Persónuleg ábyrgð yfirstjórnenda eflir samkeppni

Samkeppniseftirlitið






Við Píratar funduðum með forstjóra Samkeppniseftirlitsins sem sagði okkur þrjú mikilvæg atriði um skort á virkri samkeppni og leiðir til að efla hana:

1. “Skortur á samkeppni hækkar verð um 20 til 50%.”
Helsti sérfræðingur heims í samkeppnismálum John M. Connor sem kom á ráðstefnu í boði Samkeppniseftirlitsins í upphafi kjörtímabilsins segir 45%.

Fákeppnin á Íslandi og lítil varnaðaráhrif lágra sekta vegna samkeppnislagabrota þýðir að við eru í hærri prósentunum. Einn þriðji af verðinu sem þú borgar úti í búð er vegna skorts á samkeppni. Það er allt af tvöfallt meira en virðisaukaskatturinn.

2. “Það eru ekki nógu háar sektir til að tryggja varnaðaráhrif [fælingaráhrif gegn brotum].”
Samkeppniseftirlitið var líka sammála að á fákeppnismarkaði eins og Íslandi hafa sektir almennt minni varnaðaráhrif en við virka samkeppni. Við sáum það líka grímulaust um daginn að Ari Edwald forstjóri Mjólkur Samsölunnar (MS) sagði bara að ef þeir fái sekt þá borga neytendur hana bara. Ari er jafnframt formaður Atvinnuveganefndar Sjálfstæðisflokksins sem móta m.a. stefnuna um starfsumhverfi MS.

MS neitar að vera markaðsráðandi en þarna uppfyllti forstjórinn fyllilega lagaskilgreiningu þess að vera markaðsráðandi (4.gr.): “Markaðsráðandi staða er þegar fyrirtæki hefur þann efnahagslega styrkleika að geta hindrað virka samkeppni á þeim markaði sem máli skiptir og það getur að verulegu leyti starfað án þess að taka tillit til keppinauta, viðskiptavina og neytenda.

Það sem Samkeppniseftirlitið segir að muni auka varnaðaráhrifin er meiri persónuleg ábyrgð yfirstjórnenda. Í Bretlandi eru lög um að yfirstjórnendur sem brjóta samkeppnislög er bannað að sitja í stjórnum fyrirtækja og stofnanna. Þetta myndi bíta hér því þetta eru fáir aðilar sem manna flestar stjórnir fyrirtækja í landinu. Að auðvelda skaðabótamál neytenda og fyrirtækja sem verða fyrir fjárhagsskaða af samkeppnisbroti myndi líka efla varnaðaráhrifin til muna.

3. “Hver króna kemur 2,5 sinnum til baka.”
Sektir Samkeppniseftirlitsins einar og sér borga meira en tvöfalt fyrir starfsemina. Þá er ekki talið hagkvæmin fyrir samfélagið og lægra vöruverð til neytenda vegna virkari samkeppni sem Samkeppniseftirlitið stuðlar af. Samt fær Samkeppniseftirlitið ekki nægt fjármagn til að geta stuðlað að virkri samkeppni. Þau þurfa helmingi fleira starfsfólk vegna gríðarlegrar fjölgunar fyrirtækja ef við viljum virka samkeppni. Og við viljum virka samkeppni.


Þetta er lítið mál að laga. Til þess þarf kjörna fulltrúa sem eru ekki háðir sérhagsmunaaðilum sem eru ráðandi á markaðinum á Íslandi í dag.

Þess vegna starfa ég fyrir neytendur, smærri fyrirtæki og virka samkeppni í gegnum Pírata.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"meiri persónuleg ábyrgð" ? það er engin persónuleg ábyrgð, þingið sem samþykkti samkeppnislög kom í veg fyrir það með þeim afleiðinum að neytendur borga bæði sektina og áhrif brotsins.

En spurðir þú hann að því af hverju hann þáði ekki ókeypis eintak af sérútgáfu rel8 með netþjóni og öllu á sínum tíma ? Er einhver spilling innan samkeppniseftirlitsins ? Þeir voru með kerfi á teikniborðinu þegar ég kynnti tilbúið rel8 kerfið, vilja þeir kannski eyða meiri pening í svona kerfi en þarf (og þá til "ákveðinna aðila", eins og fyrsta RNA) . Kannski er þetta pólitísk spilling ? eða bara áhugaleysi á samkeppniseftirliti. Mundir þú Jón, kaupa aðgang að rel8 fyrir 5.000 kr. á mánuði ef þú værir stjórnandi hjá samkeppniseftirlitinu, þú þekkir kerfið og vildir að þingmenn hefðu áskrift eða findist þér það of dýrt ? Við það að nota aðeins einn lítinn þátt í kerfinu, árreikninga, geta þeir sparað stofnuninni milljónir á ári, því það er, hefur aldrei verið og mun aldrei verða álagning á þeim. Það liggur 10 ára vinna í rel8 og tugþúsundir vinnustunda og kerfið er sniðið að rannsóknarvinnu af því tagi sem samkeppniseftirlitið á að vera að stunda en þeir höfðu ekki einu sinni áhuga á að fá kerfið frítt.

Jon Josef Bjarnason (IP-tala skráð) 7.10.2016 kl. 16:34

2 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Samkeppniseftirlitið er bara uppá punt eins og svo margar aðrar ríkisstofnanir. Sem ég myndi leggja niður ef ég réði einhverju. Það myndi líka minnka álagið í umferðinni á morgnanna og í eftimiðdaginn að senda þeim bara atvinnuleysisbæturnar heim í stað þess að láta þá mæta einhversstaðar á hverjm degi til að fá bæturnar.

Steindór Sigurðsson, 8.10.2016 kl. 12:37

3 Smámynd: Steindór Sigurðsson

En svo poppa bara upp fleiri óþarfa ríkisstofnanir og álagið í umferðinni eykst alveg að óþörfu.

Steindór Sigurðsson, 8.10.2016 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband