Væri pólitík Sigmundur Davíð, að lýsa ekki yfir vantrausti.


Forsætisráðherra segir: „Það er svo­lítið sér­stakt að van­traust­stil­laga út af leka­máli skuli koma frá Pír­öt­um. Ég hélt að þeir væru helstu stuðnings­menn leka, lög­legs og ólög­legs.“

En Sigmundur eins og Björn Bjarnason virðist þú gefa þér að Píratar vilji algert upplýsingafrelsi fyrir suma. Þetta er rangt. Engin hefur rétt á algeru upplýsingafrelsi, því þú hefur meðfæddan rétt til að hafa þitt einkalíf í friði. Allar upplýsingar um þig sem ekki varða vernd á borgararéttindum annarra hefur engin rétt á að fara með án þíns leyfis.

Píratar telja að almenningur hafi rétt á upplýsingum
- sem oft komast ekki til skila nema með leka - til að geta tekið upplýstar ákvarðanir í lýðræðissamfélagi, en að sá réttur nái ekki inn á einkalíf fólks.

Engin hefur því rétt á því að leka upplýsingum um þitt einkalíf - ekki opinberir aðilar og ekki almennir borgarar - og yfirvöldum er gert í stjórnarskránni að verja friðhelgi þess. Nú sýna málaskjölin að það er mjög líklegt að ráðherra dómsmála hafi meðvitað takmarkað eftirlitshlutverk þingsins með málinu með því að villa um fyrir því og haft áhrif á rannsókn lögreglu á glæp sem aðstoðarmaður hennar hafði lengi stöðu grunaðs áður en hann var ákærður fyrir glæpinn.

Fyrir þingmenn að lýsa ekki vantrausti á slíkan ráðherra væri pólitík sem áfram mun grafa undan trausti almennings bæði á stjórnkerfinu og réttarkerfi landsins.


mbl.is „Betra að klára þetta fyrr en síðar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er ekki langt síðan að hlerunarbúnaður fannst á Alþingi. Sá búnaður fannst að mér skilst við hliðina á herbergi Birgittu Jónsdóttur. Það var slæmur leki Jón Þór! Á sama tíma var barnungur íslenskur(yngri en 18 ára) hakkari að störfum hjá Wikileaks. Helstu tengiliðir Wikileaks á þessum tíma var Birgitta Jónsdóttir og Kristán Hrafnsson.

Nú veit ég Jón Þór að þú villt ekki vamm þitt vita, og þess vegna munt þú beita þér fyrir að rannsókn fari fram þá þessu máli.

Eða villtu bara vita af ,,sumum lekamálum" og hvar er þá nýja siðferðið.

Sigurður Þorsteinsson, 20.8.2014 kl. 13:15

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heill og sæll. Á síðasta kjörtímabili gerist það að hlerunarbúnaður finnst á Alþingi, í herbergi að mér skilst við hliðina á herbergi Birgittu Jónsdóttur. Nú er það svo að fyrir ,,algjöra tilviljun" að á þessum tíma er þekktasti harkari landsins, í ,,sjálfboðaliðsvinnu" fyrir Wikileaks. Þangað fer hann barn að aldri. Hérlendis eru þekkstu samstarfsmenn Wikileaks Birgitta Jónsdóttir alþingismaður og Kristján Hrafnsson.

Sigurður Þorsteinsson, 20.8.2014 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband