Góð regla að meta réttmæti þegar ofbeldi er beitt

Bréf mitt til forseta Alþingis og forsætisnefnd í heild: 

Hr. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis.

Öryggisvörður Alþingis er í fréttum fyrir að beita mann ofbeldi fyrir utan Alþingishúsið. Fjölmiðlar hafa birt myndbandsupptökur af atburðinum. Öryggisverðir geta starfsins vegna þurft að beita ofbeldi, svo mikilvægt er að faglega sé staðið að því að meta réttmæti þess þegar ofbeldi hefur verið beitt. Óskað er eftir því að forseti Alþingis sem yfirmaður starfsmanna þingsins rannsaki málið. Í anda faglegra vinnubragða er jafnframt óskað eftir því að forsætisnefnd fari yfir málið og hafi þá m.a. til hliðsjónar gildi skrifstofu Alþingis: 'Þjónustulund, Fagmennska, Samvinna' og hæfniskröfur öryggisstarfsmanna Alþingis s.s. hæfni í mannlegum samskiptum og fáguð framkoma.

Myndbandsupptöku af atburðinum er hægt að sjá í frétt á Stundinni:
http://stundin.is/frett/myndband-thingvordur-sneri-motmaelanda-/

Hér er myndbandisupptakan á YouTube:
https://www.youtube.com/watch?v=13pgJAOdZaQ​


mbl.is „Ólíðandi“ vinnubrögð þingvarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Forseti Alþingis er ekki rannsóknaraðili í brotamálum, lögreglan er það. Ef þessum "mótmælanda" finnst á sér brotið, þá kærir hann málið einfaldlega til lögreglu.

Hitt er það, að óuppdreginn lýður telur sig geta ráðist að, og svívirt opinbera starfsmenn. Þetta myndbrot sýnir ekki hvað þessi einstaklingur gerði, áður en hann var "snúinn" niður.

Mér sýnast Píratar vera komnir í hlutverk Álfheiðar Ingadóttur, standandi við glugga Alþingis og hvetja ofbeldisfólk áfram.

Hilmar (IP-tala skráð) 15.4.2015 kl. 21:53

2 identicon

Þetta eru drukknir unglingar umhábjartan dag með skólatöskur, hvað er í gangi eiginlega? Með bjór í hönd eftir skóla lýsir ásetningi tel ég.

Öryggismál þurfa að vera í lagi á þessum stað, það er nokkuð ljóst.

Sé ekkert athugavert við þetta.

Guðrún Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2015 kl. 22:32

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Yndi þitt Jón Þór virðist vera niðurbrot reglu, enda hefur þú ekki virt hefðir þingsins og samkvæmt minni reglu hefði átt að vera búið að reka þig úr þinghúsinu, því hefðir skapa stöðugleika.

En þú slappst í þetta sinn en ekki er víst að reglubrjótar fá endalaust aðgang að þinghúsi okkar Íslendinga.  Vegna einstakrar kurteisi og umburðarlyndis þingforseta, sem að mínu vita jaðrar við aumingjaskap þá ert þú á þingi okkar Íslendinga. 

Starfsmenn þingsins hljóta að hafa heimild til að þrífa nánasta svæði þinghússins án þess að skríll undir þinum verndarvæng hindri þá framkvæmd, eða hvað Hr. Sjóræningi Jón Þór ?      

    

Hrólfur Þ Hraundal, 15.4.2015 kl. 22:53

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg hefði hrifsað af honum slönguna og spúlað hann.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.4.2015 kl. 23:21

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hrólfur þú misskilur.

Skríllinn var inni.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.4.2015 kl. 23:28

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þið Ómar og Guðmundur eruð svo þroskaðir.

Hrólfur Þ Hraundal, 16.4.2015 kl. 07:49

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ofbeldi á aldrei rétt á sér, sama um hvern er að ræða. Sjáfsvörn er að sjálfsögðu nauðsynleg, en ekki á ófaglegan ofbeldisfullan hátt. En ég var ekki á staðnum og veit því ekkert um hvernig þetta mál þróaðist.

Ég vissi ekki að það væri í verkahring þingvarða að þvo þingplanið? Mun hann næst setja niður kartöfluútsæði á Austurvelli? Eða taka upp kartöflur þar? Kannski reita arfa í blómabeðum við Austurvöll?

Hvar eru verkefnamörk þingvarða?

Ég bara spyr?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.4.2015 kl. 08:33

8 identicon

Í þessu tilviki hefði verið farsælast fyrir starfsmenn þingsins að byrja að þrífa og spúla þegar mótmælendur væru farnir og mótmælum lokið. Illa ígrundað að vaða fram með vatnsslönguna meðan fólkið var þarna ennþá. Stundum þarf bara einn neista til að tendra mikið bál. 

Toni (IP-tala skráð) 16.4.2015 kl. 09:55

9 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Myndbandið er ekki sönnun á neinu. Það sýnir ekki hvernig ryskingarnar hófust, aðeins fúkyrðaflaum í garð manna sem eru aðeins að vinna vinnuna sína.

Ragnhildur Kolka, 16.4.2015 kl. 12:06

10 identicon

ÖLLU ALVARLEGRA ER, ÞEGAR RÁÐAMENN ÞJÓÐARINNAR BEITA ALMÚGANN OFBELDI.

Með reglugerð 349/2015 um strandveiðar, þar sem smæstu smábátunum er att í mikið kapphlaup, við mun stærri og öflugri báta, í misjörnum veðrum, er með öllu óskinjanleg, því auðveld lausn er að úthluta smábátum daga, og þeir fengju að velja sér þá daga þegar veður er gott.Og ekki hægt að sjá annað en þetta sé mikið virðingarleysi við öryggi strandveiðisjómanna á smærri bátunum. Það er sömuleiðis óskiljanlegt að hver veiðiferð megi aðeins standa í 14 klst. en ekki til miðnættis, og svo er Fiskistofu heimilt að krefjast aðgangs að ársreikningum útgerðar, er sömuleiðis óskiljanlegt því Fiskistofa er með allar aflaheimildir sem færðar hafa verið til og frá þessum bátum,ekki er hægt að komast að annari niðurstöðu en verið er að búa til ný störf hjá Fiskistofu.                                                        Nú er svo komið að ég er farinn að spyrja mig reglulega hvort ég sé staddur á fávitahæli,þá segja samstarfsmenn mínir að ef svo væri, væri ástandið mun skárra, þá fengju minstu smábátarnir að velja sér góðviðrisdaga til að róa,og ekki væri verið að afhenda 25-30 fjölskyldum makrílkvótann, en virði hans er áætlað 100-150 miljarðar, og makrílveiðum smábáta rústað.                          Nú er ég að reina að átta mig á hvert sé hægt að KÆRA ÞETTA REGLUGERÐAR RUGL,kanski veit þingmaðurinn það.embarassed

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 19.4.2015 kl. 17:33

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl verið þið, það að nota brunaslöngu gegn friðsömum mótmælendum er fáránlegt, hvað þá að snúa þá niður með kröftugu sjálfsvararbragði í stéttina og limlesta er forkastanlegt. Hvað ef maðurinn hefði verið vopnaður þá væri ég ekki til frásagnar miðað við ofsafengin viðbrögð hans gegn mér.

Sigurður Haraldsson, 21.4.2015 kl. 12:01

12 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Jón Ólafur, við megum ekki segja neitt gegn alvaldinu ef við vogum okkur að mótmæla þá erum við umsvifalaust barin niður af varðhundunum. Fjöldinn allur hefur verið útskúfaður frá vinnumarkaði bara vegna þess að fólk hefur reynt að mótmæla og látið sjá sig opinberlega.

Sigurður Haraldsson, 21.4.2015 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband