Frumvarp sem gerir gjafakvótan óafturkræfan

Þetta er snjallt fyrsta skref hjá kvótaflokkunum til að byrja að múra gjafakvótakerfið inn til lengri tíma, og gera það með því að gefa kvóta á nýrri fiskitegund, makríl, í stað þess að ríkið sjálft leigir út kvótan á frjálsum markaði. Þessu er líka styllt upp þannig að Foseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur svigrúm til að smegja sér framhjá því að senda málið til þjóðarinnar með þeim rökum að þetta sé ekki heildarendurskoðun. Þetta er fyrsta skerfið í heildarendurskoðun og grundvallabreyting, en forseti vor er háll sem áll og þessi framsetning býr til smugu fyrir hann.

Forseti Íslands útlistaði skilyrði þess að hann skjóti lögum um sameiginlega fiskveiðiauðlind þjóðarinnar til þjóðarinna þegar hann skrifaði undir lækkun á sérstökum veiðigjöldum sem þjóðin fær í sinn hlut sumarið 2013. Skilyrði forseta voru: mikil andstaða í samfélaginu með miklum mótmælum og undirskriftum ásamst mikilli andstöðu og málþófi á þingi. Ég er tilbúinn að setja mikið púður í það. En þetta verður ekki stöðvað nema hinir minnihlutaflokkarnir séu til í að gera það líka og það gerist eflaust ekki nema mikil andstaða verður við málið í samfélaginu.

Í ræðu við fyrstu umræðu frumvarpsins tek ég saman hvað þetta frumvarp mun þýða og hvað hægt er að gera öðruvísi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nú er komið nóg. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2015 kl. 17:02

2 Smámynd: Jack Daniel's

Flott að benda á þetta Jón.  Takk og þetta verður hreinlega bara að stoppa.

Jack Daniel's, 29.4.2015 kl. 18:18

3 identicon

Er nú ekki orðið tímabært, að kalla til lögfræði svið Pírata, því ekki er hægt að sjá að hið frjálsa framsal á makrílkvótanum, sameign þjóðarinnar, verðmæti upp á 100-150 miljarða, til örfárra, standist 72.gr eignaréttarákvæði Stjórnarskrárinnar.

Sömuleiðis er vandséð að veiðireinsla á makríl fyrstu árin standist jafnræðisreglu Stjórnarskrár, og stjórsýslulaga, því aðeins þeir sem voru með síldarkvóta gátu aflað sér veiðireinslu í makríl.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.4.2015 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband