Makar Íslendinga settir í hættu.
13.5.2014 | 14:56
Izekor er gift Íslendinginum Gísla Jóhanni og hún er í hættu sé henni vísað úr landi. Ef það nægir ekki starfsmönnum Útlendingastofnunnar sem ríkar sanngirnisástæður til að veita undanþágu, þá heimila lögin Innanríkisráðherra að setja reglur sem veita undanþágu. Ábyrgðin er skýr. (sjá lögin að neðan):
Í lögum um útlendinga 10. gr. segir:
"[Með fyrirvara um ákvæði 45. og 46. gr. skal útlendingur sem sækir um dvalarleyfi í fyrsta skipti sækja um leyfið áður en hann kemur til landsins og er honum óheimilt að koma til landsins fyrr en umsóknin hefur verið samþykkt.]1) Frá þessu má víkja ef ríkar sanngirnisástæður mæla með því eða samkvæmt reglum sem [ráðherra]2) setur."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.5.2014 kl. 23:05 | Facebook
Athugasemdir
Sérfræðingar sem rannsakað hafa málið, hafa komist að þeirri niðurstöðu að hún sé ekki í hættu.
Hver er þín sérfræðiþekking og reynsla við rannsókn svona mála?
Hilmar (IP-tala skráð) 13.5.2014 kl. 15:36
Þetta eru einfaldlega ómannúleg vinnubrögð ísl. yfirvalda og þeirra stofnanna. Íslendingar geta ekki verið þekktir fyrir svona framferði. Eg einfaldlega trúi ekki að íslendingar almennt styðji svona vinnulag. Eg er eiginlega hissa hve mikið fálæti hefur verið gagnvart þessum undarlegu vinnubrögðum. Það er bara eins og ísl. ríkisborgarinn segir í eftirfarandi viðtali, að þetta er alveg súrrealískt á að hlýða.:
http://www.ruv.is/frett/%E2%80%9Ethad-er-buid-ad-frysta-malid-okkar%E2%80%9C
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.5.2014 kl. 19:13
Edit: ,,ómannúðleg vinnubrögð" o.s.frv.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.5.2014 kl. 19:13
Og ps. Ef fólk hefur ekki hlustað á hvað ísl. ríkisborgarinn sagði í viðtalinu á RUV í heild - að þá hvet eg fólt til þess að gera það. Miklu ítarlegra en birtist í fréttum. Alveg súrrealískt.
Að viðkomandi aðilar mæta til skráningar samkv. reglugerð - þá eru þau beðin um að koma innfyrir glerið. þ.e. glerið á afgreiðsluborðinu. Þar er þeim sagt að fá sér sæti og slaka á því von sé á mönnum til að veita upplýsingar um mál þeirra. Svo líður einhver dáldill tími og þá mæta 4 menn sem tilkynna - að annar aðilinn sé handtekinn. Og næsta skref sennilega að senda úr landi. Hinn aðilinn þurfti að margspurja: Er þetta grín eða? Þetta getur ekki verið raunverulegt? o.s.frv. Og það er að vonum því þetta hljómar algjörlega súrrealískt.
Svo sagði einhver þarna stofnanaeinstaklingur þegar hann var spurður hvort nauðsynlegt hefði verið að handtaka einstaklinginn: Ja, einstaklingurinn hefur nú bara verið í fangaklefa í klukkutíma.
Bara í klukkutíma. Og þá bara fannst stofnanaeinstaklingnum bara í lagi að handtaka si sona.
Eg segi fyrir minn hatt, að eg mundi ekki vilja vinna hjá svona stofnunum og vera ætlað að beita svona vinnubrögðum.
Svo voru svörun sem ísl. ríkisborgarinn fékk hjá stofnum: Ja, jú jú, þetta er asnalegt og ómannúðlegt - en svona hefur þetta bara alltaf verið og við ætlum að halda áfram að gera þetta svona.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.5.2014 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.