Kosningaloforði XD: Leiðréttingin og lyklalög
11.11.2014 | 20:39
Húsnæðislán í verðbólgulandinu Íslandi hefur þýtt ævilangt skuldafangelsi fyrir fjölda landsmanna. Margir horfa fram á þau örlög í dag. Þeir sem ekki hafa tekið húsnæðislán hingað til og eru á leigumarkaði spyrja því um kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins "Leyfum skuldsettum íbúðareigendum að hefja nýtt líf án gjaldþrots" og "Þeir sem ekki ráða við greiðslur af íbúðarhúsnæði eiga að fá tækifæri til að "skila lyklunum" í stað gjaldþrots."
Sjálfur mun ég ekki taka húsnæðislán fyrr en kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins um lyklafrumvarp verður lög, því fyrr veit ég ekki hvaða áhættu ég er að taka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:17 | Facebook
Athugasemdir
"því fyrr veit ég ekki hvaða áhættu ég er að taka."
Hvaða hvaða, þú veist að þú tekur sénsinn á að verða níddur í svaðið af vandsveinum fjármálaauðvaldsins, og það fyrir annarra manna sakir.
Annars vantar þarna einkunn inn í kosningaslagorðið hjá Sjálfstæðisflokknum. Ætti að vera "xD - fyrir ríkustu heimilin".
Vésteinn Valgarðsson, 17.11.2014 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.