Frumvarp um að einkavæðing bankanna fari í fangið á Bjarna Ben

Tilgangur Bankasýslu Ríkisins er að sýsla með eignir ríkisins í bönkunum. Frá stofnun fyrir sex árum hefur safnast þar sérþekking m.a. um sölu þessara eigna sem eru að andvirði þriggja nýrra landsspítala. En með þessu frumvarpi á að leggja hana niður rétt áður þessar eignirnar eru seldar, færa verkefni hennar inn í fjármálaráðuneytið og gera fjármálaráðherra auðveldar fyrir, og í raun að ráða því einn hvernig söluferlinu sé háttað. Jú hann þarf að leggja hluti fyrir aðra, en hann ræður einn á endanum.

Ríkið á ekki að eiga í fjármálafyrirtækjum. Hvorki í bönkunum, né Íbúðalánasjóði, því það skapar hagsmunaárekstra, eins og þann að ef ríkið hefði hugsað eins vel og lög kváðu á um réttarstöðu lántakenda þá hefði ríkissjóður tapa fé sem gert hefði hallalaus fjárlög fjarlægari möguleika. Eignir ríkisins í viðskiptabönkunum ætti því að selja. En söluferlið þarf að vera eins faglegt og mögulegt er, og ekki bjóða upp á geðþóttavaldi ráðherra. Frumvarpið mun bæði gera söluferlið ófaglegra og færa ákvarðanatökuna alfarið í hendur Bjarna Ben.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ég geri mér fulla grein fyrir því hvað þingmaðurinn er að tala um, og verð að segja, að ég er fullkomlega sammála honum. En eitt skil ég bara alls ekki. Hér á blogginu eru fjölmargir, sem nánast hrópuðu að Jóhönnu Sig. færi hún á klóið, hrópa að núverandi stjórnarandstöðu, ef þeir svo mikið sem andmæla hverju sem er. En í þessu tilviki ekki boffs, ekki neitt. Hver skildi ástæðan vera, að hætti margra, væri hægt að setja upp margar ljótar hugsanir, spurningar o.þ.h. en læt það vera.

Jónas Ómar Snorrason, 14.5.2015 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband