Málskotsréttur þjóðar í stað málþófsréttar þings

Þar til að þjóðin sjálf fær málskotsréttinn til að stöðva meirihlutan á þingi þá er það hlutverk minnihlutans að beita málþófi til að koma í veg fyrir að meirihluti þingmanna (32+ einstaklingar) gangi gegn meirihlutavilja landsmanna (160.000+ kjósendur). Málþóf í þinginu er líka forsenda þess að Forseti Íslands beiti sínum málskotsrétti. Já þetta er gamaldags fyrirkomulag. Og já það er til betri leið til að tryggja vilja meirihluta landsmanna. Leið sem mikill meirihluti kjósenda vill og hefur samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. Er ekki kominn tími til að binda í stórnarskrá rétt tiltekins minnihluta kjósenda til að vísa málum sem Alþingi samþykkir í þjóðaratkvæðagreiðslu?


mbl.is Setji ný met í málþófi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá væri nú þægilegt að vera Pírati á þingi. Barasta láta þjóðina ákveða hlutina, þiggja samt laun og þurfa ekki að hafa fyrir því að mæta á nefndarfundi, hvað þá að kynna sér mál. Æðislegt líf. 

Píratar væla, þeir þurfa að mæta, og geta barasta ekki sett sig inn í öll mál. Hvernig í andskotanum eiga 240.000 kjósendur að setja sig inn í mál, þegar þingmenn geta ekki drullast til að sinna þeirri vinnu sem þeir fá greitt fyrir?

Píratar og aðrir vinstrimenn hafa áttað sig á einu, það er hundaheppni ef þeir komast í ríkisstjórn. Fólkið í landinu vill bara ekki láta ábyrgðarlausa popúlista stjórna.
Því hafa Píratar og aðrir vinstrimenn reiknað út, að með skipulögðum áróðri á þeim ótalmörgu miðlum sem þeir hafa beina og óbeina stjórn yfir, geta þeir komið sínum helstu hugðarmálum í gegn. Líkurnar aukast eftir því sem málin verða fleiri, þegar fólk nennir ekki að mæta á kjörstað, og því geta vel skipulagðar sveitir vinstrimanna stjórnað því sem þeir vilja stjórna, án þess að hafa til þess fylgi þjóðarinnar.

Ríkisstjórnin hefur meirihluta þjóðarinnar á bakvið sig. Hún á að taka lýðræðisræningja litlu vinstriflokkanna hraustum tökum, og láta þing sitja, dag sem nótt, þar til meirihlutavilji nær í gegn.
Ég held að okkur sé flestum sama um það, þó Píratar nái ekki að spila tölvuvleiki á kvöldin og fram eftir öllumn nóttumþ

Hilmar (IP-tala skráð) 21.5.2015 kl. 20:38

2 identicon

Þá verður gaman að vera Reykvíkingur. Smá undirskriftasöfnun og landsbyggðarskríllinn getur gleymt samgöngubótum og læknum. Minnihlutinn fer ekki á fjárlög. Mislæg gatnamót, Sundabraut og fullmannað hátæknisjúkrahús strax.

Þegar lýðurinn fær að ráða getur skríllinn étið það sem úti frýs.

Ufsi (IP-tala skráð) 22.5.2015 kl. 01:34

3 identicon

Já Hilmar það hlýtur að vera miklu betra að vera Íhaldsskoffín, segja eitt og gera allt annað. Hvernig létu aftur Íhaldsmenn þegar þeir voru í minnihluta fyrir rúmum tveimur árum?   Það er gott að vera Íhaldsmaður með bilað langtímaminni 

thin (IP-tala skráð) 22.5.2015 kl. 13:06

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þið ættuð að skammast ykkar fyrir allt þetta málþóf á Alþingi!

Og ekki er ykkar hrikalega skrópasótt í þingnefndum (og mest þín) ykkur Pírötum til sóma!

Jón Valur Jensson, 22.5.2015 kl. 14:04

5 Smámynd: Snorri Hansson

Þú gleymir einu litlu smáatriði. Þjóðin kaus til fjögurra ára.

Það heita "þingkosningar". Í þingkosningum er kosið til þings og af því að kjósendur kusu svona í þetta skipti þá ræður þessi meirihluti þar til kosið verður aftur og annar meirihluti verður til.

Flókið en alveg satt! Tíu putta uppí loft.

Þannig er það alls staðar í líðræðisríkjum og þannig hefur það verið alveg síðan orðið líðræði var fundið upp. Þeir sem halda að allt í einu sé "fólkið" orðið sammála sér og þá eigi þingið ekki að ráða heldur "þú" þá veður þú í alvarlegri villu.

Prófaðu að googla það!

Snorri Hansson, 22.5.2015 kl. 15:33

6 identicon

Reyndar svolítið merkilegur þessi eiginleiki sumra að heilaþvo sjálfa sig, og kalla það "rétt" að geta svínað á lýðræðinu og komið í veg fyrir að lýðræðislega kjörinn meirihluti geti afgreitt mál, eins og stjórnarskráin segir til um.

Reyndar hef ég hvergi séð, og hef þó lesið stjórnarskrána, að forsenda málskots Forseta Íslands, sé málþóf vinstrimanna. 
Merkilegt að þetta skuli hafa farið framhjá okkur hinum, en gera má ráð fyrir að þarna renni saman hinn ímyndaði heimur tölvuleikjafíkilsins og raunveruleikinn. Ég reikna með að sumir geti ekki gert greinamun þarna á milli.

Sem sönnur á þessum veruleikaflótta, er sú skemmtilega sýrða skoðun fulltrúa sem kosinn er með lýðræðislegum hætti, að ólöglegar kosningar 2012 sé nú með einhverjum hætti orðnar löglegar og gildandi.

Hilmar (IP-tala skráð) 22.5.2015 kl. 16:03

7 identicon

Alveg merkilegt.  Hvað sögðu þeir hinir sömu og væla og hneykslast yfir þessu málþófi um eintóm málþóf stjórnarandstöðunnar á síðasta kjörtímabili?  Og hvað þá þingmenn og núverandi ráðherrar þessara flokka, sem hneykslast hástöfum núna?!  Hræsni?

Skúli (IP-tala skráð) 22.5.2015 kl. 16:26

8 identicon

ÆÆÆÆ þarf núna símahrellirinn JVJ að þeysa hérna fram á ritvöllinn með sinn Sögusóðakjaft. 

Hilmar minn fyrst þinn alzheimer er farinn að hrella þig svona innilega þá er ekkert mál að hressa aðeins upp á minnið hjá þér.

Síðasta ríkisstjórn var s.k. vinstirstjórn og var NÚVERANDI meirihluti þá í minnihluta. Og hvað gerði  vinstra liðið í síðasta minnihluta?  Hélt uppi ómældu málþófi. Þú hefur fengið þér stólpípu til að hreinsa út hjá þér, enda hefur þér væntanlega ekki veitt af því.

thin (IP-tala skráð) 22.5.2015 kl. 19:22

9 identicon

Já, það er málið thin, vinstrimenn, þetta háheilaga lið, sem barðist hart gegn þessari svívirðu stjórnarandstæðinga á sínum tíma, er svo yfirgengilega hræsnisfullt að það man ekki stakt orð af eigin hneykslunarópum.
Steingrímur Lofthani Sigfússon sagði t.d. árið 2012, (að málþóf) "hefði náð nýjum lendum"
Sömu sögu má segja af fleiri vindhönum af vinstrivængnum.

Hinsvegar finnst mér þetta hið besta mál, ég óttaðist bara að ríkisstjórnin færi að gefa undan þessu ofbeldisliði, en nú hefur frestun Alþingis verið frestað, og því hægt að leyfa vinstrimönnum að belgja sig út í ræðustól, í umræðu um fundarstjórn forseta Alþingis, í allt sumar, ef út í það er farið, frá morgni til kvölds, og á næturna líka.

Það verður gaman að sjá upplitið á þessu liði, þegar það sér fram á sumarfríið fara fyrir ekkert.
Mér segir svo hugur, að þegar það gerist, þá þagni þessi vælukór.

Hilmar (IP-tala skráð) 22.5.2015 kl. 19:59

10 identicon

Ég býst við að fólk sé nú ekki fúlt yfir því að vita að Alþingismenn þurfi að sækja vinnu sína yfir sumartímann líka eins og allur almenningur. 

Vinstra liðið hefur nú haft ágætis kennara s.l. 20 ár Hilmar minn, þannig að ekki vera að kippa þér upp við það að þeir noti sömu meðul og andstæðingar þeirra. Eins og þú sérð núverandi meirihluta gera. Kannski ekki skrýtið að néverandi meirihluti vilja rifja upp söguna.

thin (IP-tala skráð) 22.5.2015 kl. 20:17

11 identicon

Svona svona krakkar,  ekki fara að kasta drullumalli í hvort annað strax :-@

Ef að píratar næðu að leysa sjálfa sig (og til allrar hamingju, líka fjórflokkinn) af með því að gefa almenningi tækifæri til að hafa beinni inngrip í gangi þjóðarhagsmunamála, þá væri ég bara virkilega sáttur.

Það er nefnilega það sem ég er hvað sáttastur meðvarðandi hugsunargang pírata, að þeir sækistekki eftir frekara valdamangi fárra yfir fjöldanum!

Það er nefnilega enginn skortur á fólki sem segir"sko, ef ÉG fengi að ráða..."

Hinsvegar er umtalsvert minna um þá sem segja "sko, ef fleiri fengju að ráða..."

Er það virkilega fullkomnasta birtingarmyndlýðræðis að fá að velja sér hóp fólks sem lætur eins og foreldrar landsins í 4 ár, sem svara nánast ekki til neins?

Það versta sem getur gerst fyrir stjórnvöld í dag er að ef þau drulla gjörsamlega upp á bak vakna reiðilegar raddir í takmarkaðan tíma, sem sefast um leið og einn eða tveir blórabögglar eru færðir á fórnaraltarið.

Vald án ábyrgðar er það síðasta sem við viljum í höndum þeirra sem halda í stýri þjóðarfleysins.

Diddi (IP-tala skráð) 25.5.2015 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband