaflokka og hvers kyns félög.
Lærdómsmenning þarf mjög frjósamt umhverfi til að festa rætur og sprettur því fyrst hjá litlum hópum með skýra sameiginlega sýn um hvað það vill skapa, brennandi áhuga að gera hana að veruleika og bjargfasta trú um að geta það. Slíkir hópar leysa úr læðingi svo mikinn sköpunarkraft og áhuga að það smitar út frá sér og þegar aðrir fara að sjá kosti lærdómsmenningar breyðir hún úr sér um þær skipulagsheildir og samfélög sem hún hefur fest rætur í.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.7.2007 kl. 11:44 | Facebook
Athugasemdir
Ágætist pungtar hjá þér Jón Þór og gaman væri ef menntakerfið þessu líkt sem þú talar um í pistli þínum hér að ofan. Allaveganna er ég gallharður á þeirri skoðun að það þarf ekkert endilega ausa peningum inn í menntakerfið til að bæta það heldur að skerpa á faglegri stefnumótun þess innan frá. Því miður sé ég ekki fyrir mér að skólakerfið sé að taki einustu framförum nú á dögum og hygg að það verði áfram eins og það er með sínum kostum og göllum um næstu misseri. Ætli það sé ekki bara rétt sem einhver heimspekingurinn sagði að það sem þykir frumstæð speki á þessari öld verða almenn gildi hinnar næstu. Sem sagt umræðan sem þú ert hamra á hér í sambandi við menntun kemur ekki til tals á næstu öld því þá þykir hún jafn sjálf sögð kostningarréttur.
Barnið vex en bókin ekki.
Reyndar hafa gerst framfarir innan skólakerfisins þó hægar séu . Máli mínu til rökstuðnings vil ég nefna próf sem móðir mín tók í barnaskóla en í því prófi stóð.
Hver er fegursta önd á Íslandi ?
Samkvæmt skólaskruddinni sem hún las stóð að Stokksönd sé fegursta önd á íslandi.. og þessi heilögu sannindi átti blessuð móðir mín að samþykkja þegjandi og hljóðalaust..
Brynjar Jóhannsson, 25.7.2007 kl. 14:51
Það hafa á síðasta áratug átt sér stað breytingar til batnaðar innan skólakerfisins á Íslandi með nýjum menntastefnum, eins og Hjallastefnunni og Waldorf, og innan gamla kerfisins, með víðtækara valfrelsi nemenda á námsbrautum, svo eitthvað sé nefnt.
En lærdómsmenning mun alls ekki takmarkast við skóla, hún mun í fyrstu spíra og dafna best hjá litlum áhugasömum hópum á öllum sviðum samfélagsins, skólum, fyrirtækjum, stofnunum og félögum, og dreyfast þaðan um samfélagið.
Jón Þór Ólafsson, 25.7.2007 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.