Ráðist á embættismenn sem rannsaka ráðherra.

stefa_769_n_eiri_769_ksson_1244792.jpgLögreglustjórinn í Reykjavík segist aldrei áður hafa staðið frammi fyrir svona afskiptum ráðherra af rannsókn og þar sem hann væri í klemmu leitaði hann til Ríkissaksóknara og fannst hann ekki geta annað en upplýst Umboðsmann Alþingis um málavexti að hans beiðni. Að auki segir hann af sér sem lögreglustjóri og eftir beiðni aðstoðarmanna ráðherra sendir hann frá sér að afsögnin hafi ekki verið tilkomin vegna ráðherra. Þetta eru fagleg vinnubrögð embættismanns af gamla skólanum.

tryggvi_gunnarsson_1244751.jpgUmboðsmaður Alþingis hefur verið að rannsaka hvort tilefni sé til að gera skýrslu lögum samkvæmt vegna "stórvægilegra mistaka eða afbrota stjórnvalds." Fylgist því með árásunum á Umboðsmann Alþingis. Það er annar embættismaðurinn sem verður fyrir árásum við að sinna lögbundnu eftirliti með því að rannsaka möguleg brot ráðherra í starfi. Því ef Umboðsmaður Alþingis, sem er æðsta eftirlitsstofnun Alþingis með stjórnsýslunni, gerir skýrslu þar sem fram koma afbrot ráðherra, þá verður erfitt að verja ráðherra vantrausti án þess að grafa undan Umboðsmanninum og embættinu. Fylgist því með árásum á Umboðsmann Alþingis. Sér í lagi þegar þungavigtamennirnir láta af þeim.

hanna_birna_kristja_769_nsdo_769_ttir.jpgRáðherra sem heyrir undir eftirlit Alþingis skammast í þingmönnum sem beita lögbundnu eftirliti í þingsal með fyrirspurnum til ráðherra.
Ráðherra sem er yfirmaður lögreglumála hafði ítrekuð afskipti af rannsókn lögreglu, á glæp sem hennar aðstoðarmaður var að lokum ákærður fyrir, gusar gagnrýni yfir lögreglustjórann og hóta rannsókn.
Ráðherra dómsmála segir eftir ákæru ríkissaksóknara á aðstoðarmann hennar að hún telji hann saklausan, þrátt fyrir að saksóknari ákærir ekki nema hann telji líkur á sakfellingu.
Ráðherra sem heyrir undir eftirlit Umboðsmanns Alþingis gagnrýnir rannsókn hans á sér og segir hana engu betri en margra þeirra blaðamanna sem hafa fjallað um málið.

stefani_769_a_o_769_skarsdo_769_ttir_1244822.pngStefanía Óskarsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og flokksráðslimur, orðar þetta vel:
„Mér finnst þetta orðið dá­lítið al­var­legt þegar inn­an­rík­is­ráðherra er far­in að ganga svo langt að hún seg­ist ekki treysta lög­regl­unni, rík­is­sak­sókn­ara og umboðsmanni. Hvað með al­menn­ing í land­inu, eig­um við að treysta þessu liði?“
mbl.is „Eigum við að treysta þessu liði?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll Jón Þór.

Í tilefni ummæla Stefaníu. Hver segir að almenningur treysti löggæslunni eitthvað sérstaklega vel ?

Það hafa einmitt verið um árabil háværar gagnrýnisraddir umharkalega valdbeitingu löggæslunnar og oftast fram r hófi miðað við tilefni. Þá er iðulega talað um að geðþótti ráði för þeirra allt of oft en ekki af því lög segja til um þörf til valdbeitingar.

Þá fá menn annað hvort enginlögbundin svör þegar þeir spyrja löggæslumenn um á hvaða grunni handtaka er framkvæmd - og ef svarað er þá vísa löggæslumenn oftast kolvitlaust í lög - sem sýnir að þeir eru ekki nægilega menntaðir í það ábyrgðarmikla starf sem þeim er treyst fyrir.

Þá virðist áskildu sálfræðimati löggæslunemenda vera beitt af skornum skammti, ef nokkuð, áður en löggæslumönnum er hleypt út í mannlífið með einkennisskjöld sinn.

Það sést til dæmis á geðslagi þess sem nánast hryggbraut vesalings drukknu konuna sem horfði á hann vitlaust á mótum Laugavegar og Bankastrætis í fyrra- og tekið var upp á síma einhvers vitnis í nágrenninu.

45 kílóa konugreyið var snúið síðan niður með þessari ógeðfelldu - en „viðurkenndu handtökuaðferð“, af eigi færri en þremur löggæslumönnum og kastað inn í skott bifreiðarinnar handjárnaðri fyrir aftan bak, með nefið fyrst í gólfið svo öruggt væri að hún sópaði óskúrað gólfið í leiðinni - eða hvers vegna var farið svona að ?

Þá hefur verið ítrekað kvartað undan því að þeir sem handteknir eru á vafasömum grunni (geðþótta)  og varpað í dýflissu - þá er þeim haldið þar án þess að fá að kalla til lögmann eða hringja. Sömuleiðis er undir hælinn lagt hvort þeir fái að fara á salerni eða fá vatnsglas í allt að 12 klukkustundir ! Þetta lætur reíkissaksóknari óátalið sem og umboðsmaður Alþingis !

Það eru ótrúlega margir sem alls ekki treysta löggæslunni - þannig að Stefanía :  það er full seint um rassinn gripið núna að ræað það að þetta kunni að grafa undan trausti á þá stofnun.

Hvað hafa sakborningar í Geirfinns- og Guðmundarmálunum að segja um starfsaðferðir löggæslunnar ?

Hefur löggæslan enn fundið morðingja þeirra - eða fundið út hvort þeir séu yfirleitt látnir - hvort einhver hafi numið þá á brott eða þeir látið sig hverfa eins og kemur annað slagið fyrir ?

Löggæslan hefur aðeins haft nærri fjóra áratugi til að leysa málið - hvar er það statt ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.8.2014 kl. 16:20

2 identicon

Því miður þá virðist nánast eina fólkið í landinu sem treystir löggunni, hafa enga reynslu af löggunni eða eru skyldir einhverjum í löggunni.

Það er sama sagan í öllum löndum þar sem er vímuefnastríð í gangi. En löggum var veitt of mikið vald eftir að sú vitleysa var sett í gang. Og Vald Spillir. punktur.

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 29.8.2014 kl. 06:01

3 identicon

1. Íslenska þjóðin er algerlega bitlaus

2. Íslendingurinn er steingeldur andlega

3. Íslendingurinn lætur yfirvöld vaða yfir sig möglunarlaust

4. Íslendingurinn er huglaus þegar kemur að meintum rangindum yfirvalda.

5. Þar af leiðandi lætur Íslenska þjóðin bjóða sér vanþroskaða stjórnsýslu sem er langt að baki stjórnsýslu Norðurlandanna sem hún ber sig gjarnan saman við á hátíðisdögum og í tali um norrænt velferðarkerfi.

6. Væri sama þroskaða stjórnsýsla hér og á Norðurlöndunum er hætt við að ráðherra og hennar aðstoðarfólk hefðu þurft að víkja umsvifalaust á meðan rannsókn stendur.

7. Ég bind þó vonir mínar að ungafólkið sem nú er að vaxa úr grasi sé nægilega þróttmikið til að breyta stjórnsýslunni til betri vegar.

HK (IP-tala skráð) 29.8.2014 kl. 08:47

4 identicon

Sæll Jón.

Sjaldgæft að einhver stofnun búi yfir slíkum töfrum
að vera ígildi skriftastóls og menn reki þar búksorgir
sínar í smæstu atriðum.

Hálfu vitlausara er þó að ætlast til þess og gera ráð fyrir
því að þeir sem það gera njóti ennfrekar traust en áður.

Hljómar eins og lélegur brandari á árshátíð  hjá einhverjum
karlaklúbbi.

Nú eru skólarnir byrjaðir, Jón, og þeir leggja, að eigin sögn,
mikið uppúr eineltisáætlunum.

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft!

Þessi síða þín gerir alla umræðu um einelti hlægilega; hræsnin og
tvöfeldnin skín í gegnum hvern þann djöfullega stafkrók
sem hér stendur.

Og svo kemur að skuldadögum, Jón!

Því til er réttlæti sem er æðra öllu öðru og að lokum
smakka menn á eigin reyk og réttum og því sem þeir ætluðu
fyrir réttlæti til handa öðrum og meðtaka
snoppungana sjálfir, - þúsundfalda.

Húsari. (IP-tala skráð) 29.8.2014 kl. 12:22

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég verð nú bara að segja það að þetta er nokkuð nálægt atburðarrásinni eins og hún hefur birst okkur undanfarið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2014 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband