Hægrafólk er hlynnt endurskoðun höfundaréttar

 

Ef lagaúrræðum höfundarréttar sem samin voru fyrir tíma upplýsingabyltingarinnar er framfylgt að fullu í dag þá þarf ríkið að njósna um alla netumferð og setja upp tálma á internetinu. Endurskoðun höfundarréttar snýst um verndun og eflingu bogararéttinda sem er megin markmið grunnstefnu Pírata.


Það er því þörf á nýju jafnvægi í nettengdum heimi milli höfundaréttar annars vegar og grunnréttindanna um friðhelgi einkalífsins og upplýsingafrelsi hins vegar. Þessi afstaða er að verða almennt viðtekin hjá fólki í dag sem staðsetur sig til hægri í pólitík, eins og CATO Institude í Bandaríkjunum, og þá sér í lagi hjá því frjálshyggjufólki sem vill ekki fórna svona mikið af öðrum grunn borgararéttindum fyrir höfundarrétt á sama tíma og frjálst framtak er að leysa þetta vandamál.


Tölvuleikjaframleiðendur sem þekkja netheima betur en aðrir höfundarrétthafar hafa þróað ný viðskiptalíkön sem tryggir arðbærni þó að hægt sé að ná í tölvuleiki ólöglega á internetinu. Tónlistariðnaðurinn er á góðri leið með að útrýma ólöglegu niðurhali með Spotify og öðrum tónlistarveitum á netinu. Myndefnisiðnaðurinn er styttra á veg kominn, en Netflix er farið að varða eina leið og viðskiptalífið munu finna fleiri ný og arðbær viðskiptalíkön þar líka.

Píratar setja því á oddinn nauðsynlegar varnir fyrir friðhelgi einkalífsins og upplýsingafrelsi í nettengdum heimi, í þessari mestmegnis varnarbaráttu gegn skaðlegri blindni íhaldssamra stjórnmálamanna, þar til frjáls markaður finnur lausnir þar sem höfundarrétthafar fá greitt án þess að ríkið njósni um alla netumferð og reisi tálma á internetinu.


mbl.is Píratar „venjulegur vinstriflokkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Eru tálmar á netinu vondir í sjálfu sér, að þínu mati?

Wilhelm Emilsson, 8.4.2015 kl. 20:17

2 identicon

Wilhelm: Spurningunni er beint á Jón Þóri en ég ætla að leyfa mér að setja mín orð við hana samt sem áður.

Hvað áttu við með tálmum? Nú þegar eru alls konar tálmar notaðir mjög víða á netinu. Eldveggir, ruslsíur og "klámvarnir" eru í flestum fyrirtækjum, í mörgum heimilis router-um og í boði hjá flestum internet þjónustuaðilum. Notkun á þessum búnaði er að sjálfsögðu valkvæð og útheimtir ákveðna þekkingu til að setja upp og nota.

Ef þú átt við einhvers konar algilda ríkistálma þá er ég hræddur um að það skorti þekkingu á eðli internetsins. Margir virðast halda að ekkert þurfi nema að ríkið setji lög og þá geti lögreglan (eða einhver annnar) lokað ákveðnum hlutum á netinu rétt eins og að setja up vegatálma á Holtavörðuheiði. Internetið virkar einfaldlega ekki þannig, Þrengslin eru alltaf fær og ef þau eru ekki til staðar þá eru og verða aðrar álíka greiðfærar hjáleiðir til staðar. Til að setja upp algilda tálma þyrfti að hafa stjórn og aðgang að netinu á borð við það sem gerist í Norður-Kóreu eða Kína, en meira að segja þar kemst fólk auðveldlega framhjá tálmunum ef því þykir ástæða til að hætta á viðurlögin.

Þetta er ekki spurning um hvort fólk sé með eða á móti höftum heldur hversu miklu frelsi og fjármagni fólk er reiðubúið til að fórn til að viðhalda þeim. Áfengsbann og vímuefnastríð sem kostar hundruð milljóna í peningum og aukið eftirlit með einkalífi fólks en skilar engu í breyttu neyslumynstri eða lýðheilsu er verra en tilgangslaust. Það sama á við hér.

Upplýsingabyltingin er ekki afstaðin, við erum á fleygiferð í henni miðri og þar af leiðir að hlutir breytast hratt. Samskipti og upplýsingaöflun almennings hafa nú þegar breyst stórkostlega á 20 árum en gömul stjórnkerfi og viðskiptamódel hafa ekki fylgt með og það þarf vart að taka fram að alls staðar þar sem menn hafa hagsmuna að gæta (hvort sem er í formi peninga eða valda) hættir fólki til að streytast á móti breytingum frekar en að fagna þeim. Þar að auki hræðist fólk iðulega það sem það skilur ekki og þar liggur, að mestu, hundurinn grafinn.

Þær breytingar sem eru að eiga sér stað eru óhjákvæmlegar. Auður og völd hafa og munu í einhverjum tilfellum skipta um hendur og í öðrum ekki. Það er spurning um hversu vel fólki gengur að aðlagast en það er trú mín að eftir því sem fleiri kynslóðir komast á legg sem hafa dýpri skilning á stafrænum þjónustum og eðli internetsins þá muni viðhorf til þessara mála breytast. Það þýðir þó ekki að við getum sofið á verðinum í dag því til þessa fólks þurfum við að skila heimi og regluverki sem það getur haldið áfram að vinna með frekar en að stilla hlutum þannig upp að við læsum okkur inn í einhver módel sem voru fundin upp áratugum fyrir okkar eigin tíma.

Munum að í dag er verið að ferma fyrstu árgangana af fólki sem að öllum líkindum veit ekkert um það hvernig er að lifa í heimi sem ekki hefur google, facebook, youtube og snjallsíma. Fyrst núna erum við að eignast fullorðið fólk sem raunverulega veit ekki hvernig það er að hafa ekki allar upplýsingar heimsins við hendina öllum stundum.

Það er félagsfræðilega, vísindalega og samfélagslega stórmerkileg staðreynd.

Úlfur Kristjánsson (IP-tala skráð) 9.4.2015 kl. 08:36

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að tjá þig um málið, Úlfur. En mig langar líka til að heyra svar Jóns við spurningu minni.

Wilhelm Emilsson, 12.4.2015 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband