Var vitað, en útfærslan langoftast ólögleg.

hhqndqk.png

Verðtryggingin sjálf er ekki ólögleg á neytendalánum en útfærslan á henni í neytendalánasamningum frá 2001, þar sem kostnaður við verðtrygginguna var reiknaður miðað við 0% verðbólgu, er ólögleg. Það er álit eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), framkvæmdarstjórnar ESB og Neytendastofu. Í september (líklega) mun EFTA dómstóllinn svo gefa sitt álit um þennan þátt, að beiðni Verkalýðsfélags Akraness.


i_769_ls.pngMál HH gegn ÍLS sem verður tekið fyrir í Héraðsdómi mögulega um mánaðamótin sept/nóv snýst einmitt um að útfærsla verðtryggingar í neytendalánasamningum frá 2001 sé ólögmæt, ekki hvort verðtrygging sem slík á neytendalánum sé það. Það mál mun klárast fyrir hæstarétti á næsta ári. Mögulega um mitt ár.

vfa.jpgÞað hefur aldrei gerst að Hæstiréttur hefur dæmt gegn áliti EFTA dómstólsins. Svo áhugasamir ættu að fylgast með álitinu sem kemur eflaust í september. Ef það er samhljóma hinum áðurnefndu þá eru miklar líkur á stórri skuldaleiðréttingu á flestum verðtryggðum neytendalánum (hús og bíla) á næsta ári.

Kalt mat: Annað hvort munu Hæstiréttur leggja til endurreikning með 4% stýrivexti á línuna eða stjórnarflokkarnir muni gera það. Hvort heldur sem er mun stökkbreytingin verðtryggðra húsnæðis- og bílalána vegna hrunsins loks leiðréttast.


mbl.is Verðtrygging ekki bönnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Á bls 3 7 msgr stendur

Orðalagið „lög og bindandi stjórnsýsluákvæði“ í 2. mgr. 1. gr. á einnig við um reglur sem samkvæmt lögum gilda í samskiptum samningsaðila, nema samið hafi verið um aðra skipan."

Þetta get ég ekki skilið öðruvísi en að semja sé hægt framhjá og gegn lögum.

Óskar Guðmundsson, 28.8.2014 kl. 11:45

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Neðst á bls 10 "greiðslur af láninu skuli
verðtryggðar samkvæmt fyrirfram ákveðinni vísitölu".

Verðtrygging skv vísitölu, OK.... en verðtrygging hér er ekki einungis að tryggja verð (afborgun) heldur líka höfuðstól og þar með er komin upp afleiða og afleiðuviðskipti eru sannarlega bönnum öðrum en fagfjárfestum með 93/13

Óskar Guðmundsson, 28.8.2014 kl. 11:51

3 identicon

Ég skil ekki alveg hvers vegna fyrsta spurningin snýst eingöngu um verðtryggingu á greiðslum.... það var auðvitað vitað að það má alveg, enda standa svoleiðis lán til boða í flestum öðrum löndum (þó almennt noti fólk það ekki). Það er líka í lögum um vexti og verðtryggingu - það má verðtryggja greiðslur, það stendur skýrum stöfum. Afhverju var spurningin ekki hvort það væri í lagi að verðtryggja höfuðstólinn? Dómstóllinn gefur auðvitað bara álit á þeim spurningum sem fyrir hann eru lagðar og fer ekkert útfyrir það. Þess vegna er spurningunni ennþá ósvaraða - má verðtryggja höfuðstól lána eins og hefð er fyrir hér á landi?

Jónína Þóris (IP-tala skráð) 28.8.2014 kl. 12:24

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Spurningarnar eru svona vegna þess - að því hefur ekki síst verið haldið að fólki frá framsóknarmönnum og fleirum, að verðtrygging sem slík á lánum væri ,,ólögleg" samkv. Evrópulögum.

Því hefur nú fullkomlega verið hafnað.

Síðan fylgdi það fyrirkomulag á lánasamningu sem haft hefur verið og lýst er í spurningum til dómsins.

Þ.e.a.s. hvernig ætti að koma því á framfæri til lántaka með fullnægjandi hætti hvað það þýddi að lán sé verðtryggt.

Hvort þetta fyrirkomulag sem lýst var í spurningu til Efta sé það venjuleg eða meginregla í slíkum lánasamningum á Íslandi skal eg ekkert fullyrða um.

En það er rétt að EFTA segir ekki afdráttarlaust hver afstaða dómsins er til þess atriðis.

Hitt er svo annað mál, að ferlega langsótt væri að dæma lán ,,ólöglegt" útfrá því hvernig verðtrygging er sett fram í lánasamningi.

Það eiga náttúrulega allir að vita hvernig verðtrygging virkar. Og eg verð að segja að það er ótrúlegt, ótrúlegt, að heyra suma halda því fram að það hafi ekki gert sér grein fyrir verðtryggingu og hvernig hún virkar. Ekki trúverðugt að mínu mati - nema þá í sérstökum undantekningartilfellum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.8.2014 kl. 12:37

5 identicon

Nei - spurningunni um heimild til að verðtryggja höfuðstól hefur ekki verið svarað, það er hvorki orðað í spurningum né svörum í þessu áliti frá EFTA. Þetta er orðrétt í lögum um vexti og verðtryggingu (ekkert talað um höfuðstól þar heldur, heldur eingöngu greiðslur):

VI. kafli. Verðtrygging sparifjár og lánsfjár.
13. gr. Ákvæði þessa kafla gilda um skuldbindingar sem varða sparifé og lánsfé í íslenskum krónum þar sem skuldari lofar að greiða peninga og þar sem umsamið eða áskilið er að greiðslurnar skuli verðtryggðar. Með verðtryggingu er í þessum kafla átt við breytingu í hlutfalli við innlenda verðvísitölu. Um heimildir til verðtryggingar fer skv. 14. gr. nema lög kveði á um annað.
Afleiðusamningar falla ekki undir ákvæði þessa kafla. 

Jónína Þóris (IP-tala skráð) 28.8.2014 kl. 12:48

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú. Efta svarar því afdráttarlaust að slíkt er heimilt samkv. Evrópulögum. Og stangist ekki á við viðkomandi ESB tilskipanir. Alveg afdráttarlaust.

Hitt er svo annað mál hvað dómsstólar vilja gera hér uppi.

Það er vandséð að ísl. dómsstólar fari að ganga gegn svo afdráttarlausri niðurstöðu EFTA.

En málið með útfærsluna eða þá venju sem höfð var hér í sumum lánasamningum, að miða við 0% verðbólgu o.s.frv. - um það verður án efa áfram rætt og deilt eftir atvikum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.8.2014 kl. 13:08

7 identicon

Þú þyrftir að lesa spurninguna og svarið betur - eitt orð getur skipt sköpum í öllu svona lögfræðimáli. Í þessu tilfelli er orðalagið svona (rauðlitað það sem skiptir máli):

Sam­rým­ist það ákvæðum til­skip­un­ar ráðsins 93/​13/​EBE frá 5. apríl 1993 um órétt­mæta skil­mála í neyt­enda­samn­ing­um ef lög­gjöf í ríki sem aðild á að EES-samn­ingn­um heim­il­ar að samn­ing­ur neyt­anda og veit­anda um lán til fjár­mögn­un­ar fast­eigna­kaupa hafi að geyma ákvæði þess efn­is að greiðslur af lán­inu skuli verðtryggðar sam­kvæmt fyr­ir­fram ákveðinni vísi­tölu? 

Svarið er svo svona:

Það er í verkahring landsdómstólsins að taka afstöðu til hvort samningsskilmálar um

verðtryggingu afborgana veðláns, eins og þeir sem um ræðir í máli þessu, skuli teljast

endurspegla lög eða bindandi stjórnsýsluákvæði samkvæmt 2. mgr. 1. gr.

tilskipunarinnar.

Það er sumsé grundvallarmunur á að verðtryggja greiðslur og að verðtryggja höfuðstól. Eða það hefði ég haldið.

Jónína Þóris (IP-tala skráð) 28.8.2014 kl. 13:47

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Meei, eg held þú misskilir uppleggið eða spurninguna. Spurningin er bara um hvort heimilt sé að tengja lán við vísitölu/verðtryggingu. Það var ekki verið að spurja um þarna lagatæknileg atriði eins og heimspekilegar umræður um hvort munur væri á verðtryggðum greiðslum eða verðtryggðum höfuðstól.

Það kemur fram í svarinu, afar skýrt, að það er heimilt samkv. Evrópulögum að tengja lán við vísitölu. Alveg skýrt.

Og þá er bita munur en ekki fjár hvort farið verður í heimspekilega umræðu um hvort munur sé á greiðslum og höfuðstól í stóra samhengi alheimsins.

En jú jú, við getum alveg farið í þá umræðu einhverntíman kannski.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.8.2014 kl. 14:56

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Jón Þór.

Varðandi niðurlagið hjá þér:

"Annað hvort munu Hæstiréttur leggja til endurreikning með 4% stýrivexti á línuna eða stjórnarflokkarnir muni gera það."

Kíktu aftur á svar EFTA dómstólsins við fimmtu spurningunni og þá sérðu að hann er nú þegar búinn að fyrirbyggja slíka málamiðlunarleið. Annaðhvort er þetta ógilt eða ekki. Punktur.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.8.2014 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband