Sýn á framtíð Íslands sem lærdómssamfélag

Ísland hefur þróast óvenjulega hratt frá bændasamfélagi til eins menntaðasta neyslusamfélags heims. Þessum hröðu breytingum fylgja í dag bæði tækifæri sem enn eru að miklu leiti ónýtt og áskorannir sem við erum rétt að byrja að sjá.

sýn og raunStærstu tækifærin byggjast á því að virkja enn frekar þekkingu landsmanna, endurnýtanlega auðlind sem eykst við virkjun. Stærstu áskoranirnar felast í að draga úr samfélagsmengandi áhrifum neysluefnahagsins, sem birtist m.a. í auknu stressi, óvild, offitu og fíkn. Hvoru tveggja má ná fram með því að leggja rækt við menningu lærdóms sem hefur til virðingar þau viðhorf að fólk læri að finna hvað það raunverulega vill, hlusti á hvað aðrir vilja og finni svo sameiginlega fleti á þessum framtíðarsýnum til að geta samnýtt krafta sína til að skapa þær.

 
Velmegun og samfélagsmengun neyslusamfélagsins

Neysludrifnar efnahagsvélar ganga á óuppfylltum löngunum sem kveiktar eru af markaðsstarfi til að leysa úr læðingi krafta sem knýja neyslu. Þessir kraftar skapa mikla efnahagslega velmegun, en því lengur sem langanir haldast óuppfylltar því meiri gremja safnast fyrir í fólki þar til hún finnur útrás í óvild, vanvirðingu, fíkn og annarri hegðun sem mengar samskipti manna. Þessi samfélagsmengun veikir þann sköpunarkraft sem stafar frá samskiptum samlynds fólks á öllum sviðum samfélagsins, jafnt í skólum og stofnunum sem fyrirtækjum.

Til að styrkja samlyndi og auka sköpunarkraft samfélagsins, þarf að draga úr samfélagsmengun sem stafar af neysluvélinni.
 

Að draga úr samfélagsmengun neysluvélarinnar

Þegar neysluvélin kveikir ofmiklar langanir, meira en fólk getur uppfyllt, fer sú umfram orka bæði til spillis og til að spilla samskiptum þess. Lærdómssamfélagið, eins og neyslusamfélagið, er knúið af óuppfylltum löngunum, en með því að gera fólk færara að skapa það sem það vill hlýst af því bæði minni samfélagsmengun og meiri efnahagsvelmegun.

Lærdómsmenning gerir því efnahagsvélina samfélagsvænni með því að gera hana skilvirkari.
 

 Að virkja þekkingarauðinn með lærdómsmenningu

Að innleiða lærdómsmenningu á Íslandi krefst einungis þess að læra að virkja þær óuppfylltu langanir sem eru til staðar í samfélaginu og meðbyrinn er mikill því það þjónar bæði hagsmunum samfélagsins í heild með því að draga úr samfélagsmengun og hagsmunum efnahagsins, og þar með stjórnmálamanna, með því að auka framleiðni þekkingarstarfsmanna sem, að sögn stjórnunar gúrúsins Peter Drucker, er eina leiðin fyrir fyrirtæki og ríki að öðlast “raunverulega og viðvarandi samkeppnisyfirburði” og “viðhalda leiðandi stöðu sinni og lífsstandard.”

Þekkingarauðlindin er til staðar. Samfélagslegan, efnahagslegan og pólitískan vilja er ekki erfitt að virkja með því að dreifa þessari grein. Það sem vantar er þekkingu og frumkvæði til að virkja afl þekkingarinnar betur, og hvort tveggja má m.a. byrja að sækja í bók lærdómsstjórnunar gúrúsins Peter Senge, The Fifth Discipline.
 

Ef þú vilt sjá þessa sýn á framtíð Íslands verða að veruleika byrjaðu þá á því að benda fólki á þessa grein.

Í næstu blogum mun ég fjalla nánar um lærdómsmenningu og hvernig hægt sé að rækta hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

baldurkr, hvað sérstaklega vildir þú að ég útskýrði betur?

Jón Þór Ólafsson, 23.7.2007 kl. 07:16

2 Smámynd: Elías Davíðsson

Hvatning Jóns Þórs hljómar vel.  Reyndar of vel.  Allt að því eins og pési úr almannatengslafyrirtæki.  En þegar textinn er lesinn gaumgæfilega, hætti ég að skilja hvað höfundur er að fara.

Ég vil staldra við nokkrar setningar úr pistli hans:

“Stærstu tækifærin byggjast á því að virkja þekkingu landsmanna, endurnýtanlega auðlind sem eykst við virkjun “

Hvað á höfundur við “þekkingu”? Eru Íslendingar ekki þegar stútfullir af “þekkingu”? Spretta ekki doktórar eins og gorkúlur á vordegi hér? Er ekki verið að stofna háskóla í hverju þorpi, eða allt að því? Eru ekki íslensk fyrirtæki að flytja út “þekkingu” sína á sviði hugbúnaðar, hönnunar, tónlistar, lyjfagerðar, ofl.?

Höfundur notar hugtök á borð við “samfélagsmengandi áhrif”, “efnahagsvélar”, “neysluvélin” sem gott væri að hann myndi skilgreina betur. Auðvitað skynja ég hvað hann á við, en til þess að umræðan verði markviss er nauðsynlegt að skilgreina betur þau fyrirbæri sem maður ræðir um. Ég átta mig ekki alveg hvað höfundur á við. En smáatriðin skipta miklu máli.

Eftirfarandi setningu skil ég alls ekki:

Þar sem lærdómsmenning er grundvölluð á “trausti, heiðarleika og samvinnu” þrífst hún illa þar sem samskipti fólks er (sic) menguð af gremju, og án þess að fjalla um einstaka lausnir mun lærdómssamfélagið því finna leiðir til að draga úr því sem mengar samskipti fólks.

Ég gleðst alltaf þegar fólk vill leggja eitthvað af mörkum fyrir betra samfélagi, en hugsunin þarf að vera skýr, sem og markmiðin.  Hér er því ekki að dreifa, að mínu mati.

Gerðu betur, bróðir!

Elías Davíðsson, 23.7.2007 kl. 19:14

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Í hraða dagsins væri gott að fá samantekt, umorðun,en ég að melta þetta. Og út af fyrir sig gott að fá þungan texta. Læt nægja núna að taka undir athugasemdir Elíasar! Kv. B

Baldur Kristjánsson, 24.7.2007 kl. 00:04

4 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Takk fyrir ábendingarnar.

Útskýringar á hugtökum:

Ég nota orðið "þekkingu" sem skilning á tengslum milli fyrirbæra; hvernig þau hafa áhrif hver á önnur; hvernig þau mynda vef áhrifa, og hvernig hægt er að toga í einn streing til að hafa víðtæk áhrif um allan vefinn.

Doktorar eru kannski í blóma og við flytjum út vörur og þjónustu sem spretta úr tiltölulega frjóum jarðvegi þekkingar, en "lærdómur", þ.e. sköpun og miðlun þekkingar, blómstrar best í umhverfi “trausts, heiðarleika og samvinnu” (sem getur verið erfitt að skapa) og í umhverfi þar sem hafin eru til virðingar viðhorf sem leggja áherslu á að fólk læri bæði að finna hvað það raunverulega vill og að skapa það, því að sögn Peter Senge: "Raunverulegur lærdómur á sér aðeins stað þegar fólk er að gera það sem það raunverulega vill". Ég skal útskýra lærdómsstjórnun í næsta blogi.

"Samfélagsmengun" er orð sem mér fannst vanta til að tákna allt það sem ýtir undir óvild og virðingarleysi í samskiptum fólks, og mengar þannig sam-félag þess.

"Efnahagsvélin" eru myndlíking af efnahaginum sem vél og sem er knúin áfram af óuppfylltum löngunum og blæs frá sér ýmisskonar mengun.

"Neysluvélin"er einungis sá hluti efnahagsvélarinnar sem er knúinn af neyslu einstaklinga, en ekki af útgjöldum fyrirtækja  og ríkis.

Jón Þór Ólafsson, 24.7.2007 kl. 07:46

5 identicon

Flott Grein, gaman að fylgjast með. Ræðum þetta næst þegar við hittumst 

Sveinn Kristjánsson (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 16:31

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Eins og ég skil Jón Þór er nauðsinlegt að gera agademiuna virkari innan samfélagsins. Til að mynda mynda finnst mér vanta faglega nálgun á því að gera aldrað fólk liðtækara í samfélaginu og félagsleg uppbygging aldraða innan elliheimila gætu verið mun faglegri en hún er í dag að mínu mati. Slíkt myndi draga úr því sem hann kallar samfélagsmengun.  Með öðrum orðum eru fagleg stell og stefnur  þegar til stapar en spurningin að fara að meira eftir þeim. Það er ekki langt síðan að eingöngu ein barnaheimilisstefna var til hérna á klakanum og var þá krökkunum iðulega hent í sandkassa og látnir leika sér. Nú á dögum sem betur fer hafa ýmsar leikskólastefnur rutt sér rúm eins og hjallastefnan .. waldorf ásamt fleirru. slíka þekkingu er hægt að heimfæra yfir á allt samfélagið og eru mörg fyrirtæki svo sem CCP farin að vinna eftir faglegum stefnum sem hafa gefið góða raun.. 

Brynjar Jóhannsson, 24.7.2007 kl. 21:16

7 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Lærdómsstjórnun er þekkingarsvið til að gera einstaklinga og hópa færari að SKAPA það sem þeir raunverulega vilja .

Virkari akademía, tækifæri aldraðra til áframhaldandi þátttöku í samfélaginu og fjölbreyttar menntastefnur mun bæta samfélagið.

Þegar þeim sem eru þessir þættir sérstaklega mikilvægir fara að stunda lærdómsstjórnun mun það fólk:

- 1 - læra að finna hvað það raunverulega vill og - 2 - hvað hindri það í að uppfylla það, - 3 - læri að hlusta á hvað aðrir vilja og finna sameiginlega fleti á þessum framtíðarsýnum svo það hagnast á því að - 4 - læra í sameiningu að skapa það sem það raunverulega vill.

Jón Þór Ólafsson, 25.7.2007 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband