Fyrsta læknaverkfall sögunnar og stjórnarandstaðan kastar handklæðinu?

Ef við viljum að þingflokkar minnihlutans geri það sem þeir geta til að halda þinginu starfandi meðan læknavarkfallið stendur yfir þá þarf að kveikja undir formönnum flokkanna.

Á meðan þingið starfar geta þingmenn kallað ráðherra á teppið í beinni útsendingu og krafist svara; þeir geta krafist skriflegra svara og auðveldara er að fá meirihlutann til að sjá að sér og breyta um stefnu en ef að kalla þarf þing saman til þess.

Á meðan þingið starfar er aðveldara að tryggja meira fjármagn og forgang fyrir örugga heilbrigðisþjónustu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið í stjórnaranndstöðunni hefðuð geta notað tímann aðeins betur á meðan þusað var yfir byssum og lekamáli. Landspítalakrísan er alvöru, hitt ekki. Vantar kanski lýðskrumsflötinn á læknadeiluna? Er ekki töff að taka afstöðu til þess hvort á að hækka laun lækna umfram aðra?

Það má að sjálfsögðu ýmislegt finna að ríkisstjórninni en stjórnarandstaðan er margfallin á sínu prófi!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.12.2014 kl. 20:22

2 identicon

Er það forgangsatriði hjá stjórnarandstöðunni að styðja 50% kauphækkun lækna sem nú þegar skammta sér eina- eina og hálfa milljón á mánuði?

Er það forgangsatriði að styðja sjálftöku læknamafíu sem kemur í veg fyrir að velmenntaðir erlendir sérfræðingar í lækningum komi til starfa - launalaust - þrátt fyrir 10 - 15 ára búsetu á Íslandi?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.12.2014 kl. 08:49

3 identicon

Hilmar,

hvað ef ég segi þér að þú hafir algjörlega rangt fyrir þér? Að læknar almennt séu alls ekki með 1,1-1,5m/mánuði og að enginn læknir "skammti sér laun"?

Eða að "læknamafía" sé einfaldlega ekki til?

Eða að enginn læknir hér reyni að útiloka erlenda sérfræðinga, til dæmis eru nú á Bráðamóttöku LSH um 3-4 erlendir sérfræðingar sem hafa hjálpað okkur gríðarlega mikið í mönnunarhallærinu.

Komdu með rök fyrir digurbarkalegum fullyrðingum þínum og ég skal ræða við þig. Það getur hver sem er kastað skít.

Davíð Þórisson (IP-tala skráð) 13.12.2014 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband