Hjúkrunarfræðingar samþykktu að fara í verkfall 2015, og ríkisstjórn Sigmunar Davís og Bjarna Ben setti lög sem bannna verkfallið.
Landlæknir varaði við því að lög á verkfallið væri skammtímalausn. - Eftir 5 ár án þess að fá samning sem þau geta samþykkt frá fjármálaráðherra sjá hjúkrunarfræðingar sig tilneydd til að fara í verkfall, og það eftir að hafa verið í framlínunni í heimsfaraldri fyrir okkur öll.
Hjúkrunarfræðingar vöruðu við því að margir þeirra myndu hætta ef lög á verkfallið væri samþykkt. - yfir 200 hjúkrunarfræðingar sögðu upp.
Hér er það sem Katrín Jakobsdóttir sagði þá í þingræðu þegar lögin á verkfallið voru rædd á Alþingi.
Það er kominn tími til að Katrín Jakobsdóttir lýsi því yfir að hennar ríkisstjórn muni ekki setja lög á yfirlýst verkfall hjúkrunarfræðinga 22. júní, og þvinga þannig Bjarna Benediktsson til að semja við þá áður en til verkfallsins kemur.
Hún getur allavega gert það.
Segja stöðuna ríkisstjórninni til skammar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:19 | Facebook
Athugasemdir
Oft á þingi orðaskak,
enginn þar er friður,
í kútinn hana Kötu Jak.,
kvað hann Jón Þór niður.
Þorsteinn Briem, 6.6.2020 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning