Stjórnarflokkarnir hættulegir heilsu og lífi landsmanna

Heilbrigðiskerfið

Það er afgerandi vilji landsmanna að forgangsraða sínu skattfé í heilbrigðiskerfið eins og fram kemur í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir þingflokk Pírata fyrir ári og núna aftur í haust. Þetta á við alla aldursflokka, alla tekjuflokka, kjósendur allra flokka og úr öllum kjördæmum, konur og karla. Meira en 90% landsmanna setja heilbrigðiskerfið í forgang á fjárlögum.

Heilbrigðiskerfið á Íslandi er veikburða eftir áralangt fjársvelti. En þrátt fyrir mikinn niðurskurð, lág laun, lélegan aðbúnað og mikið vaktaálag í gegnum kreppuna þá hefur heilbrigðistarfsfólkið okkar haldið öllum þáttum heilbrigðisþjónustunnar grænum samkvæmt alþjóðlegum þjónustustuðlinum „Euro Health Consumer Index 2014“ sem landlæknir styðst við samkvæmt lögum og reglum. Ákvörðun stjórnvalda að forgangsraða ekki nægu skattfé í að hækka laun heilbrigðisstarfsmanna til að koma í veg fyrir fyrsta læknaverkfall Íslandssögunnar og önnur verkföll heilbrigðisstarfsmanna hefur sett landsmenn í hættu.

Landlæknir sendi stjórnvöldum þrjú formleg bréf í vor um að „ástandið í heilbrigðiskerfinu sé komið út fyrir þau mörk að hægt sé að tryggja öryggi sjúklinga“ og „aðgerðir sem binda enda á verkfall án þess að samningar náist leysa ekki vanda heilbrigðiskerfisins þegar til lengri tíma er litið“. Ríkisstjórnin batt samt endi á verkfallið með lögum í stað samninga.

Þetta er hættuleg staða fyrir heilsu og líf landsmanna sem hægt er að forðast ef stjórnarmeirihlutinn hlustar á forgangsröðun yfirstjórna heilbrigðiskerfisins og forgangsröðun landsmanna á eigið skattfé. Meðan ekki er vilji fyrir því hjá stjórnarflokkunum þá eru þeir í orðsins fyllstu merkingu hættulegir heilsu og lífi landsmanna.


mbl.is Fjársveltið þjóðinni til skammar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það yrði stórslys, ef kosningar yrðu núna og Píratar fengju 30% atkvæða. Kemur bara ekki til greina!

Látum ykkur, óstjórntæka og með ykkar gölnu hugmyndir og gervimál, fyrst síga niður í 20, 10, 15, 10 og 5%!

Jón Valur Jensson, 10.12.2015 kl. 15:19

2 identicon

Heilbrigismálin hafa heldur betur verið sett í forgang. Þessi málaflokkur er langfjárfrekasti málaflokkur ríkisútgjalda.  Er búið að ná öllum niðuskurði síðasta kjördæmis til baka? Nei en er það raunæft að búast við því að það takist á 3 árum? Menn eru samt augljóslega á réttri leið það verða menn að viðurkenna. Síðan er spurning hvort að sá staður sé til að heilbrigðiskerfið sé nógu fjármagnað. Er ekki alltaf hægt að gera betur, munu kröfurnar ekki alltaf aukast og ef við bættum við öllum þeim peningum sem t.d. forsvarsenn Landspítalans krefjast í dag munu þeir þá ekki fara fram á meir næst. Er til endapunktur í þessu?  Hvenær telur Jón að markmiðunum hafi verið náð? Munu skoðannakannarnir ekki alltaf sýna fram á vilja flestra að fá betra heilbrigðiskerfi?

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 10.12.2015 kl. 15:49

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jón Þór farðu nú að hætta þessu bulli og farðu að kynna þér málin áður en þú ferð að fullyrða svona út í loftið.  Þessi ríkisstjórn er búin að standa í ströngu við að hreinsa upp skítinn eftir fyrri ríkisstjórn, sem skar heilbrigðiskerfið svo niður að það varð LÍFSHÆTTULEGT FYRIR LANDSMENN.  Nú er aðeins búið að laga þar til en ÞÁ KOMA VINSTRI MENN (Píratar tilheyra nefnilega "Vinstri Hjörðinni" þó þeir vilji ekki viðurkenna það opinberlega) OG KVARTA HÁSTÖFUM YFIR AÐ ÞAÐ ÞURFI MEIRA FJÁRMAGN Í HEILBRIGÐISKERFIÐ, SEM ÞEIR VORU NÆSTUM BÚNIR AÐ STÚTA MEÐ NIÐURSKURÐIÞað er nú varla hægt að hugsa sér meira LÝÐSKRUM og TVÍSKINNUNG....

Jóhann Elíasson, 10.12.2015 kl. 16:46

4 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

þVÍ MIÐUR VIRÐAST EKKI NEINIR FLOKKAR Á iSLANDI HUGSA UM ANNAÐ EN NÁ EINS OG GNARR SAGÐI - GÓÐRI INNIVINNU FYRIR SIG OG FÉLAGANA !!!

Erla Magna Alexandersdóttir, 10.12.2015 kl. 23:07

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei Erla mín ,nú eða aldrei,ef við leitum réttlætisins.Æðsta réttlæti til handa íslensku þjóðinni er að tryggja fullveldið og hafna ESbéinu.Líklegt er að innan þeirra raða finnist engir sem tilheyra þeim hópi sem samþykktu að hylja gögn úr aðgerðum þingsins frá hruni í 100 ár.  

Helga Kristjánsdóttir, 11.12.2015 kl. 05:51

6 identicon

Ég verð nú að segja það Jón Valur Jensson að það eru stór slys að gerast á hverjum degi með þessari ríkistjórn. Þannig að það yrði léttir ef það yrði kosið núna og framma sjallar yrðu gerðir brottrækir frá veisluborðinu þar sem þeir drulla yfir landsmenn en borða allar kræsingarnar sjálfir. Helga fullvelið er nú þegar í hættu útaf Tista samningum og er ESB barnaleikur á við þá samninga. Förum að huga að fólkinu í landinu en ekki peningaöflunum. 

Margrét (IP-tala skráð) 11.12.2015 kl. 07:00

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg held að innbyggjar séu alveg varnarlausir gagnvart elítu, ofsa-hægrimönnum og þjóðrembingum.  Þeir færa alla fjármuni frá almenningi yfir til hinna ríku með þeim afleiðingum að þeir eru búnir að eyðileggja heilbrigðiskerfið og stórskema menntakerfið.

Ég er ekki að sja aðra leið en að óskað verði eftir stuðningi frá Evrópu til að halda hérna uppi heilbrigðis- og menntamálum og jafnvel almennri samfelagsþjónustu.

Framsóknarmenn og sjallar eru búnir að eyðileggja þetta allt.  Þeir hata þjóðina og halda henni í gíslingu sérhagsmunaaflanna og vaða svo með framsjallakrumlurnar í sameiginlega sjóði almennings og færa yfir á sinn framsóknardisk og éta vel.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.12.2015 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband