Hjúkrunarfólk fer eftir faraldurinn, ef ekki er samið við þau.

Við getum treyst hjúkrunarfólki til að standa með okkur í gegnum faraldurinn þó starfsaðstæður eru svo slæmar að margir menntaðir hjúkrunarfræðingar starfa ekki sem slíkir og ríkið hefur ekki samið við þá í 5 ár frá því að stjórnvöld fengu samþykkt lög á verkföll hjúkrunarfólks 2015. Þá var bent á að þetta myndi valda meiri skorti hjúkrunarfólks og 200 sögðu upp störfum í kjölfarið.

Hjúkrunarfólk munu áfram setja sig í hættu til að hjúkra okkur og þau munu smitast af Covid 19 og þegar faraldurinn er búin hefur formaður Félags Íslenskra Hjúkrunarfræðinga bent á hættuna að sum þeirra munu segja upp ef stjórnvöld sýna ekki sóma og semja við þau núna.

Hjúkrunarfólk á betra skilið - semjið við þau strax.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Ertu enn að malbika og hvað líður málsókninni gegn kjararáði, hvar þú fékkst launahækkun upp á tæp 40%? 

 Ömurlegur popúlisti, svo ekki sé meira sagt.

Halldór Egill Guðnason, 2.4.2020 kl. 04:57

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Kjararáðshækkunin sem kom í minn vasa fór í að kæra Kjararáð með verkalýðsfélaginu VR. Dómstólar neituðu eftir áralangan málarekstur að taka málið til meðferðar.

VR borguðu helming lögfræðikostnaðarins svo 1,5 milljón af Kjararáðs peningunum fóru úr mínum vasa, sem var ekki nóg svo ég afsalaði mér starfskostnaði til að snerta ekki það sem Kjararáð hækkaði þingmenn umfram almenning.

Kjararáðs baráttan okkar hafði tvennt jákvætt í för með sér:

1. Það var vatn á myllu nýrrar verkalýðsforystu sem við þurftum svo sannarlega.

2. Laun þingmanna og ráðerra hafa verið fryst frá 2016, Kjararáð var lagt niður og laun þessara ráðamanna hækka aðeins ef laun annarra á vinnumarkaði hækka og þá ári síðar.

Jón Þór Ólafsson, 2.4.2020 kl. 08:11

3 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Jón, 

Ein af aðal efnahagsaðgerðum ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms eftir hrunið, var að setja skerðingar á gegn öldruðum og öryrkjum, en sem að hafa ennþá í dag ekki verið afnumdar. Það er reyndar búið að segja hvað eftir annað, að það eigi taka þessar skerðingar af, en við vitum að þessar skerðingar verða aldrei teknar af.  

Ég er á því að nú sé röðin komin að því velja nýjan útvalin hóp eða alþingismenn og ráðherra, er ætti að setja 30% skerðingar á. 

Íslenska ríkisstjórnin ætti að taka sér Suður Kórensku ríkisstjórnina til fyrirmyndar, nú og skv. þessu hérna fyrir neðan mætti setja 30% skerðingar á öll laun þingmanna og ráðherra hérna, ef ekki bara 45% og/eða alla þessa síðustu leiðrétting hjá þeim algjörlega burt í aðgerðir gegn Covid 19.

South Korea’s government officials to donate 30 % of their salaries to COVID-19 efforts

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 2.4.2020 kl. 09:01

4 identicon

Halldór. Eru malbikarar eitthvað lægra settir en aðrir? Í hvaða þjóðfélagshópi ert þú?

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 2.4.2020 kl. 15:16

5 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Sæll Halldór.

Ertu búinn að gleyma eða ertu viljandi að villa um fyrir lesendum hérna?

Ég var að sjá að í mars í fyrra svarað ég þér ýtarlega um niðurstöðu kærunnar á Kjararáð sem ég notaði launahækkunina til að greiða fyrir.

Vona að þú ert bara búin að gleyma þessu, því þú varst málefnalegur þá:
https://jonthorolafsson.blog.is/blog/jonthorolafsson/entry/2231608/

Jón Þór Ólafsson, 2.4.2020 kl. 15:54

6 identicon

Sæll Jón.

Upplýst var í þinginu í morgun að búast
mætti við því að samningar tækjust við
hjúkrunarfræðinga.

Því ber að fagna.

En það fer ekki vel á því að blanda saman
drepsótt og kjarasamningum.
Hvað þá að hert sé á slíku með hótunum
um "uppsagnir á komandi vikum" eins og heyra mátti
stuttu e.h.

Hef ævinlega greitt atkvæði gegn því að stéttir láti
verkföll dynja á skjólstæðingum sínum og þótt
skömm að slíku.

#artdupliagedelivres

Húsari. (IP-tala skráð) 2.4.2020 kl. 17:03

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Fer hvert? Í flugfreyjustörf?

Auðvitað á að semja við starfsfólkið. En það stefnir í metatvinnuleysi og þá er ekki um auðugan garð að greaja á vinnumarkaðnum.

Þorsteinn Siglaugsson, 2.4.2020 kl. 17:36

8 identicon

Sæll Jón.

Svo kann að fara inní framtíðinni
að enginn spyrji hvert einhver fer
heldur ráði óðara annað starfsfólk án umhugsunar.
Þessi þróun er ekki einasta líkleg heldur nokkuð
fyrirsjáanleg og gerist nú þó ekki fari hátt.

Ég er ekki viss um að menn hafi hugsað það til enda
hvílíkt rof það skildi eftir sig eftir að kom til
þess að heilbrigðisstéttir beittu að því er virtist
skjólstæðingum og/eða ástandi fyrir sig til að
þrýsta á um lausn í kjaraviðræðum. Fól eða flón?

Book Sculptures - Jodi Harvey-Brown

Húsari. (IP-tala skráð) 3.4.2020 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband