Fimm vísbendingar að barnið þitt þurfi nýtt menntaumhverfi
11.4.2007 | 01:04
Einkennin hér að neðan eru vel þekkt í Prússneska skólakerfinu sem við höfum á íslandi, enda var það hannað til móta þegna sem hlýða skilyrðislaust, en ekki vekja áhuga þeirra og forvitni.
Sýnir barnið þitt eitthvert þessara einkenna?
1. Segist krakkinn þinn hata skólann?
Ef svo, þá er líklega eitthvað að því að krakkar eru að eðlisfari nemendur. Þegar þau eru ung er erfitt að koma í veg fyrir að þau læri. Ef krakkinn þinn segist hata skólann, hlustaðu þá á hann.
2. Kemur krakkinn þinn þreyttur heim úr skólanum?
Þetta er vísbending að menntaupplifun hans sé ekki hvetjandi, og sé í raun sljóvgandi.
3. Kvartar krakkinn þinn um ágreining sem hann átti í skólanum og ósanngjarnar aðstæður sem hann mátti þola?
Þetta er vísbending um að skólinn hafi ekki samskiptaferli til að leysa úr ágreiningsefnum á viðeigandi hátt.
4. Frestar krakkinn þinn heimavinnunni sinni til síðustu stundar?
Þetta er vísbending um að heimavinnan sé ekki sérlega áhugaverð, uppfylli ekki þarfir hans, og gæti hæglega slökkt náttúrulega forvitni hans.
5. Segir skóla hjúkkan eða ráðgjafinn að krakkinn þinn hljóti að hafa einhvern sjúkdóm, eins og ADD (Attention Deficit Disorder) þ.e. athyglisbrest, og honum skyldi gefa Rítalín eða eitthvert annað lyf?
Í þessari stöðu er líklegra að skólinn sé haldinn sjúkdómnum EDD (Educational Deficit Disorder) þ.e. Menntunarbrest
Ef krakkarnir þínir sýna nokkur af þessum einkennum, er kominn tími til að skoða aðra valkosti við menntun þeirra.
Eins og er eru til bæði leik og grunnskólar hér á landi sem starfa eftir öðrum menntastefnum en hinni Prússnesku. Sú fyrri er Waldorf-stefnan (skoða hér og hér) og sú síðari er Hjallastefnan hennar Margrétar Pálu (skoða hér). Hún er höfundur Hjallastefnunnar sem stefnt er gegn einsleitni og byggir á uppgötvunarnámi með enga stundaskrá, engar frímínútur, enga töflukennslu eða skólabækur, ekkert heimanám og engin eyðufyllingarverkefni. Samt er meirihluti sex ára barna í Barnaskóla Hjallastefnunnar orðinn læs fyrir jól.
Eins og hún bendir á þá er engin ein stór lausn sem á að vera í gangi í menntamálum.
Börn og fólk almennt er jafn misjafnt og það er margt. Við þurfum fjölbreytni í menntun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.4.2007 kl. 00:23 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir vísbendingarnar! Veistu til þess að áhrif þess á börn hafi verið rannsökuð að barn fer annað í skóla en leikfélagarnir?
Baldur Kristjánsson, 12.4.2007 kl. 01:47
Því miður, hef ég ekki heyrt um slíka rannsókn.
Allt sem hefur áhrif á líðan barna skiptir máli ef við hjálpa þeim að vax úr grasi hamingjusöm.
Jón Þór Ólafsson, 12.4.2007 kl. 04:06
Í dag er dagur Jarðar ! Til hamingju með það, Ljós og friður til Jarðainnar og Þín Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.4.2007 kl. 12:23
Er með strákinn minn í Rudolf Steiner hér í DK og líður honum mjög vel og við ánægð, sorglegt hvað það er lítið val á Íslandi og hvað Waldorf á Íslandi hefur verið notað sem síðasti valkostur fyrir börn sem ekki fúnkera í venjulegu skólakerfi. Við völdum Waldorf sökum þess hve mannleg kennslan er og það sé kennt útfrá því að við séum hugur, líkami og sál. Gaman að heyra að Margrét Pála sé að koma/komin með skóla. Ég fagna vali í þessu þar sem mikil akademísk kennsla hentar ekki öllum börnum.
TAkk fyrir þetta
jóna björg (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.