Staksteinar Moggans: Borgaralaun frumleg lausn

Þar sem ágreiningur í stjórnmálum er óhjákvæmilegur þá er heillavænlegt að finna lausnir sem sætta sjónarmið samhliða því að verja réttindi einstaklinga og vinna að almannahag.

Dæmi um mögulega lausn í þá veru er skilyrðislaus grunnframfærsla, oft nefnd borgaralaun, sem yfirvöld í Finnlandi eru að skoða sem arftaka félagsbótakerfisins, eins og kemur fram í Staksteinum Morgunblaðsins í dag.

Tölvur og róbótar munu taka yfir helming starfa á næstu áratugum. Það mun setja gríðarlegt álag á óskilvirkt félagskerfið á sama tíma og verðmætasköpun sjálfvirkninnar mun gera samfélög nógu rík til að skipta í skilvirkari heildarlausnir á borð við skilyrðislausa grunnframfærslu.

Fólk á vinstri kanti stjórnmálanna sér þetta sem uppfyllingu á lágmarks framfærslu og á hægri kantinum sér fólk hluta óskilvirkt skriffinnskubákn sem hnýsist í einkalíf fólks á bak og burt.

Píratar hafa lagt fram í annað sinn þingsályktun um að stjórnvöld skoði leiðir til að tryggja öllum borgurum landsins skilyrðislausa grunnframfærslu.

ATH: Í myndskeiðinu segi ég 50 ár á meðan hið rétta er 20 ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband