Þurfum að geta treyst á réttarríkið á Íslandi.
24.1.2015 | 21:42
Það er sorglegt en satt að Hanna Birna þverbraut reglur með afskiptum sínum af lögreglurannsókn eins og Umboðsmaður Alþingis hefur útlistað í áliti sínu og Hanna Birna gengist við. Í álitinu segir að: "[...] afskipti ráðherra sem fór með yfirstjórn lögreglunnar af lögreglurannsókn sakamáls, sem tengdist honum sjálfum á tiltekinn hátt og sú framganga sem lögreglustjórinn lýsir, eru ekki aðeins andstæð þeim reglum sem fjallað er um í álitinu heldur eru þau einnig til þess fallin að gera þeim sem rannsaka sakamál óhægt um vik að rækja það starf sitt í samræmi við gildandi reglur."
Í fréttinni sem þetta blogg vísar í segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins að Hanna Birna sé "ekki fyrsta manneskja sem gerir einhvers konar mistök. Mér finnst þau ekki alvarleg,"
Sjálfstæði lögreglurannsókna er grundvallar þáttur í okkar réttarríki. Aðgerðir fyrrum innanríkisráðherra voru til þess fallnar að kasta vafa á það sjálfstæði. Að draga úr alvarleika slíkra aðgerða ráðherra er ekki í þágu öflugs réttarríkis á Íslandi.
Ég treysti henni fullkomlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:04 | Facebook
Athugasemdir
Hver?, hverjir fluttu inn manninn sem nú ætlar að nota skaðabætur frá íslenska ríkinu til að komast þangað sem hann ætlaði? Hingað ætlaði hann ekki. Þín smíð á þingi hafa ekki verið til að treysta réttarríkið og þið sjóræningjar sem ekki einu sinni getið virt hefðir alþingis verðið ekki til að bæta neitt á íslandi.
Hrólfur Þ Hraundal, 24.1.2015 kl. 22:07
Þegar "stjórnmálastéttin" gerir mistök þess eðlis að
sækja skyldi til saka, þá eru allir svo saklausir að
ekkki þykir tilefni til að ákæra.
En ef almúgin verður uppvís að öðru eins, þá
gildir allt önnur ella.
Við búum í landi þar sem eiga að vera lög og regla.
Því miður, eiga lög og regla bara við almúgan.
"Stjórnmálastéttin" sér um sína.
Nú er bara spurning hvert HBK verður send
sem sendiherra fyrir óeigingjarnt starf í
þágu flokksins.
Gleymum því ekki, að í Íslenskri pólitík, einu sinni
á jötunni, alltaf á jötunni og skiptir ekki máli
hvað þú hefur gert.
Sigurður Kristján Hjaltested, 24.1.2015 kl. 23:27
Sæll Jón Þór
Ég hef oft getað tekið undir með þér, en hvað þetta svokallaða "lekamál" varðar, þá þykir mér þú gera úlfalda úr mýflugu.
Brynjar Níelsson hélt því fram í hádegisfréttum að vegna þessa máls, þá hefði stjórnskipunarnefnd, eða yfirvöld ekki getað svarað ítarlegum ásökunum Víglundar Þorsteinssonar um þá hrikalegu spillingu sem margir hafa haft grun um að ætti sér stað og væri mögulega helsta ástæða þess að nýverið var viðtekið á vinnustað þínum að viðtaka 120 eða 130 ára leynd yfir tilteknum málum, sem að "ykkar" áliti væri líklega óheilnæmt fyrir fávísan almúgan að velta sér upp úr.
Þessua ættir þú t.d frekar að hafa áhyggjur af.
Jónatan Karlsson, 25.1.2015 kl. 09:27
Það er alveg merkilegt hvað stjórnarandstaðan ætlar að "hanga" á þessu hundómerkilega "LEKAMÁLI" sem ekki skiptir miklu máli en er vissulega bagalegt fyrir tvær til þrjár manneskjur, en um leið á að "ÞAGGA NIÐUR" misferli vinstri manns upp á fleiri hundruð milljarða, sem þjóðin var hlunnfarin um. Þetta kalla menn ábyrga stjórnarandstöðu...
Jóhann Elíasson, 25.1.2015 kl. 11:25
Merkilegt!
Fjöldi valinkunna viðmælenda RUV telja að Hanna Birna hafi brotið reglur
en ENGINN talar um að kæra hana
og meðan svo er ekki þá er þetta mál bara ekki neitt
Grímur (IP-tala skráð) 25.1.2015 kl. 14:14
Jóhanna Sigurðardóttir, þá mannréttindaráðherra fékk á sig dóm fyrir að brjóta mannréttindi. Ekki varð þingheimur uppnuminn af því. Ekki heldur þegar Svandís Svavarsdóttir umhvervisráðherra braut stjórnsýslulög og fékk á sig dóm. Í hvorugu tilvikinu tók ÚA upp frumkvæðis athugun.
Hanna Birna hefur ekki verið ákærð fyrir neinn glæp. Þó telja ýmsir að hún eigi sér ekki lengur tilverurétt a þingi.
Píratar ættu að reyna að halda í sitt orðspor sem 'óspillt af pólitíkinni' og láta af hálfkveðnum vísum. Sekt liggur ekki síður hjá lögreglunni sem lét hjá líða að benda ráðherra á hver fór með rannsókn málsins.
Ragnhildur Kolka, 25.1.2015 kl. 17:59
Sæll Jón.
Mér verður hugsað til þess eftir að hafa
hlustað á stjórnmálafræðing í útvarpi og síðar
í aðaltíma sjónvarpsins er víkur að fyrrum
ráðherra í ríkisstjórn Íslands og kemur í beinu
framhaldi af áliti UA hvort verið geti að það sem
er sett fram í gerfi slíks álitsgjafa kunni að
flokkast undir ærumeiðingar og hvort málatilbúnaðurinn
í heild sinni geti talist hreinar ofsóknir
og spuni þegar því eru svo gerðir skórnir
að sá er í hlut á skuli einnig sviptur þingmennsku.
Hvað finns þér, Jón Þór?
Húsari. (IP-tala skráð) 25.1.2015 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning