Fíkniefnalöggjöf sem rukkar samfélagið og refsar sjúklingum.

Meðalið sem Alþingi skrifaði upp á til að fækka fíkniefnaneytendum hefur í besta falli sannað að það tekur meira en fjörutíu ára til að virka. Samfélagið og veikustu borgarar þess hafa hins vegar þurft að þola aukaverkanir refsistefnunnar allan þennan tíma.

Akaverkanirnar eru meðal annars:
1. Skattfrjáls undirheima markaður,
2. með öflugara dreyfikerfi en áfengisverslanir,
3. stjórnað af hættulegum glæpamönnum,
4. sem selja fíkniefni útþynnt af eitri á uppsprengdu verði,
5. til barna og unglinga,
6. áður en þeir ýta sjúkustu neytendunum út í vændi og glæpi,
7. samhliða því að rukka fjölskyldur þeirra með hnefanum
8. og valda háum kostnaði vegna löggæslu, trygginga og heilsugæslu,
9. greiddur úr vasa almennings,
10. í stað þess að fara í forvarnir og meðferðarúrræði sem hafa sannanlega fækkað fíkniefnaneytendum.

Það er kominn tími til að við þingmenn, eins og góðir læknar, skoðum aukaverkanir þess meðals sem forverar okkar skrifuðu upp á og afnemium löggjöf sem gerir fólk sem á við fíkn að stríða að glæpamönnum.

„Það er trú mín að eiturlyf hafi eyðilagt líf margra, en röng stefna stjórnvalda hefur eyðilagt líf miklu fleiri. Við þurfum að horfa á stefnuna og spyrja okkur einlæglega og heiðarlega; virkar hún? Ef hún virkar ekki, höfum við hugrekki til að breyta henni?“ - Kofi Annan, World Economic Forum, janúar 2014.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.mirror.co.uk/news/uk-news/mother-calls-legalisation-ecstasy---3681661

GB (IP-tala skráð) 1.7.2014 kl. 17:50

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Afleiðingar áfengis og fíkniefnaneyslu geta verið skelfilegar, það þekkja allir. Þess vegna er það þyngra en tárum taki að afleiðingar refsistenunnar eru enn verri og alvarlegri.

Menn sáu afleiðingar bannáranna svokölluðu, snemma á síðustu öld. Þá áttuðu yfirvöld sig eftir 10-15 ár.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.7.2014 kl. 10:01

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir hvert einasta orð hjá þér Jón Þór, og svo sannarlega komin tími til að þið alþingismenn skoðið þessi mál alvarlega og leiðréttið þetta óskaplega óréttlæti, það er gott að vita af manni eins og þér þarna inni, sem veist um hvað er að etja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.7.2014 kl. 11:57

4 identicon

Þetta er skynsamlega fram sett.  Það mætti bæta því við að núverandi hugmyndafræði varðandi hvernig eigi að berjast við fíkniefni er orðin 100 ára gömul og ástandi versnað hratt allan tíman.  Er ekki orðið tímabært að reyna að finna einhverja aðra nálgun að þessu bráðnauðsinlega verkefni.

Stefán Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.7.2014 kl. 12:38

5 identicon

Yfirgengileg meðvirkni þar sem fíkniefnaneytendur eru flokkaðir sem sjúklingar og saklaus fórnarlömb frekar en undirstaða og ástæða fjölþættrar glæpastarfsemi, aumingjar og ræflar, er ekki síður skaðlegt. Fíkniefnaneitendum er sýnd linkind og þeir firrtir ábyrgð. Skilaboðin til uppvaxandi kynslóða eru að það sé allt í lagi að prufa dóp, ef illa fer þá sé það vondu sölumönnunum að kenna þau séu bara saklaus fórnarlömb sem þurfi hjálp og stuðning. Samfélagið hefur lagt blessun sína yfir fíkniefnaneyslu og undrast svo fjölgun dópista.

Jós.T. (IP-tala skráð) 2.7.2014 kl. 14:28

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er af og frá að samfélagið hafi lagt blessun sína yfir fíkniefnaneytendur, miklu frekar að fólk sem leiðist út í neyslu er réttlaust og stéttlaust og verður fyrir allskonar mannréttindabrotum, fyrir nú utan að menn geta lenda utangarðs hjá kerfinu.

Þú talar af mikilli vanþekkingu Jós. og gerir engan greinarmun á fórnarlömbum og glæpamönnum, sem er afskaplega hugsunarlaus afstaða.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.7.2014 kl. 15:05

7 identicon

Þakka þér fyrir Ásthildur að staðfesta það sem ég var að benda á. Þú ert einstaklega meðvirk og passar vel að ekki sé talað illa um fíkniefnaneitendur sem þú telur saklaus fórnarlömb sem þurfi hjálp og stuðning. Það væri gott að vera ábyrgðarlaus dópisti í þínu húsi. Þú mundir passa vel að enginn færi að gefa mér ástæðu til að hætta og hefðir aldrei gert neitt til að koma í veg fyrir að ég byrjaði. Mundir jafnvel lána saklausu fórnarlambinu fyrir skammti meðan þú segir mér hve óhollt þetta sé og ég ætti nú að reyna að hætta. Þú ert einn besti vinur dópsalanna.

Jós.T. (IP-tala skráð) 2.7.2014 kl. 16:55

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skammastu þín bara. Þú skalt ekki tala svona um manneskju sem þú þekkir ekkert til og veist ekkert hvað er búið að ganga á í mínu lífi. VOna að þú lendir aldrei í þeim sporum með þinn rasisma.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.7.2014 kl. 18:34

9 identicon

Ég þarf ekki að vita hvað búið er að ganga á í þínu lífi Ásthildur, skoðanir þínar eru augljósar og það sem þú predikar skaðlegt. Meðvirkur stuðningsmaður fíkla er engu betri en hver annar dópsali. Sé eiturlyfjafíkn sjúkdómur þá er hún banvænn smitandi sjúkdómur. Og fólk með banvæna smitandi sjúkdóma tökum við úr umferð og einöngrum frá almenningi. Við klöppum þeim ekki á bakið og vonum það besta því við viljum ekki vera vond. Góðmennskan er að drepa þessi ungmenni, ábyrgðin hefur verið tekin af þeim, þau eru saklaus fórnarlömb góðmennsku okkar.

Jós.T. (IP-tala skráð) 2.7.2014 kl. 19:26

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú veist ekkert hvað þú ert að tala um.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.7.2014 kl. 21:40

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sorglegt að sjá þetta innlegg frá þessum aðila Jós.T sem þorir auk þess ekki að koma fram undir þekkjanlegu nafni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.7.2014 kl. 08:22

12 identicon

Rökin standast hvert sem nafnið er. En augljóslega finnst Gunnari fúlt að geta ekki ráðist af fullum krafti á manninn þegar hann þrýtur rök og hefur ekkert til málsins að leggja annað en að væna hann um hugleysi.

Jós.T. (IP-tala skráð) 3.7.2014 kl. 14:51

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég geri þessi rök að mínum

http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV6758BCCE-B777-4F7B-9DA7-A0453F42D831

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.7.2014 kl. 15:59

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta myndband Gunnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2014 kl. 17:19

15 identicon

Það sem þarna er boðað er ekki fækkun fíkla heldur að draga úr afskiptum, lækka kostnað löggæslu og nýjar tekjur til ríkis af eiturlyfjasölu jafnvel þó það kosti meiri mannfórnir. Uppgjöf þar sem við segjum: Leyfum þeim að drepa sig sem það vilja, þetta kemur okkur ekki lengur við.

Ef samfélagið vill gefa þetta frjálst og einfaldlega afskrifa þá sem ánetjast þá er það ekki lausn á vandamálinu en það fækkar óþægindum sem koma við pyngjuna. Okkar er valið.

Það kostar peninga og visst miskunnarleysi að ráðast gegn vandamálinu, nokkuð sem við veigrum okkur við og einbeitum okkur því frekar að fylgikvillum meðan við notum silkihanska á vandamálið sjálft. Kjósum við að gefast upp, spara og vera góð þá verðum við að sætta okkur við það að aukaafurðin er ánetjun og dauði.

Afstaða okkar segir unga fólkinu hvort þau verði talin saklaus fórnarlömb ef þau byrja eða óvelkomnir aumingjar og ræflar. Og hvort ætli sé nú líklegra til að fá þau til að hugsa sig um tvisvar?

Jós.T. (IP-tala skráð) 3.7.2014 kl. 17:51

16 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Bannstefnan er áskrift að peningum úr ríkissjóði fyrir svo marga. Margir lifa bókstaflega á henni - löglega.

Ef svo væri ekki, væri fyrir löngu búið að gera eitthvað skynsamlegt í málinu.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.7.2014 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband