Sérhagsmunaaðilar sem vilja fjölga föngum

Peter Drucker, faðir nútímastjórnunar, sagði tilgang fyrirtækja að búa til og halda í kúnna.

Við viljum hafa minna af kúnnum þegar „kúnnarnir“ eru fangar. Við viljum því ekki hafa hagsmunaaðila í samfélaginu sem hafa hag af því að fjölga föngum. Þannig er það í Bandaríkjunum. Þar hefur sprottið upp gríðarlega stór og sterkur iðnaður sem hefur áhrif á löggjafann til þess að fá fleiri „kúnna“.

Í góðum rekstri þá ræðst form rekstursins af tilgangi hans. Uppbygging teima ræðst af tilgangi verkefnisins. Það er ekkert lýðræði í skurðstofuteiminu, og réttilega. Ef einn af megintilgangi fangelsiskerfisins er að betrumbæta fanga og þar með fækka þeim og afbrotum, þá er óheillavænlegt að nota rekstrarform sem í eðli sínu hefur hag af því að fjölga föngum.



mbl.is Koma stórskuldugir úr fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hér er margt vel sagt.

En ef til vill er þörf á því að færa umræðuna á víðari grundvöll. Ekki síst hverjir eru "hagsmunaaðilar".

Hafa félagsráðgjafar hag af því að fækka skjólstæðingum sínum? Hafa sérkennarar hagsmuni af því að fækka þeim sem þurfa á þjónustu þeirr að halda?

Og svo má lengi áfram telja. Hvað gefur "mannréttindalögfræðingi" meiri tekjur en "hælisleitendur", sem sífellt má reyna að finna nýja fleti á máli þeirra?

Hvað tryggir starf áfengisráðgjafa betur en nægur fjöldi "alkóhólista"?

Það má lengi halda áfram, vinna margir samviskusamlega að því að gera störf sín óþörf, að vinna að því að fækka megi í stéttinni?

P.S. Ég er ekki að segja að allir séu óheiðarlegir, og hundsi almanna hagsmuni, en eigi að síður er þarft að velta þessu fyrir sér.

G. Tómas Gunnarsson, 21.9.2015 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband