Almenningur vill efla lýðræðið.
23.3.2014 | 18:43
Grundvallar atriði í grunnstefnu Pírata er að "allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá." Við búum enn við fulltrúalýðræði sem komst á þegar flestir voru ómenntaðir og illa upplýstir, og ferðalög á löggjafarsamkundur var aðeins á fárra færi. Í dag er almenningur oft betur upplýstur en kjörnir fulltrúar og fullfær um að koma að ákvarðanatöku um málefni sem hann varðar.
Fulltrúalýðræðið er hægt að breykka. Hvers vegna kjósum við ekki borgarstjóra beint? Hvað með yfirstjórn RÚV, getur fréttafluttningur þar verið óhlutdrægur með stjórn skipaða af stjórnvöldum? Ef valdið er raunverulega kjósenda hvers vegna hafa þeir þá ekki stjórnarskrárbundin rétt til að kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um þingrof og nýjar kosningar? Þetta allt gerlegt og gagnlegt en ég sé ekki mikla kröfu almennings að fara í þessa átt.
Þátttökulýðræði er hægt að efla. Í því felst að almenningur geti komið að ákvarðannatökuferlinu með ýmsum hætti umfram það að kjósa fulltrúa. Í rafrænu þátttökuvísitölu Sameinuðu Þjóðanna situr Ísland í 84 sæti. Þessi krafa á eftir að aukast með meiri almennri rafrænni þátttöku almennings á öllum sviðum.
Beint lýðræði er hægt að dýpka. Eina leiðin í dag fyrir kjósendur að koma beint að beytingu almannavaldsins er að frumkvæði forseta landsins. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20 október 2012 var vilji kjósenda skýr. 63,4 % kjósenda vildi að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikill meirihluti landsmanna vill núna þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Krafan um að stór mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu er komin til að vera. Það er kominn tími til að binda rétt kjósenda til að krefjast þeirra í stjórnarskrá.
"Skopstæling" Henry Þórs á núverandi stjórnkerfi landsins:
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.3.2014 kl. 11:43 | Facebook
Athugasemdir
Þið píratar ættuð að taka afstöðu gegn innlimun landsins í auðhringa- og stórvelda-batterí Evrópusambandsins (þar sem 10 aflóga nýlenduveldi ráða lögum og lofum, þ.e. um 73% atkvæðavægi í hinu volduga ráðherraráði og leiðtogaráði Evrópusambandsins frá 1. nóv. 2014.
Ennfremur er almenningur illa upplýstur um þetta málefni, einkum og sér í lagi vegna misnotaðra fjölmiðla hér, sem ólíkt þjóðinni eru NÆSTUM ALLIR ESB-innlimunarsinnaðir og segja þess vegna (eða segja alls ekki) frá málum með sínum rammmhlutdrægra hætti.
Jón Valur Jensson, 24.3.2014 kl. 01:43
Þú telur semsagt mögulegt að öll þjóðin sitji á einhverju sæberþingi? Hver og einn þurfi að pæla í hverju þingskjali og frumvarpi til að setja sig inn í málin og ganga svo upplýstur til ráðgefandi atkvæðagreiðslu?
Taktu þér nú tak elsku drengurinn. Higsaðu þetta til enda. Þú ert að verða eins og öll hin hauslausu hænsnin þarna við austurvöll. Það tók svei mér ekki langan tíma fyrir hugsjónamanninn að verða að delerandi kjaftaski þarna innandyra. Það eru víst örlög allra sem þarna stiga fæti.
Þú gætir annars byrjað á að hlusta á yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar og yfirgnæfandi meirihluta þingsins um að vilja ekki ganga í Evrópusambandið. Það er kannski ekk sollis lýðræði sem þú ert að meina sko.
Þá er bara að skilgreina það ut úr lúppunni, setja í flokk og skúffu, fæla í spjaldskrá og halda áfram að freyða í netheimum um allskonar þúeist...:D
Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2014 kl. 02:16
@ Jón Valur.
Ekki vil ég ganga í ESB, en tel það ekki mitt að taka þá ákvörðun fyrir landsmenn.
@ Jón Steinar.
Það var kannski ekki nógu skýrt að ofan Jón Steinar en ég tala ekki fyrir beinulýðræði í öllum málum alltaf. Að ofan nefni ég að almannavaldinu verði betur beitt í þágu almenning með því að breykka fulltrúalýðræðið, efla þátttökulýðræðið og dýpka beina lýðræðið.
Jón Þór Ólafsson, 24.3.2014 kl. 11:37
Hefurðu lesið hina ótrúlega afhjúpandi grein Björns Bjarnasonar í Morgunblaðinu í dag: ESB-viðræðunum lauk í mars 2011. Þetta er alger skyldulesning allra með áhuga á ESB-málefnum og "gangi viðræðnanna"! -- Þær staðreyndir sem koma fram í greininni ættu að fá þig til að endurskoða þá afstöðu þína að leggjast á sveif með Samfylkingar- og ESB-innimunarsinna-öflunum hér á landi með ábyrgðarlausu tali um "framhald ESB-viðræðna" og rándýra þjóðaratkvæðagreiðslu um þær. Í lok hinnar afhjúpandi greinar Björns víkur hann að þessu síðastnefnda atriði með þessum orðum:
"Sé tilgangur ESB-viðræðna sá einn að „kíkja í pakkann“ er augljóst að Frakkar, Spánverjar og Portúgalar banna það að óbreyttu.* Brusselmenn vilja að Íslendingar hverfi frá skilyrðum í sjávarútvegsmálum. Hver vill stíga til móts við þá?
ESB-viðræðunum er sjálfhætt. Formsatriði vefjast þó fyrir ríkisstjórn og alþingi. Deilan snýst um hver eigi að kasta rekunum. Að rifist skuli um hvort öll þjóðin eigi að koma að þeirri ákvörðun er í raun óskiljanlegt."
* Staðreynd er, að Frakkar, Spánverjar og Portúgalar hafa staðið gegn því allt frá marz 2011 a.m.k. að rætt fáist um sjávarútvegsmál í ESB-viðræðunum, vegna þess að skilyrði utanríkismálanefndar í sjávarútvegsmálum fyrir ESB-umsókninni eru óásættanleg fyrir þá. (JVJ)
Jón Valur Jensson, 24.3.2014 kl. 11:52
... Samfylkingar- og ESB-innlimunarsinna-öflunum ...
Jón Valur Jensson, 24.3.2014 kl. 11:53
Besti flokkurinn og Samfylkingin hafa nú boðið uppá "lýðræðisleg áhrif" borgarbúa á umhverfi sitt. Þeir fengu að velja hvort þeir vildu bekk eða blómaker í hverfið. Um það bil 5% Reykvíkinga tók þátt. Það bendir ekki til að mikil eftirspurn sé eftir þessu ákvörðunarvaldi.
Ragnhildur Kolka, 24.3.2014 kl. 13:53
Mikill meiri hluta þátttakenda í þjóðaratkvæðagreiðslu í október 2011 vildi meira af beinu lýðræði og einnig að leggja það frumvarp, sem þau ákvæðu voru í, til grundvallar í nýrri stjórnarskrá.
Ómar Ragnarsson, 24.3.2014 kl. 16:34
Alveg fyllilega sammála þessu ... á Íslandi á að vera lýðræði, ekki harðbundið fulltrúalýðveldi. Á Íslandi, og öðrum löndum, hefur viðgengist verknaður sem vinnur beinlýnis gegn hagsmunum almennings. Hér má taka grófasta dæmið sem ég þekki til, þegar alþingi setti bann á verkföll, og Vígdís finnbogadóttir kallaði þetta "dægurmál alþingis" og skrifaði undir. Annað dæmi, má nefna einokun á norðulöndum, hvað varðar myndefni. Slík einokun er hvorki hag einstaklinga, né ríkis. Síðan má nefna "einokun" fréttaefnis og fréttaflutnings ... en nánast öll lönd, hafa bandaríkin að eftirmynd þar sem fréttaefni og fréttaflutningur er einokað og einungis hægt, með leifi ríkisins.
Að Ríkið, sérstaklega þar sem er fulltrúaveldi, er það ekki í hag almennings að fréttaflutningur og fréttaefni sé "filtrerað" af fulltrúum landsins. Hvaða forsendur eru hafðar, þegar verið er að ákveða hvað almenningur má sjá, og hvað han ekki fær að sjá.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 24.3.2014 kl. 17:40
@ Ragnhildur Kolka @ Ómar Ragnarsson
Þátttaka í íbúakosningum og þjóðaratkvæðagreiðslum veltur m.a. á
- mikilvægi þess sem kosið er um.
- hvort kosningin sé bindandi.
Nei það er ekki mikil eftirspurn eftir þátttöku í litlum málum. En aukinn meirihluti landsmanna vilja fá heimildir til að knýa á um þjóðaratkvæðagreiðslu í stórum málum eins og Ómar bendir á. Og enn fleiri vilja í dag fá að kjósa um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB.
Ég endurtek að krafan um að stór mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu er komin til að vera. Það er kominn tími til að binda rétt kjósenda til að krefjast þeirra í stjórnarskrá.
Jón Þór Ólafsson, 24.3.2014 kl. 19:09
Skoðanakannanalýðræði er afskræming á beinu lýðræði og getur aldrei orðið grundvöllur að sátt í samfélaginu.
Eggert Sigurbergsson, 24.3.2014 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.