Sendiboði hugmyndar sem gengur gegn reglum Sjálfstæðisflokksins

skipulagsreglur_sja_769_lfst_isflokksins_1252877.pngÞað þarf að tryggja öryggi landsmanna. Þeirri umræðu eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins sammála.

En við þá umræðu blandaði Ásmundur Friðriksson, þingmaður flokksins, bakgrunnsskoðunum minnihlutahóps á grundvelli trúarskoðanna sem eru alvarleg brot á stjórnarskrá Íslands og borgararéttindum.
Allir aðrir þingmenn XD sem hafa tjáð sig eru á móti því að gera bakgrunnsskoðannir á grundvelli trúarskoðanna. Þau benda réttilega á að slíkt sé ólöglegt og ófarsælt, og formaður flokksins Bjarni Ben segir réttilega að: "Þetta endurspeglar svo sannarlega ekki það viðhorf okkar að við eigum að byggja samfélag okkar á grundvallarmannréttindum sem þessar hugmyndir ganga þvert gegn."

Að benda Ásmundi á þetta er hvorki takmörkun á hans tjáningafrelsi, "tjáningafrelsið er ekki einstefnugata," það er ekki tjáningafrelsi nema öllum sé frjálst að gagnrýna það sem er tjáð. Né er verið að skjóta Ásmund sem sendiboða. Það er verið að skjóta á hann fyrir að koma með tillögur um víðtæk brot á borgararéttindum, stjórnarskrá Íslands og skipulagsreglum síns flokks í formi spurningar. "Hann fór fram úr sér" eins og formaður flokksins orðar það.


Í Skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins segir skýrt:

Grunngildi. 2.gr.[...] Grunngildi Sjálfstæðisflokksins eru frelsi og trú á einstaklinginn. Eignarréttur, réttur til frelsis og jafnréttis eru frumréttindi sérhvers einstaklings þar sem enginn einstaklingur er fæddur til neinna réttinda um fram aðra.

Frelsi einstaklingsins og jafnrétti. 3. gr. Sjálfstæðisflokkurinn starfar á grundvelli frelsis einstaklingsins og jafnréttis. Markmið flokksins er að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum tækifærum einstaklinga óháð kynferði, uppruna, aldri, búsetu, trúarbrögðum eða stöðu að öðru leyti. Í öllum störfum Sjálfstæðisflokksins skal þetta haft aðleiðarljósi.

Flokksaðild. 4. gr. Sjálfstæðisflokkurinn er opinn öllum þeim sem orðnir eru 15 ára gamlir, aðhyllast grunngildiflokksins, skuldbinda sig til að hlíta samþykktum hans og gegna ekki trúnaðarstörfum fyrir annanstjórnmálaflokk.

 


mbl.is Má ekki drepa sendiboðann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón Þór - sem og aðrir gestir þínir !

Jón Þór !

Þú ert gjörsamlega: að misskilja þitt hlutverk / sem og hinna 62ja sessunauta þinna.

Múhameðstrú: er illræðis- og niðurrifs og skemmdar kenning - sem á ekki að njóta neinna réttinda hérlendis / sem erlendis, í ljósi glæpaverkanna sem iðkendur hennar standa fyrir, suður í : Nígeríu / í Mið- Austurlöndum / á Indlandi / í Búrma og austur í Sin- kiang í Kína, t.d.

Hafa kannski tíðindin: af hryðjuverkum þessa liðs, farið fram hjá þér,að undanförnu ?

Bhúddatrú - Hindúismi - Shintóismi, sem og Zaraþústratrú, eru hvergi til nokkurra vandkvæða í þeim löndum, þar sem fólk af þessum meiðum dvelur / til lengri né skemmri tíma.

Ég hugði þig - geta mögulega verið upplýstari en svo, að fylgja hinni sér- íslenzku meðvirkni gáfu, síðuhafi góður.

Þér væri nær - að styðja uppástungu Ásmundar Friðrikssonar, en að leggjast í fleti þeirra, sem vilja knékrjúpa fyrir Kóran liðinu Jón minn.

Og að endingu - Múhameðstrúarmenn þeir: sem ekki geta aðlagast siðum og háttum gistilanda sinna - eiga einfaldlega að vera heima hjá sér / í sínum heimahögum, svo fram komi !

Með beztu kveðjum samt - af Suðurlandi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.1.2015 kl. 14:36

2 identicon

Þú ættir að vita sem alþingsismaður, að Ísland á í samstarfi við önnur lönd um öryggismál. Þessi önnur lönd fylgjast með öfgamönnum, og eðli málsins samkvæmt, múslimum. Ef ástæða er til, þá erum við upplýst ef  grunaður hermadaverkamaður á erindi til Íslands, þ.e. ef erlend yfirvöld hafa þann einstakling undir smásjá.
Vestræn yfirvöld hafa eftirlit með vestrænum múslimum sem eiga leið til Sýrlands. Ég veit það, og þú veist það. Sem dæmi, þá voru hemdarverkamennirnir í Frakklandi undir eftirliti, þó ýmislegt hafi brugðist í því eftirliti. Var þetta eftirlit óeðlilegt í ljósi þess sem gerðist?

Íslensk lögregluyfirvöld fylgjast með bifhjólasamtökum sem eru grunuð um skipulagða glæpastarfsemi, eigum við að hætta að fylgjast með þeim, eða er það kannski ekki fallið til pólitískra vinsælda að boða frelsi glæpamanna til sinnar iðju?
Við getum verið sammála um það, að mótorhjólagengi tilheyri minnihluta þjóðarinnar?

Tvennt er nokkuð öruggt, það er líklegra að innan mótorhjólasamtaka sé að finna fólk sem er líklegra til að fremja glæpi en fólk í Kiwanis. Og það er líklegra að innan íslam sé að finna hryðjuverkamenn en innan hindú.

Forvörnum er ætlað að takmarka glæpi eins og kostur er. Að kanna það hvort múslimar á Íslandi hafi tengls við hryðjuverkahópa er forvörn.
Ég held að ef þú stæðir frammi fyrir lögregluyfirvöldum á vesturlöndum, og tilkynntir þeim að eftirlit með hugsanlegum hryðjuverkamönnum innan íslam sé óeðlilegt, þá værir þú álitinn bjáninn, ekki Ásmundur.

Hilmar (IP-tala skráð) 14.1.2015 kl. 15:02

3 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Það er hlutverk ríkisins að gæta bæði öryggis borgaranna og borgararéttinda þeirra. Þetta helst í hendur. Borgararéttindi eru vörn borgaranna gegn hættulegum ágangi þeirra sem fara með ríkisvaldið, og því nauðsynleg öryggi borgaranna. magna_carta_a_769_hur_haestare_769_ttar.png

 

Baráttan fyrir þessum vörnum borgaranna á vesturlöndum hófst fyrir 800 árum í ár, þegar konungur Englands var þvingaður til að skrifa undir sáttmála, nefndur Magna Carta, m.a. um að hann hefði ekki heimild til að fangelsa þegnana að geðþótta.

 

Bakgrunnsathugun gengur inn á friðhelgi einkalífs fólks sem er varið í 71.gr. stjórnarskrárinnar og þegar lögreglan gengur inn á borgararéttindi fólks, sem hún þarf oft réttilega að gera, þá þarf hún að gera það lögum samkvæmt og að gæta meðalhófs, að ganga ekki lengra en nauðsynlegt er.

 

Bakgrunnsathugun á grundvelli trúar og sannfæringar gengur gegn grunnréttindum trúfrelsis í 45.gr. stjórnarskrárinnar sem segir: "Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna" og jafnrétti fyrir lögum í 46.gr. sem segir að: "Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti."

 

Ef lögreglan hefur rökstuddan grun um að einhver einstaklingur ógni öryggi landsmanna þá leitar hún til dómara, rökstyður sinn grun og fær nánast undantekninga laust heimild til að rannsaka og fylgjast með hinum grunaða.

 

Ef við viljum tryggja öryggi landsmanna þá leggjum við ekki til víðtæk brot á Stjórnarskrá Íslands og borgararéttindum á grundvelli trúarskoðana.

Jón Þór Ólafsson, 14.1.2015 kl. 15:14

4 identicon

Sælir á ný - Jón Þór og gestir þínir aðrir !

Jón Þór !

Borgaraleg réttindi: geta vart átt við / um ómengað kreddufólk, sem brýtur á heimamönnum gistilandsins með ofstopa og frekju: eða hvað ?

Áttu Thailendingar og Laosingar t.d. - að bjóða Rauðu Khmerunum (1975 - 1979) inn á gafl hjá sér í bróðerni, þar eystra ?

Svo - er það ætlan margra vísdómsmanna, að leggja megi Múhameðstrú að jöfnu við Kommúnisma sem Nazisma:: hvorutveggju Heimsyfirráða stefnur / og Múhameðskan sú 3ða, þar með.

Þannig að - hártoganir þínar: þessum ósköpum til varna, missa gjörsamlega marks, síðuhafi góður.

Með hinum sömu kveðjum - sem fyrri /

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.1.2015 kl. 15:23

5 identicon

Samkeyrsla á nöfnum íslenskra ríkisborgara (og þeirra sem ekki njóta ríkisborgararéttar) við gagnagrunna erlendra lögreglu- og öryggisyfirvalda er ekki brot á stjórnarskrá. Engar rannsóknir fara fram á einstaklingum umfram þessa samkeyrslu. Ef samkeyrslan færir einhverjar upplýsingar sem gætu bent til glæpsamlegra athafna, þá yrði slíkt rannsakað eftir lögum og reglum.

Þess ber að geta, að ef erlend yfirvöld vara þau íslensku við, vegna ákveðins eða ákveðinna einstaklinga, þá er það gert vegna þess að þau erlendu hafa notað forvirkar rannsóknarheimildir. Skv þröngri túlkun, þá mættum við í raun ekki taka við upplýsingum um Íslendinga frá lögregluyfirvöldum sem nota slíkar heimildir.

Ásmundur sagði ekkert sem ekki er sagt í þingsályktunartillögu sem lögð var fram á Alþingi á síðasta þingi, um forvirkar rannsóknarheimildir. Þar var að vísu ekkert að finna um múslima, enda getur þingalyktunartillaga ekki innihaldið sérreglur um múslima umfram aðra. Það breytir því þó ekki, að fólk úr öðrum hópum er ólíklegra til að fremja hryðjuverk, eins og staðan í heimsmálum er í dag. Staðan gæti breyst, og Kiwanis orðið helsta hættan.
Í fylgiskjali með tillögunni fyldi álit Ríkislögreglustjóra, þar sem einn hópur er tekinn út, meðlimir MC Ísland. Ástæðan er öllum augljós, þeir meðlimir eru líklegri en aðrir hópar til að fremja glæpi. Orð Ásmundar um múslima er einungis tilvísun í að sá hópur er líklegri en aðrir til að fremja hryðjuverk. Ef hér væri harður nasistaflokkur, þá væri líka eðlilegt að rannsaka hann umfram aðra flokka, t.d. Pírata. Það útilokar þó ekki, að Píratar hyggðu á einum tíma eða öðrum, að fremja hryðjuverk, en tíma og fjármunum skattgreiðenda yrði þó illa varið að fylgjast með friðsömum "treehuggers".

Hilmar (IP-tala skráð) 14.1.2015 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband