Hættulegt fyrir lýðræðið að Alþingi hefur virðingu án þess að vera virðingarvert

Málþóf er einkenni á vandamáli samráðsleysis um langtímastefnumótun sem kostar samfélagið og efnahag landsins stórar fjárhæðir (sjá bls 85 í McKinsey skýrslunni um Ísland). En ef landsmenn fengju neitunarvald á löggjöf sem Alþingi samþykkir, eins og yfir 73% landsmanna vilja, þá væri Alþingi þvingað til að vinna saman að langtímastefnumótun til hagsbóta fyrir alla landsmenn, því annars myndu landsmenn stöðva löggjöf sem klárlega er ekki meirihluti fyrir og samstaða um í samfélaginu.


mbl.is Bjarni vill breyta þingsköpum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Þú og aðrir í stjórnarandsstöðu hagið ykkur eins og kjánar og eruð sjálfum ykkur og þinginu til skammar. Það er algjört aðalatriði í líðræði að meirihluti komi sínum málum áfram.

Minnihlutinn grannskoðar , gagnrýnir og er á móti eftir þörfum en þessi ræða þín er bull.

Snorri Hansson, 16.5.2015 kl. 03:46

2 identicon

Sammála þér Jón held að Snorri sé í svolítið í. ruglinu með annars fullri virðingu fyrir honum,Nú er ljóst að stjórnin laug sig inná þing,það gerði líka síðasta ríkisstjórn,færa verður kjósendum það vald að stoppa af ósannindafólkið á þinginu.

Bjarni Bergmann (IP-tala skráð) 16.5.2015 kl. 04:57

3 identicon

Já, "Það er algjört aðalatriði í lýðræði að meirihluti komi sínum málum áfram."  Þess vegna er nauðsynlegt að sjá til þess að meirihluti kjósenda geti stöðvað mál sem hann er algerlega ósáttur við.

Einar Steingrimsson (IP-tala skráð) 16.5.2015 kl. 12:01

4 Smámynd: Diddi

Að þjóðin geti sagt nei er einn hlutur, en að þjóðin fái að segja bæði nei og já myndi ég kalla enn meiri framför.

Þá gæt þing einbeitt sér frekar að því að hanna löggjöf og leggja til stefnumótun - með góðum rökstuðningi að sjálfsögðu - sem þjóðin þyrfti svo að samþykkja.

það hversu stórt hlutfall kjósenda þyrfti svo að samþykkja hvert frumvarp myndi svo etv velta á umfangi og hagsmunaárekstrum tengdum frumvarpinu.

ekkert ómögulegt í framkvæmd!

Diddi, 25.5.2015 kl. 03:42

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband