Bús í búðir er það sem koma skal.

Aldrei hef ég komið frá spjalli við Vilhjálm Árnason efins um hans einlægni. Hann er skýr í orði og skilur stjórnmálanlegan veruleika. Lesandi þessa frétt er ljóst að hann hefur undirbúið rök og réttlætingar fyrir málinu vel. Með þessu útspili og almennt frjálslyndri afstöðu hans og stöðu sem fyrrum lögreglumaður mun hann ná til stórs hóps ungra kjósenda, ef flokkurinn stendur ekki í vegi fyrir honum. Þess vegna trúi ég að honum takist að fá þetta frumvarp samþykkt


mbl.is „Sjálfsagður hlutur að leyfa þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já! hefur hann kynnt sér hvernig þetta er úti á landi? Þar sem störfum mun fækka og vöruval minnka verulega. Þið eruð alltaf að miða við stór Reykjavíkur svæðið og miða við að þar verði samkeppni. En úti á landi verður þetta öðruvísi. Enginn kaupmaður með fullu viti mun hafa á lager vín, nema það sem mest er keypt. Þetta skapar misrétti fólks eftir því hvar það er á landinu. Vilt þú sem sagt stuðla að því sem þingmaður? Svar óskast.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2014 kl. 22:06

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Ef vöruúrval minkar eins og þú telur, ertu þá með úrskýringu á því hvers vegna Ásthildur?

Jón Þór Ólafsson, 12.7.2014 kl. 22:22

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og virtist vera að viðmælendum mbl.is, hafi verið kynnt málið þannig að þessi breyting kostaði ekkert.  En svo er víst ekki samkvæmt frétt á mbl.is í gær verður áfengið á afmörkuðum stað innan verslunarinnar, nokkuð strangar tímaafmarkanir verða á sölu þess, fólk yngra en 20 ára starfar ekki við áfengið og ýmsar fleiri takmarkanir verða settar.  Þetta þýðir að fara verður út í dýrar framkvæmdir í hverri verslun og hverjir skyldu nú standa straum af því að greiða þann kostnað?  Verði "markaðslögmálið" ofaná þá má reikna með að aðeins verði til sölu vinsælustu tegundirnar, því það er afskaplega hæpið að verslunareigandi verði tilbúinn til að eiga eitthvað á lager, sem lítið selst af.  Ljóst er af þessu að verði af þessu muni áfengisverð hækka töluvert mikið því það verður jú að greiða fyrir breytingarnar og svo má ekki gleyma því að meðalálagning matvöruverslana er um 40% en álagning vínbúðanna er 10%.  Eða heldur einhver að opinberar álögur á áfengi lækki ef af þessu verður?  Ætli svör viðmælenda mbl.is hefðu ekki orðið önnur ef þeim hefði verið gerð grein fyrir að þessi breyting hefði í för með sér þó nokkra HÆKKUN á verði áfengis?  Ætli þingmaðurinn, sem ætlar að leggja fram þetta frumvarp hafi eitthvað velt þessum hlutum fyrir sér?  Ég veit ekki með aðra en mér finnst vínið alveg nógu og dýrt í dag...............


Jóhann Elíasson, 12.7.2014 kl. 22:56

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Jón Þór ég er með skýringu á því. Hér á Ísafirði búa um þrjúþúsund manneskjur með nærsveitum, ef verslunin fer í Bónus og Samkaup sem eru einu verslanirnar hér sem selja matvörur, þá er það nokkuð víst að kaupmenn munu ekki sitja uppi með lager af víni, það mun því óhjákvæmilega verða þannig að þeir hafa til sölu það sem mest er keypt af, hitt hverfur af markaðinum.

Hér í okkar Á.T.V.R. verslun er mikið og gott úrval af allskonar vínum bæði sterkum og rauðvíni og hvítvíni, einnig margar tegundir af bjór.

Geturðu ímyndað þér að þeir sem munu selja vínin, muni sitja uppi með stóran lager af víni?

Fyrir utan að þau störf sem núna eru í vínbúðinni munu tapast, þar vinna að minnsta kosti þrír starfsmenn og útibússtjóri, þessi störf munu tapast og er nú nóg komið af fækkun starfa á vegum ríkisins í hinum dreyfðu byggðum landsins.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2014 kl. 23:04

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bendi hér á grein eftir Ögmund sem bendir í sömu átt og ég hef verið að hugsa. Það mætti örugglega skoða þetta mál betur:

http://www.dv.is/frettir/2014/7/12/ogmundur-um-afengisfrumvarp-haerra-verd-og-minna-urval/

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2014 kl. 23:08

6 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ásthildur. Ef þú ert með áhyggjur af því að vöruúrval verði verra, þá er það eitthvað sem þú verður að taka upp við kaupmanninn.

Það er ekkert óeðlilegt í sjálfu sér að verslanir kaupi inn meira af því sem selst vel, svo þær sitji ekki á einhverju sem verður svo að henda.

Það er ekkert öðruvísi með áfengisverslanir. Vöruúrvalið í Vínbúðum úti á landi er ekki nærri því eins gott og í Reykjavík, sem er ekki óeðlilegt heldur í ljósi þess að í Reykjavík býr helmingur þjóðarinnar.

Það er ekki síðasti söludagur á langflestum áfengum drykkjum, svo að kaupmenn þurfa líklegast ekki að hafa áhyggjur af því að sitja á einhverjum birgðum sem svo ekki seljast.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 12.7.2014 kl. 23:11

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En störfin sem tapast, er það ásættanlegt líka?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2014 kl. 23:18

8 identicon

Þeir sem tapa starfinu geta verið verðlagseftirlitsmenn á vegum hins opinbera og séð til þess að (þjófarnir), þú veist þessir sem reka verslanirnar, svindli ekki á álegningunni, sem verður að sjálsögðu bundin við lög.

Ef þú hefur dálæti á einhverjum sérstökum bjór eða víni, þá er minnsta mál að biðja verslunina að panta vöruna að sunnan og þá að sjálfsögðu með góðum fyrirvara, eins og útlendingar gera.

Nú fer þetta að líkjast menningarsamfélagi og fólk hættir að liggja í fyllirí um halgar.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.7.2014 kl. 23:55

9 identicon

Ætti ríkið þá ekki að taka matvöruverslun úr höndum einkaaðila líka, til að tryggja vöruúrval?

Halldor Berg Hardarson (IP-tala skráð) 12.7.2014 kl. 23:58

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef mér er boðið í mat og ég vil koma með gott rauðvín, eða stórt afmæli sem krefst koníaks, þá gengur það ekki að þurfa að panta það að sunnan, enda erum við þá komin frekar aftarlega á merina aftur í tímann. Nei þetta gengur ekki upp í dreyfbýlinu. Þetta gæti gengið vel í þéttbýlinu fyrir sunnan en ekki á smástöðum úti á landi, og þar með fer þetta að stangast á við stjórnarskrána, þar sem allir eiga að sitja við sama borð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.7.2014 kl. 00:38

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér sýnist allt stefna í að við landsbyggðinn þurfum að fara að huga að því að slíta sambandi við höfuðborgina og fá sjálfstæði, yfirgangur borgarbúa er sífellt að aukast að mínu mati. Það er óásættanlegt að mínu mati.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.7.2014 kl. 00:40

12 identicon

Að setija áfengi inn í verslanir hefur ekkert að gera með þjónustu  !

Þeir sem reka verslun vilja komast yfir peninga !

Það snýst allt um peninga , peninga sem þeir sem  geta fengið og sýslað með og helst alls ekki borga til baka !

Hver vill Bónur rauðvín ?

Hver vill útþynntan Vodka merktan Bónus ?

JR (IP-tala skráð) 13.7.2014 kl. 00:47

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki ég með fullri virðingu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.7.2014 kl. 00:51

14 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það er ljóst að Jóni píratai (what ever) hefur aldrei búið á landsbyggðinnni.

Stressist ey, landsbuggðarólk, hér bullar ógróinn píratabjálfi í Íslenskri pólitík.

Halldór Egill Guðnason, 13.7.2014 kl. 04:09

15 identicon

Ásthildur, ég er fullkomlega sammála þér. Að leggja niður Vínbúðirnar er glappaskot að mínu mati.

Svafar Helgason (IP-tala skráð) 13.7.2014 kl. 12:16

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að heyra Svafar. Ég er alveg viss um að þetta verður ekki til góðs fyrir neinn, nema kaupmennina sem fá viðskiptin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.7.2014 kl. 12:42

17 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Píratar eru hvorki landsbyggðarflokkur né borgarflokkur. Kjarninn að okkar grunnstefnu er réttur okkar allra til að koma að ákvörðunum sem okkur varðar. Píratar er flokkur sjálfsákvörðunar, beinna lýðræðis og grunnréttinda allra einstaklinga óháð búsetu.

Við stöndum þ.a.l. fast með rétti landsbyggðarinnar að koma að ákvörðunum um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar, því það varðar alla landsmenn sem komast þurfa í þjónustu hins opinberra sem aðeins finnst í höfuðborginni.

Þeir sem áfram viljið nota skattfé til að halda úti öflugu vöruúrvali á áfengi á landsbyggðinni er frjálst að lobbía fyrir því. Sú ákvörðun hins vegar að banna ábyrgum smásölum að selja fullvalda einstaklingum áfengi milliliðalaust er miðstýring sem stangast á við grunnstefnu Pírata.

Jón Þór Ólafsson, 13.7.2014 kl. 13:34

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er alltaf eitthvað sem stangast á Jón þegar þú minnist á það, til dæmis stangast það á í sambandi við stefnu ykkar að allir eigi að gera komið að ákvörðun um að fara að selja bús í matvöruverslunum, og að hugsa bara um heill borgarinnar í þessu sambandi, þegar bent hefur verið á að það kemur ekki vel út á landsbyggðinni og skerðir þjónustu að loka áfengisverslunum ríkisins víða um landið.

Stunum þurfið þið væntanlega að gera málamiðlanir við ykkur sjálf.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.7.2014 kl. 13:58

19 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið er fólk þröngsýnt hér á þessari síðu við viljum frelsi með öryggi og auðvitað vín og bjór í versannir ekki spurning!!!!!!

Haraldur Haraldsson, 13.7.2014 kl. 15:28

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er ekki þröngsýni Haraldur heldur hrein og bein hagsmunagæsla fyrir okkur á landsbyggðinni, það er búið að leggja niður nóg af störfum á landsbyggðinni, þó þeir fari ekki að loka áfengisbúðunum líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.7.2014 kl. 17:30

21 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Stefnan sem sett var um ÁTVR í lögunum um það apparat er einmitt í mótsögn við það sem þú segir kæra Ásthildur. Lögin gera beinlínis ráð fyrir efiðu aðgengi og lélegu vöruúrvali og geysihárri álagningu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.7.2014 kl. 18:22

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er allavega ánægð með vöruútvalið í útibúinu hér, hvar kemur fram að gert hafi verið ráð fyrir háu vöruverði? Og þó svo sé, þá lækkar það ekki þegar kaupmenn fá leyfi til að selja vöruna. Reynslan segir mér það.

Og svo er það þetta með fækkun starfa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.7.2014 kl. 18:45

23 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

http://www.althingi.is/lagas/137/1998075.html

Ég held að það verði frekar til þess að verð fari lækkandi frekar en hækkandi að matvörubúðir fái leyfi til þess að selja áfengi, vegna samkeppni.

Verði lögunum á annað borð breytt þannig að vínbúðin verði lögð niður, þýðir það þá óneitanlega að óbreyttir borgarar geti opnað sínar eigin vínverslanir og séð um fjölbreytt úrval. Hefði einmitt haldið að það væri jákvætt frekar en neikvætt.

Og hvað störfin varðar, þá er alveg rökrétt að gera ráð fyrir meiri umferð í matvörubúðirnar, sem opnar þá hugsanlega fyrir fleiri stöðugildi?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 14.7.2014 kl. 12:32

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Enn ert þú að miða við stór reykjavíkursvæðið og nágrenni, hér er enginn samkeppni, og störfin sem tapast verða tæpast til annarsstaðar. Það er frekar slæmt þegar fólk hlustar ekki á það sem verið er að segja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.7.2014 kl. 17:03

25 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæra Ásthildur.

Það hlýtur að verða keppikefli hvers kaupmanns, þó smár sé, að sinna sem best verður kosið þeirri þörf og innkaupahefð sem hlýtur að sjást í bæjarfélaginu fram að þessu. Nú er ekki einungis ein verslun á svæðinu, þannig að það þarf að passa upp á að sinna þessu. Svo má ekki gleyma því að vafalaust munu kaupmenn á slíkum stað taka við óskum þannig að í hverri viku megi nálgast sérpantanir því það er einnig keppikefli hvers heildsala að allir geti nálgast vörur sínar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.7.2014 kl. 18:54

26 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Nei Ásthildur, ég er ekki að miða við höfuðborgina.

Það er engin samkeppni núna vegna þess að ÁTVR er með einokunarrétt á áfengissölu (að undanskyldum veitingastöðum). Ef að þessi einokunarréttur er fjarlægður, myndast samkeppni.

Það er kannski bara ein matvöruverslun á svæðinu, en það ætti ekki að stoppa framsýna einstaklina til þess að opna sínar eigin vínbúðir, eins og þekkist t.d. víða erlendis.

Framboð fylgir yfirleitt eftirspurn.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 14.7.2014 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband