'Hægri - Vinstri' yrði nytsamur ás ef einhver fyndi miðjuna.

Hægri-Vinstri ásinn má skilgreina sem afstöðu til þess: „að hve miklu leiti ríkisvaldið skyldi tryggja borgurunum vörur og þjónustu, annað hvort aðgang að þeim á viðráðanlegu verði eða án beins endurgjalds.“

vinstri_hægriAnarkistar, lengst til hægri, vilja afnema ríkisvald á meðan frjálshyggjumenn, strax til vinstra við þá á hægri vængnum, sætta sig við ríkisvald sem illa nauðsyn til að vernda borgarana fyrir ofbeldi, þjófnaði, innrás óvinarherja, svo og fjársvikum. Því lengra sem farið er til vinstri eftir hægri vængnum eru menn sem vilja þar að auki að ríkið tryggi að einstaklingar standi við samninga sem þeir gera sín á milli og tryggi samkeppni á markað með samkeppnislögum.  

Kommúnistar, lengst til vinstri, vilja að ríkisvaldið veiti borgurunum alla þá vörur og þjónustu sem þeir þurfa án beinnar endurgreiðslu, þ.m.t. menntun, heilbrigðisþjónustu, fæði og húsnæði. Því lengra sem farið er til hægri á vinstri vængnum veitir ríkisvaldið færri vörur og þjónustu án beins endurgjalds og leitast frekar við að tryggja borgurunum aðgang að þeim á viðráðanlegu verði.

Hvenær skuli segja að menn séu komnir á miðjuna frá hægri eða vinstri eru mjög skiptar skoðanir og þar stendur hnífurinn í kúnni.

Meðan miðjan er óskilgreind, eða réttar sagt margskilgreind á mismunandi hátt, lendir sama stjórnmála afstaða sitt hvorum megin við miðjuna í mismunandi ríkjum, og samanburður milli flokka og tímabila eftir hægri-vinstri ásnum verður frekar ónytsamur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

það verður spennandi að heyra hvernig þessar kosningar fóru.

ljós til þín 

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.3.2007 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband