SDG í stríði við eigin stjórnarflokka um kjördag.

simmi_ska_769_k_og_ma_769_t.pngSjálfstæðisflokkurinn hefur í vikunni teflt fram forustu flokksins gegn áformum Sigmunar Davíðs að hætta við haustkosningar. Af þeim sex eru m.a. formaður þingflokksins Ragnheiður Ríkarðs og Einar K. Forseti Alþingis sem segir haustkosningar loforð:

Við höfum rætt það á okkar fundum, ég og forystumenn ríkisstjórnarinnar, að þinglok verði í haust og boðað verði til kosninga eins og lofað hefur verið.

En orð eru ódýr í stjórnmálum. Ef loforðin færa stjórnmálamanninum meiri völd en hann tapar við að svíkja þau, þá er hvati fyrir hann að lofa og svíkja.

Sigurður Ingi forsætisráðherra sem hefur valdheimildina til að rjúfa þing segir að það verði boðað til kosninga í haust nema allt verði sett "í bál og brand."

Og í dag segir Bjarni Ben formaður samstarfsflokksins að "ákveða verði kjördag sem fyrst."

Sigmundur Davíð virðist því vera rokinn aftur af stað án þess að tala við formann samstarfsflokksins, forseta Alþingis eða forsætisráðherra eigin flokks. Hann hýfir upp umræðu um haustkosningar sem forystusveit stjórnarflokkanna reynir nú að róa. Sigmundi fékk ekki forsætisráðherra Framsóknar til að styðja framhlaup sitt um að hafna haustkosningum og er því berskjaldaður og Höskuldur stillir sér upp til að máta hann.

Eitt er víst. Ef haustþing er sett þá segir stjórnarskráin að fyrst mál skuli vera fjárlög og þau þarf að klára til að ríkið geti greitt reikningana sína 1. janúar. Svo ef þing er ekki rofið fyrir upphaf haustþingsins, sem hefst í byrjun september, þá minnka líkurnar verulega á haustkosningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband