Hægt að lækka tolla á matvæli án þess að skaða búvöruframleiðslu

Afnám tolla á matvæli, sem 61% landsmanna er fylgjandi samkvæmt nýlegri könnun Viðskiptablaðsins, mun:

- Auka kaupmátt heimilanna. (Yfirlýst markmið frumvarps fjármálaráðherra og samrýmist grundvelli stjórnarsamstarfsins).
- Einfalda og auka skilvirkni skattkerfisins. (Sem eru tvær af forsendum fjármálaráðherra fyrir uppbyggingu skattkerfis).
- Efla atvinnulífið í gegnum aukin umsvif. (Sem er annað yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar). 

Ef tryggt er að heildar ígildi stuðnings við búvöruframleiðslu minnki ekki, þá ætti framsóknarflokkurinn að geta sætt sig við þessa lendingu. Þetta er hægt með því að auka framlög á móti.

Við Píratar erum að skoða ýmsar útfærslur á þessari mótvægisaðgerð, í það minnsta að því marki að koma í veg fyrir 2,5% hækkun á verði matvæla sem frumvarp ríkisstjórnarinnar mun annars orsaka samkvæmt fjármálaráðherra, sem sagði jafnframt í fyrstu umræðu um fjárlög á mánudaginn: "Það væri sjálfsagt að ræða mótvægisaðgerðir og fara ofan í saumana á því."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband