Verndum fjölmiðlafólk svo það verndi lýðræðið.

Nefndarmenn í Eftirlitsnefnd AlþingisGeta fjölmiðla til að upplýsa almenning um upplýsingar sem varða almenning er grundvöllur lýðræðisins.

Þetta fjölmiðlafrelsi er bundið í mannréttindasáttmála, staðfest í úrskurðum mannréttindadómstóla og lögbundið í Stjórnarskrá Ísland.


Tilgangur Pírata og annarra sem setja borgararéttindi á oddinn er að vernda fjölmiðlafólk svo það geti verndað lýðræðið okkar. Með þingmenn í þingnefnd sem hefur eftirlit með stjórnvöldum, og þar með sýslumönnum, höfum við Píratar og Vinstri Græn virkjað eftirlitshlutverk þingsins gagnvart því sem virðist ólögleg takmörkun Sýslumanns Reykjavíkur á fjölmiðlafrelsi Stundarinnar og Reykjavik Media.

Formaður nefndarinnar hefur samþykkt kröfu Píratar og Vinstri Grænn að boða opin fund. Fundurinn verður opinn og sendur út á vef Alþingis á fimmtudagsmorgun klukkan 9:00.

Gestir fundarins verða:
Kl. 9:10 Sýslumaðurinn í Reykjavík (fulltrúar, óstaðfest)
Kl. 9:35 Eiríkur Jónsson lögfræðingur og Hallgrímur Óskarsson frá Gagnsæi.
Kl. 10:00 Sigríður Rut Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður og Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Kl. 10:25 Fjölmiðlanefnd (fulltrúar, óstaðfest).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jón þór. Það er fjölmiðlafólk sem er orðsök hins illa.Þeir koma iðulega með falskar fréttir til að koma hinum og þessum málum af stað. Það er sama hver á í hlut þá sendið þið sprengjur á hinum undarlegasta tíma eins og t.d. núna en allir sjá að stundin stundar rægingaráróður og má taka sem dæmi þegar fólk er kallað rasistar fyrir það eina að vera á móti flóttamönnum eða þá einhvar á ættingja sem hefr bjargað sér fyrir horn fyrir hrun. Svona mætti lengi tala.Fjölmiðlar eru mein í þessu þjóðfélagi. Segðu mér hversvegna fer allur þessi tími í flóttamanna hjal þegar verið er að kynna frambjóðendur.   

Valdimar Samúelsson, 17.10.2017 kl. 14:55

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

 71. gr. [Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. 
 Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns. 
 Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.] 1) 

Þú vilt kannski taka þetta út úr stjórnarskránni?

Hvernig læt ég annars, maður sem situr hjá í ríflega 1000 skipti á einu þingi mun varla breyta neinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.10.2017 kl. 15:12

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég sit hjá.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.10.2017 kl. 15:45

4 Smámynd: Réttsýni

Nei, sko. Tveir innmúraðir, báðir kexruglaðir (hvor á sinn hátt) stilla hér saman strengi og ræða efni pistilsins á málefnalegan hátt.

Sjálfstæðisflokkinn vantar enga óvini þegar hann er með slíka afburða gáfumenn í hornunum money-mouthcoolwink

Réttsýni, 17.10.2017 kl. 15:46

5 Smámynd: Réttsýni

Og svo bætist einn við á meðan maður sendir, enn ein alkunn mannvitsbrekkan í Sjálfstæðisflokknum. Mikið er þessi flokkur ríkur money-mouth

Réttsýni, 17.10.2017 kl. 15:48

6 identicon

Það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er á bakvið þessar æfingar. Þórólfur var meðal annars sakaður um að bera kjörkassa í heimahús og á sjúkrahús Patreksfjarðar og láta sjúklinga og eldra fólk kjósa. Málið kom til kasta nefndar félagsmálaráðuneytisins sem sagði vinnubrögð sýslumannsins ámælisverð. En ekki er að sjá að þessi framganga hafi haft neina eftirmála í för með sér eða verið steinn í götu Þórólfs sé litið til framabrautarinnar, sem nú er sýslumaður yfir stærsta sýslumannsembætti landsins.

Nú koma hver Sjáflstæðismaðurinn á fætur öðrum fram og "fordæmir" þetta lögbann. Það var alltaf ætlunin að þetta yrði svona, leikþátturinn átti að vera þannig að Bjarni stígur fram og segir að etta sé óviðunandi, nú verður málinu snúið aftur og Bjarni hylltur sem réttlátur drengur sem ekkert rangt hefur gert.

Þetta er PR stefna flokksins og ég þekki hana frá fyrstu hendi. Að mér gekk maður fyrir nokkrum dögum, sem er tengur forsætisráðherra mjög nánum böndum, og sagði mér að frambjóðandi Samfylkingar væri með mjög vafasama fortíð. Ég spurði hvað það væri og hann sagði að það tengdist eitthvað fjármálamisferli sem fór reyndar aldrei alla leið en eitthvað misjafnt átti sér stað.

Svona vinna X-D en þeir þola ekki að sannleikurinn um þeirra eigin leiðtoga líti dagsins ljós. Skíturinn úr fortíð Bjarna er rétt að byrja að fljóta upp á yfirborðið og það veit hann, þess vegna stekkur hann svona upp á nef sér á skólakynningum í menntaskólum, í viðtölum og á fréttastofum undanfarna daga. Hann er orðinn hræddur, verulega hræddur enda full ástæða til. 

Stefán Karl (IP-tala skráð) 17.10.2017 kl. 18:35

7 identicon

Eg er sammala Joni, um ad tilgangur Pirata er ad setja borgarrettindi a oddin, og thannig verja lidraedid. Einnig hefur Stefan Karl ymislegt til sinna orda ... that getur vel verid ad thetta se "spilamenska" og Sjalfstaedisflokkurinn standi sjalfur fyrir thvi.

That er alltaf fleiri en ein hlid a hverju mali...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.10.2017 kl. 19:07

8 Smámynd: Valur Arnarson

Hvers vegna stofnar ekki einhver á Stundinni bara nýtt lén og heldur áfram að deila upplýsingum þar, nú eða laumar þeim til Kjarnans.

Lögbannið gildir bara um Stundina og RM.

Ef þetta eru svona afskaplega merkilegar upplýsingar sem á eftir að birta, hvers vegna er það ekki gert ?

Er ekki bara málið að þetta hefur ekki fengið neina athygli, nema hjá þeim sem hata Sjálfstæðisflokkin hvort eð er fyrir.

Nú á að reyna að trukka upp athyglina vegna lögbannsins, brjálast, boða til mótmæla, fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Allt út af skandalnum - sem er svo bara eins og allt annað í umræðunni um þessar mundir. Stormur í vatnsglasi.

Valur Arnarson, 17.10.2017 kl. 19:30

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Verndum fjölmiðlafólk?

Af hverju?

Verndar það mig?

Nei það verndar sig og enga aðra. Fjölmiðlafólk sem hér um ræðir er bara að hugsa um sig sjálft og að ná sér niður á fólki sem því líkar ekki við af einhverri ókunnri ástæðu. 

Fjölmiðlafólk er ekki hótinu betra en þú eða ég en að því leiti verra að það hefur meiri kunnáttu og afl en við, til að sannfæra fólk um að fjölmiðlamenn séu öðrum mönnum betri.     

Hrólfur Þ Hraundal, 17.10.2017 kl. 21:11

10 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er alveg víst að þessir fjölmiðlamenn eru að terroræsa og eyðileggja stjórn landsins. Þeir eru engir englar.

Valdimar Samúelsson, 17.10.2017 kl. 21:53

11 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvernig gengur með málsóknina, varðandi kjararáð? Eitthvað að frétta þaðan, eða þyggur síðuhafi enn hina "svívirðilegu" hækkun, um hver mánaðarmót?

Halldór Egill Guðnason, 18.10.2017 kl. 03:42

12 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Jón Ragnarsson: Þessi grein sem þú bendir á á að sjálfsögðu að halda í heiðri. Ef brotið er gegn þessu geta þolendur farið í meiðyrðamál. Það hefði verið það rétta í þessu máli. En að setja lögbann á fréttaflutning er hættuleg aðför að lýðræðinu og málfrelsinu. Valdimar: Það nákvæmlega sama gildir um þitt umkvörtunarefni. Ef blaðamenn fara með ósannindi á að sjálfsögðu að ákæra þá fyrir það. En almenningut á ekki að dæma. Í lýðræðisþjóðfélagi verða menn að búa við það að fjallað sé um menn og málefni . Þótt mönnum sé illa við ákveðin fjölmiðil og umfjöllun hans verða menn bara að sætta sig við það.

Jósef Smári Ásmundsson, 18.10.2017 kl. 09:43

13 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Maður á ekki orð um hve meðvirknin er mikil. Sjáið t.d. hvað Valur leggur til, kennitöluflakk, gáfumenni þar á ferð. Halldór að sunnan talar um kjararáð, eins og síðuhafi hafi eithvað um það mál að segja, var ekki á þingi þegar það var samþykkt. En það voru flestir núverandi þingmenn hans flokks, sjálfstæðisflokksins. Aðalmálið er þetta, það var gerð atlaga að fjölmiðlun á Íslandi. Fjölmiðli í einkaeigu, sem einfaldlega sagði fréttir af bófaflokki og undirsátanir settir á netið. Aumkunarvert hlutskipti, eða hað?   

Jónas Ómar Snorrason, 18.10.2017 kl. 21:59

14 Smámynd: Valur Arnarson

Jónas Ómar Snorrason,

Þér virðist vera alveg fyrirmunað að skilja ritað orð. Hvar hef ég lagt til kennutöluflakk ? Þarf maður kennitölu til að stofna lén ?

Valur Arnarson, 19.10.2017 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband