Fljótleg og farsæl leið að afnámi hafta.
27.3.2014 | 18:34
Til að flýta fyrir farsælu afnámi gjaldeyrishafta er mikilvægt að þingið geri það mál ekki að pólitísku bitbeini. Staða okkar er sterk og er það m.a. síðustu ríkistjórn að þakka. Starfið gengur vel í dag hjá núverandi stjórnvöldum. Það er hagur allra landsmanna að standa saman við að afnema höftin. Nálgumst það mál launsamiðað og gerum gagn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.4.2014 kl. 19:04 | Facebook
Athugasemdir
Staða okkar er ekki sterk og er það vegna þess að „styrkur“ okkar byggir á erlendri lántöku. Við verðum að greiða til baka þau lán sem byggja upp varagjaldeyrissjóðinn. Ríkissjóður má því ekki skuldsetja sig í erlendri mynt til þess eins að niðurgreiða gjaldeyriskaup og fjármagnsflutninga erlendra og innlendra spákaupmanna og auðmanna. Slíkt væri hámark siðleysisins.
Toni (IP-tala skráð) 28.3.2014 kl. 08:28
Samningsstaða okkar gagnvart kröfuhöfum föllnu bankanna er sterk, m.a. vegna þess að við getum þvingað fram gjaldþrotaleiðina sem þeir vilja alls ekki fara.
Jón Þór Ólafsson, 29.3.2014 kl. 08:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.