Sjáið Kötu Jak tala gegn lögum á verkfall hjúkrunarfræðinga 2015. Hvað nú?

Hjúkrunarfræðingar samþykktu að fara í verkfall 2015, og ríkisstjórn Sigmunar Davís og Bjarna Ben setti lög sem bannna verkfallið.

Landlæknir varaði við því að lög á verkfallið væri skammtímalausn. - Eftir 5 ár án þess að fá samning sem þau geta samþykkt frá fjármálaráðherra sjá hjúkrunarfræðingar sig tilneydd til að fara í verkfall, og það eftir að hafa verið í framlínunni í heimsfaraldri fyrir okkur öll.

Hjúkrunarfræðingar vöruðu við því að margir þeirra myndu hætta  ef lög á verkfallið væri samþykkt. - yfir 200 hjúkrunarfræðingar sögðu upp.

Hér er það sem Katrín Jakobsdóttir sagði þá í þingræðu þegar lögin á verkfallið voru rædd á Alþingi.

Það er kominn tími til að Katrín Jakobsdóttir lýsi því yfir að hennar ríkisstjórn muni ekki setja lög á yfirlýst verkfall hjúkrunarfræðinga 22. júní, og þvinga þannig Bjarna Benediktsson til að semja við þá áður en til verkfallsins kemur.

Hún getur allavega gert það.


mbl.is Segja stöðuna ríkisstjórninni til skammar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Oft á þingi orðaskak,
enginn þar er friður,
í kútinn hana Kötu Jak.,
kvað hann Jón Þór niður.

Þorsteinn Briem, 6.6.2020 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband