FYRIR virkara lýðræði, frekar en GEGN ráðandi öflum

styrmir_gunnarsson.jpgStyrmir Gunnarsson er með góða greiningu í Morgunblaðinu um helgina. Í titli greinarinnar spyr hann hvort yfir standi uppreisn gegn ráðandi öflum? Svarið er 'Já' en það er aðeins hálft svarið.

Fyrst og fremst stendur yfir bylting FYRIR gildum eins og auknu gegnsæi og beinna lýðræði, í stað þess að byltingin standi GEGN ráðandi öflum.

Styrmir skrifar af skilningi:
  "Ef þetta er að einhverju marki rétt lýsing á því sem kalla má hjartslátt þjóðfélagsins blasir við að aðferðin til að veita þessum straumum út í samfélagið í uppbyggilegan farveg er að breyta stjórnskipan landsins á þann veg að beint lýðræði verði grundvallarþáttur hennar, að fólkið í landinu taki sjálft ákvarðanir um megin stefnu í grundvallarmálum, sem Alþingi útfæri svo í smáatriðum í löggjöf.
  Meginþáttur í slíkri stjórnskipan er bylting í upplýsingamiðlun til almennings, sem getur með nútímasamskiptatækni haft aðgang að öllum sömu upplýsingumum málefni þjóðarbúskaparins og „hin ráðandi öfl“ hafanú.
  Skilja stjórnmálaflokkar þetta?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar Píratar fóru í borgarstjórnarsamstarf í Reykjavík urðu þeir að gefa eftir varðandi þá eftirfylgni helstu stefnu sinnar, að beinu lýðræði yrði beitt í stóru máli, flugvallarmálinu. Afsökunin var starf Rögnunefndarinnar, sem nú er auglýst að sé lokið, en þó blasir við að nefndin skoðaði aldrei gögn um rannnsóknir og tilraunir varðandi "flugkviku" í aðflugi og flugtaki, sem gerðar voru fyrir 50 árum og endurtók þær ekki, heldur létu nægja svonefndar flugkvikumælingar í tölvulíkani, sem aldrei getur orðið jafn raunhæf mæling og mælingar með flugritum í raunverulegu flugi við raunverulegar aðstæður. 

Ómar Ragnarsson, 30.6.2015 kl. 07:24

2 identicon

Satt segirðu Ómar.  Þögn Pírata er ærandi.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.7.2015 kl. 11:35

3 identicon

Kannski er þetta minnihlutaræðið sem Píratar aðhyllast skyndilega.  Stjórnmálamenn vs. almenningur?

http://www.visir.is/helgi-hrafn-tok-lag-med-jonasi-og-ritvelum-framtidarinnar-i-eldhusdagsumraedum/article/2015150709871

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.7.2015 kl. 12:27

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Það er Ótrúlegt að maður sem kallar sig vera fulltrúa lýðræðis. Skuli ekki einu sinni svara Ómari Ragnarsyni. það eitt er ekki við hæfi þegar hent er fram skoðunum. Enn ég tek undir með Ómari Ragnarsyni.

Jóhann Páll Símonarson, 4.7.2015 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband