'Track Changes' á þingskjölum.

Í starfinu sem þingmaður hefur verið áberandi skortur á aðstoð við að koma sér inn í starfið, eins og von er á. Í vel reknu fyrirtæki eða ríkisstofnun er nýjum starfsmanni komið inn í starfið og hann studdur við að skilja króka þess og kima. Þessu er ekki að skipta í þinginu. Á þekkingu byggjast völd og hvers vegna ætti meirihlutinn (eða réttar sagt yfirstjórn meirihlutans), sem skipar forseta þingsins sem svo ræður og rekur skrifstofustjóra þess, að efla þingmenn umfram það sem hægt er að komast hjá?

En þegar það er gert opinbert (sem er á færi þingmanna) að yfirstjórn þingsins vinsamlegast bregðist við beiðni um bættari framsetningu á þingmálum svo allir þingmenn og aðrir landsmenn geti hæglega séð hvaða breytingar frumvörp og breytingartillögur gera á frumtextanum, þá verður svarið vonandi jákvætt. Beiðnin sem ég sendi fyrir svona mánuði er í vinnslu hjá yfirstjórn þingsins. Læt ykkur vita hvernig fer.
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Velrekið fyrirtæki, ræður hæft fólk til hinn einstöku starfa og þess vegna þarf lítið annað að kynna en starfsvettvanginn og starfsfélagar kynnast í starfinu. 

Hæft fólk hlítir reglum, hefðum  fyrirtækisins varðandi framkomu og klæðnað. Fólk sem ekki getur sætt sig við reglur fyrirtækisins segir upp, eða er sagt upp og hættir þar með stöfum.

Hrólfur Þ Hraundal, 24.3.2014 kl. 22:22

2 Smámynd: Jóhannes Birgir Jensson

Góða kvöldið Hrólfur.

Hefðin varðandi framkomu og klæðnað er skemmtilegur punktur hjá þér þar sem það er í raun ritari Alþingis (skrifstofustjórinn) sem á sitt einsdæmi ákvað þessar "reglur og hefðir" fyrirtækis sem er í almannaeigu.

Ég hefði nefnilega haldið að í stað þess að vera tískulögga ætti hann fremur að vera að koma nýjum þingmönnum inn í starfið, en hans einkaríki þarna hefur ekki tíma fyrir það.

Jóhannes Birgir Jensson, 25.3.2014 kl. 02:28

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hefðir skapa reglu og reglu skortir hér verulega.

Hrólfur Þ Hraundal, 25.3.2014 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband