Án vantrausts á ráðherra mun lögreglan tapa trausti.

stefa_769_n_eiri_769_ksson.jpgÞetta er grafalvarlegt mál. Ef ráðherra dómsmála kemst upp með þetta þá er ekki hægt að treysta lögreglurannsóknum í landinu. Þá hefur skapast fordæmi að yfirmaður lögreglumála komist upp með það að hafa áhrif á rannsóknir lögreglu. Ef ráðherra dómsmála nýtur áfram trausts Alþingis eftir að hafa ítrekað gagnrýna rannsóknir lögreglu á hennar fólki yfir langt tímabil og hótað svo rannsókn á rannsókn lögreglu þá mun mikið traust til lögreglunnar tapast.
mbl.is „Svo kom gusa af gagnrýni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála því að þetta mál - sem Innanríkisráðherra virðist reyndar telja "smámál" - ,  sé grafalvarlegt.

Það hefur skaðan traust margra á Innanríkisráðherranum, Forsætisráðherranum, Rikisstjórninni, forustumönnum Sjálfstæðislokksins, Þingheimi og stjórnsýslukerfinu almennt.

Agla (IP-tala skráð) 26.8.2014 kl. 14:10

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þarna talar ekki ábyrgur þingmaður.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.8.2014 kl. 21:49

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þetta er órökrétt niðurstaða hjá þér pírati. Ég tek undir orð Heimis hér á undan.

Þið hafið samt gert þarfa hluti eins og að taka á geðþóttamálum löggæslu gegn almenningi í vor eða sumar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.8.2014 kl. 01:11

4 identicon

Þetta er hárrétt hjá þér, Jón Þór

Hér talar Heimir ekki sem ábyrgur borgari, enda byggist skoðun hans á málinu alfarið og eingöngu á þeirri staðreynd að Hanna Birna er í Sjálfstæðisflokknum.

Björgvin Mýrdal (IP-tala skráð) 28.8.2014 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband