Fyrsta læknaverkfall sögunnar og stjórnarandstaðan kastar handklæðinu?
12.12.2014 | 18:05
Ef við viljum að þingflokkar minnihlutans geri það sem þeir geta til að halda þinginu starfandi meðan læknavarkfallið stendur yfir þá þarf að kveikja undir formönnum flokkanna.
Á meðan þingið starfar geta þingmenn kallað ráðherra á teppið í beinni útsendingu og krafist svara; þeir geta krafist skriflegra svara og auðveldara er að fá meirihlutann til að sjá að sér og breyta um stefnu en ef að kalla þarf þing saman til þess.
Á meðan þingið starfar er aðveldara að tryggja meira fjármagn og forgang fyrir örugga heilbrigðisþjónustu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.3.2020 kl. 23:08 | Facebook
Athugasemdir
Þið í stjórnaranndstöðunni hefðuð geta notað tímann aðeins betur á meðan þusað var yfir byssum og lekamáli. Landspítalakrísan er alvöru, hitt ekki. Vantar kanski lýðskrumsflötinn á læknadeiluna? Er ekki töff að taka afstöðu til þess hvort á að hækka laun lækna umfram aðra?
Það má að sjálfsögðu ýmislegt finna að ríkisstjórninni en stjórnarandstaðan er margfallin á sínu prófi!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.12.2014 kl. 20:22
Er það forgangsatriði hjá stjórnarandstöðunni að styðja 50% kauphækkun lækna sem nú þegar skammta sér eina- eina og hálfa milljón á mánuði?
Er það forgangsatriði að styðja sjálftöku læknamafíu sem kemur í veg fyrir að velmenntaðir erlendir sérfræðingar í lækningum komi til starfa - launalaust - þrátt fyrir 10 - 15 ára búsetu á Íslandi?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.12.2014 kl. 08:49
Hilmar,
hvað ef ég segi þér að þú hafir algjörlega rangt fyrir þér? Að læknar almennt séu alls ekki með 1,1-1,5m/mánuði og að enginn læknir "skammti sér laun"?
Eða að "læknamafía" sé einfaldlega ekki til?
Eða að enginn læknir hér reyni að útiloka erlenda sérfræðinga, til dæmis eru nú á Bráðamóttöku LSH um 3-4 erlendir sérfræðingar sem hafa hjálpað okkur gríðarlega mikið í mönnunarhallærinu.
Komdu með rök fyrir digurbarkalegum fullyrðingum þínum og ég skal ræða við þig. Það getur hver sem er kastað skít.
Davíð Þórisson (IP-tala skráð) 13.12.2014 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning