Tilraun með beinna lýðræði á Alþingi.

Sá sem lifir við miðil eins og sjónvarp tileinkar sér önnur gildi en sá sem lifir mikið á internetinu. Ólíkt sjónvarpsáhorfandanum þá tekur internetnotandinn þátt í sínum fréttum og afþreyingu. Honum finnst sjálfsagt að hafa aðgang að upplýsingum og að taka þátt í mótun síns samfélags. Krafan um gegnsæi hins opinbera og beinni aðkomu almennings að ákvörðunum ríkisins mun því aðeins verða háværari. Beinna rafrænt lýðræði er framtíðin. Við erum að prófa okkur áfram.

Þeir sem vilja koma sínum hugmyndum í umræðu og vinnslu á Alþingi geta prufað sig áfram á betraisland.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tjáningarfresli?

Óttar Ottósson (IP-tala skráð) 19.1.2014 kl. 20:11

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það var byrjað með svipað þessu í starfi stjórnlagaráðs 2011 og vonandi hægt að nota nýja tækni til að auka og bæta lýðræðið á landi okkar.

Ómar Ragnarsson, 19.1.2014 kl. 23:34

3 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Já það voru margar og góðar leiðir fyrir kjósendur að gefa ykkur ú Stjórnlagaráði skilaboð um hvað stjórnarskráin ætti að fela í sér. Bæði með erindum í tölvupósti, með athugasemdum tengdu facebook á vef ráðsins og í persónu á opnum fundum. Ég nýtti mér öll þeirra :)

Jón Þór Ólafsson, 20.1.2014 kl. 09:08

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég ekki páfagauk, en stóran og lýðræðislegan örn.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.1.2014 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband