Flóttafólkið sem flýr ofbeldisfullar trúaröfgar
31.8.2015 | 14:03
Fólk sem vill koma fram vilja sínum með ofbeldi beitir oft fyrir sig völdum köflum úr trúarbókum til að réttlæta sínar öfgar.
Íslamska Ríkið er nærtækasta dæmið um slíkt. Stjórnarfarið þar, rétt eins og hjá öðru ofbeldisfullu öfgafólki, er fasískt; ofbeldisfullt stjórnlindi.
Í Sýrlandi, rétt eing og í Írak, hefur fólk bæði nauðugt og viljugt gengið til liðs við Íslamska Ríkið. "Ríkið" hefur tekið vel á móti öfgafólki.
Þeir sem hins vegar flýja núna heimili sín í Sýrlandi eru aðalega trúað fólk sem er hvað líklegast til að hafna ofbeldisfullum trúaröfgum.
Í öðrum trúarbrögðum rétt eins og í Kristni þá er það trúaða fólkið sem hafnar ofbeldisfullum trúaröfgum sem heldur hvað helst á lofti því friðsæla og kærleiksríka í trúarbókunum og heldur öfgunum og talsmönnum þeirra í skjefnum.
Fólk sem vill forðast fasisma mun gera samfélagið okkar farsælla.
Ég ætla ekki að nefna einhverja tölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Facebook
Athugasemdir
Farsælla, ekki farsælara.
... flýr ofbeldisfullar trúaröfgar (kvk.), í fyrirsögn, ekki: flýr ofbeldisfulla trúaröfga. Einnig: réttlæta sínar öfgar (í 1. setningu), ekki: réttlæta sína öfga.
... stjórnlyndi, ekki stjórnlindi.
Jón Valur Jensson, 31.8.2015 kl. 16:08
Takk Jón Valur :)
Ég er þakklátur fyrir málfarsfasista.
Það eru einu fasistarnir í Pírötum.
Jón Þór Ólafsson, 31.8.2015 kl. 17:56
Jón Þór þetta flóttafólk er ekki bara frá Sýrlandi það er straumur allstaðar frá. Það væri gaman að fá að vita hve margir koma inn á viku til Íslands það er fullt af fólki sem er löngu búið að taka stefnuna á Ísland út af blaðurskjóðum bæði frá almenning og Pólitíkusum
Valdimar Samúelsson, 31.8.2015 kl. 21:39
Sæll Jón Þór Malbikunar frömuður - sem og, aðrir gestir þínir !
Jón Þór !
Framan af: vildi ég reikna með, að þú féllir ekki í sömu gryfju hræsni og lágkúru:: þeirra félaga þinna, Birgittu og Helga Hrafns.
En svo virðist vera - sem svo sé, því miður.
Kristna Assýringa (Sýrlendinga) / sem og Yazída og aðra ýmsa, friðsama mætti bjóða velkomna hingað: EKKI, Múhameðstrúar packið, sem er ALHEIMSPLÁGA - líkt Kommúnistum og Nazistum forðum, Jón minn.
Ígrundaðu ögn betur - veraldarsöguna Jón Þór, áður en þú tekur frekar til við, að mæra Kóran liðið, síðuhafi góður.
Með beztu kveðjum: samt - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.8.2015 kl. 22:46
Það er náttúrulega skilda kristintrúar fólks að hjálpa í neyð. Hjálpa náunganum. Sbr. guðspjallið Lúk. 10.23-37.
Álíka vissulega í öðrum trúarbrögðum.
En það er skilda kristinna.
Ísland sem sjálfstætt vestrænt lýðræðisríki ber jafnframt skilda til að ganga til liðs við alþjóðlegt samstarf varðandi þetta efni re´tt eins og önnur ESB ríki og td Norðurlönd.
Ef Ísland ætlar alltaf að skerast úr leik, hafna ábyrgð etc., - nú þá er tæplega hægt að líta á Ísland sem sjálfstætt Evrópuríki heldur miklu frekar sem einhverja hornreku.
Orðræðu ofsa-framsjalla og þjóðrembinga ber að hafa að engu og hafna. Þeir geta barasta fokkað sér.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.8.2015 kl. 22:58
Ps. Með Isis sérstaklega, að þá skilur maður nú varla afhverju er ekki hægt að stoppa þá af. Þ.e.a.s. afhverju þeim líðst að halda stórum landsvæðum bæði í Írak og Sýrlandi.
Skýringin hlýtur að einhverju leiti að liggja í klofningnum. Þessi lönd eru margklofin innbyrðis. Í Sýrlandi náttúrulega borgarstríð þar sem erfitt er að átta sig á hver er að berjast móti hverjum.
Isis virðist taka svæði í skjóli sundurlyndis.
Virðist því þurfa utanaðkomandi aðila sem stoppar þessa vitleysu.
Það er bara ekkert grín í dag því vopn eru orðin mjög fullkomin og reynslan frá Írak sýnir að helst geti hópar sameinast gegn erlendu innrásarliði.
En svo er önnur umræða að flóttamannamálið er stærra en Sýrland. Flóttamannaefnið er verkefni fyrir alþjóðasamfélagið, þ.á.m. Ísland.
Það sem sumir eru að segja, eitthvað á þá leið að Ísland eigi bara að loka sig inni að þessu leiti, - það er einfaldlega ekkert option í stöðunni. Tal þjóðrembinga er langt fyrir neðan allar umræðuhellur. Ótækt til umræðu og ber því að vísa frá.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.8.2015 kl. 23:47
Ómar Bjarki, Ísland er ekki ESB-ríki og ber engin skylda til að fara að óskum Evrópusambandsins í þessum flóttamannamálum.
ESB situr uppi með afleiðingarnar af eigin stefnu (í annan endann: að styðja uppreisnaröfl í Sýrlandi og framlengja þannig borgarastríðið og auka hörmugarnar vegna þess, en í hinn endann: að vera galopið fyrir flóttamönnum í stað þess að taka upp áströlsku aðferðina og stýra þvi síðan sjálft með eigin vali, hverjum ESB-lönd byðu landvist).
ESB-lönd geta vel séð um þennan vanda sinn sjálf, en á meðan getum við boðið hæli á Íslandi því fólki, sem mest allra er ofsótt í Mið-Austurlöndum: kristnu fólki og jasídum sem ógnarstjórn Ríkis islams vill troða undir sínum grimmdarhæli, með fjöldadrápum saklausra borgara, nauðgunum og kynlífsánauð kvenna. Hvar eru nú allir okkar femínistar?!
Jón Valur Jensson, 1.9.2015 kl. 00:59
Fyrst sendum við sauðina yfir sprengjubeltið. Síðan koma fótgönguliðarnir. Síðast kom bolshevikarnir og taka völdin. Ekki verið að finna upp hjólið
Asgeir Halldorsson (IP-tala skráð) 1.9.2015 kl. 11:32
Komið þið sælir - á ný !
Ásgeir Halldórsson !
Nákvæmlega: þannig mun það ganga, fyrir sig.
Jón Þór !
Mér láðist að minna þig á - að Múhameðska liðið, sem sezt að í öðrum löndum / DREGUR Á EFTIR SÉR TRÚAR ÖFGARNAR, þannig að þú getur alveg leiðrétt fyrirsögn þína hér efra, í samræmi við það.
Og: Jón Þór. Hvernig skyldi standa á því, að Hindúískir Indverjar / líkt Bhúddískum Víetnömum t.d., geti vandræðalaust:: aðlagast okkur, án þess að vera veifandi trúar skruddum, eða með einhver önnur uppsteyt og yfirgang:: sbr. Tamimi´s og Sveris Agnarssonar gengið, yfirleitt ???
Með þeim sömu kveðjum - sem síðustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.9.2015 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning